Austurland


Austurland - 23.02.1984, Side 1

Austurland - 23.02.1984, Side 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 23. febrúar 1984. 8. tölublað. Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld Loðnan: Líður að hrognatöku Ekkert lát hefur verið á loðnuveiðunum að undanförnu og eru bátarnir vart fyrr komnir á miðin en þeir fylla sig. Nú er svo komið að þróarrými er á þrotum um land allt, svo að aðeins lítill hluti flotans er að veiðum á hverjum tíma, en mestur hluti hans á siglingu til fjarlægra landshluta með afla sinn eða til Færeyja, en Börkur Nk. kemur þangað kl. eitt í dag með fullfermi og landar í Fugla- firði. Loðnu hefur nú verið landað hjá svo til hverri einustu verk- smiðjusem unniðgeturfeitfisk. Nokkuð hefur borið á því, að verksmiðjur hafi tekið frá um- talsvert þróarrými, er þær hyggjast síðan nýta vegna hrognatöku. Hrognafylling loðnunnar er nú komin yfir 20% og styttist óðum í það, að hefja megi söfnun hrognanna, en þau eru sem kunnugt er margfalt verð- meiri en loðnan sjálf. Reikna má með að hrognasöfnun hefjist af fullum krafti nú um helgina. Á þriðjudaginn var gerð til- raun til söfnunar hrogna úr Beiti Nk. er hann landaði hér í Nes- kaupstað, en hrognin reyndust ekki vera orðin nógu þroskuð til þess að vera söfnunarhæf. Fituinnihald loðnunnar er nú um 8%, sem er óvenju hátt hlutfall miðað við hrogna- þroska. I gærmorgun var búið að landa eftirtöldu magni á Aust- fjarðahöfnum: Lestir Seyðisfjörður ......... 33.000 Eskifjörður ........... 27.000 Neskaupstaður ..........17.000 Reyðarfjörður ..........13.000 Fáskrúðsfjörður .... 3.500 Stöðvarfjörður ......... 3.000 Hornafjörður............ 8.000 P. J. Pimgt hugsi yfir skák. Ljósm. Pórarinn Traustason. VISA-kort hjá okkur til innlendra og erlendra viðskipta Takið VISA-kort með í .sólarlandaferðina Hestamennskuhópurinn í hlaðinu á Skorrastað. Ljósm. Steinþór Pórðarson. Opin vika í Framhaldsskólanum í Neskaupstað í þessari viku er efnt til svo- nefndrar opinnar viku í Fram- haldsskólanum í Neskaupstað. í opinni viku er ekki starfað eftir hinni hefðbundnu stundaskrá, en þess í stað mynda nemendur hópa sem sinna tilteknum verk- efnum. Megintilgangur opinnar viku er að fá tilbreytingu í skóla- starfið og veita nemendum tæki- færi til að sinna hugðarefnum sínum í skipulegu hópstarfi und- ir handleiðslu kennara. Að þessu sinni er megin- áhersla lögð á að koma félags- miðstöð unglinga í austurhluta eldra skólahússins í notkun. Hópar nemenda vinna þar í opnu vikunni við trésmíðar, veggskreytingar og saumaskap. Það er afar ánægjulegt að ungl- ingunum sjálfum gefist kostur á að móta það húsnæði sem þeir eiga að nýta undir félagsstarf- semi. Auk hópanna, sem vinna í félagsmiðstöðinni, er starfandi skákhópur, skíðahópur, ljós- myndahópur, hópur sem undir- býr árshátíð, hópur sem sinnir hestamennsku, hópur sem sækir námskeið í málmsuðu og sam- setningum og hópur sem kannar stöðu kvenna í skólum og at- vinnulífi. Að lokum ber að nefna hóp. sem vinnur að þvf að gera video- mynd um daglegt líf ungs fólks í Neskaupstað. Þegar tíðindamaður blaðsins leit við í skólanum sl. mánudag var svo sannarlega mikið um að vera. Allir starfshóparnir höfðu Saga UMFI Eins og kunnugt er, átti Ung- mennafélag íslands 75 ára af- mæli í hitteðfyrra. í tilefni þess, ákvað stjórn UMFÍ þá að láta rita sögu hreyfingarinnar og var Gunnar Kristjánsson ráðinn til verksins. Verk þetta er nú komið út og mun óhætt að fullyrða, að hér sé á ferðinni hið merkasta heim- ildarrit, en Ungmennafélags- þá þegar hafið störf, skíðafólkið farið upp í Oddsskarð og hesta- menn á þeysispretti inni í sveit. Kennararnir virtust hafa í mörg horn að líta og ekkert fór á milli mála að starfsgleði ríkti hjá nemendum. hreyfingin var í upphafi og er reyndar enn í dag sterkt afl í þjóðfélaginu, þó áherslurnar í starfi hreyfingarinnar hafi breyst með tímanum. Margan Austfirðinginn mun eflaust fýsa að eignast þessa bók og er mönnum bent á, að hún er fáanleg á skrifstofu UÍA á Egilsstöðum, en einnig geta menn keypt hana hjá aðildarfé- lögum sambandsins á hverjum stað. P. J.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.