Austurland


Austurland - 23.02.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 23.02.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 23. FEBRÚAR 1984. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V, Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Það sem gera þarf Alþingi hefur ekki eytt miklum tíma í að ræða leiðir til að rétta við þá slagsíðu sem hefur verið að myndast á byggð landsins undanfarin ár. íbúar lands- byggðarinnar hafa líka verið alltof sofandi eða kannski of uppteknir við að draga björg í þjóðarbúið, en nú er ekki seinna vænna að láta í sér heyra og krefjast aðgerða. Það er ekkert einfalt mál að snúa þróun undanfar inna ára við, en höfuðatriðin eru nokkuð ljós. - í fyrsta lagi - og það skiptir meginmáli - þarf að rækta með fólkinu á landsbyggðinni það hugarfar að samstaða og samvinna þess sé það afl sem ráði úrslitum um hvort byggð verði viðhaldið vítt og breitt um landið. í þessu felst m. a. að sameinast um að koma upp og hlúa að margþættri þjónustu í almennum samskiptum og við undirstöðuatvinnu- vegina og að fólk í sama landshluta temji sér að sækja frekar þjónustu og viðskipti hvert til annars en að leita út fyrir landshlutann. Samskipti af þessu tagi kalla á stórbættar samgöngur byggða á milli. - í öðru lagi þarf að stórefla almenna þjónustustarf- semi og verslunarþjónustu út um landið samhliða því að undirstöðuatvinnuvegunum verði sköpuð eðlileg og lífvænleg rekstrarskilyrði. Afl höfuð- borgarsvæðisins byggist ekki síst á viðskipta- og þjónustustarfsemi, bæði á vegum opinberra aðila og einkaframtaksins. Einkaframtakið hefur í sí- auknum mæli leitað úr sjávarútvegi - enda illa ver- ið að honum búið - í þjónustu og verslun þar sem ágóðavonin er sýnu meiri og gróðinn fljótteknari. Mestöll þessi þjónustustarfsemi er á höfuðborgar- svæðinu sem hefur því sogað til sín óeðlilega mikið fjármagn og starfslið. Sem dæmi má nefna að 76.5% af fjölgun ársverka milli áranna 1981 og 1982 'var í þjónustugreinum, en á sama tíma varð fækkun ársverka í fiskvinnu 3.7% og í landbúnaði 2.7%. - í þriðja lagi þarf að dreifa valdinu, m. a. með eflingu sveitafélaganna. Samþjöppun valdsins og miðstýring fer vaxandi og verður ekki séð að þing- styrkur landsbyggðarinnar hafi haft minnstu áhrif á staðsetningu ríkisbáknsins. Þvert á móti hefur æ stærri hluti þess verið settur niður á höfuðborgar- svæðinu og varla er við því að búast að breyting verði á þegar það hefur fengið þingmeirihluta á löggjafarsamkundunni. Því er nauðsyn að áður verði ráðist í dreifingu valds og starfsemi ríkisþjón- ustunnar um landið. Efling sveitarfélaganna er lík- legasta leiðin til að ná þessu markmiði. Víða þarf Atvinna Múrara vantar vinnu við múrverk eða flísa- lagnir í Neskaupstað, Eskifirði eða Reyðarfirði Gísli Hafliðason múrari © 7314 NESKAUPSTAÐUR Sögustund Sögustund verður í bókasafninu fyrir 5 og 6 ára börn laugardaginn 25. febrúar, kl. 13-14. Lesstofa fyrir börn 7 ára og eldri verður þann dag frá kl. 14 til kl. 1530. Bókavörður. Frá og með 23. febrúar verður afgreiðsla Viggó hf. opin frá kl. 10 til 12 fh. og 1330 til 15 eh. Viggó hf. Neskaupstað © 7190 & 7723 Verslið ódýrt Frjálst verðlag og samkeppni með vöruverð er einskis virði ef neytandinn verslar ekki þar sem vörurnar eru ódýrastar Verslun Óskars Jónssonar Hafnarbraut 1 Neskaupstað NYTT EFNIIHVERRIVKU OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9 VIDEO — © 7707 DANS • DANS • DANS Áformað er að halda 8 vikna dansnámskeið í Egilsbúð. Hver hópur verður aðeins einu sinni í viku. Kenndir verða samkvæmisdansar, gömlu dansarnir, rokk og tjútt, barnadansar, jassballett, léttir jass- og diskódansar. Konur athugið, sér tímar fyrir ykkur. Ef þú ert orðin(n) fj'ögurra ára, þá ert þú velkomin(n). Innritun í síma 7190 laugardag 25. febrúar og sunnudag 26. febrúar milli kl. 13 og 17. Ath. fjölskylduafsláttur. Inga Þorláksdóttir danskennari. að stækka þau og flytja þarf til þeirra tekjustofna til þess að þau geti sinnt auknum verkefnum sem nú eru í höndum ríkisvaldsins og veitt íbúum sínum þá þjónustu sem nútíma þjóðfélag ætlast til. Þau atriði sem hér hafa verið gerð að umtalsefni skipta höfuðmáli. í raun er þó kjarni málsins sá að ef fjármagninu er skilað aftur þangað sem verðmætin eru sköpuð þurfa íbúar landsbyggðarinnar engu að kvíða, því þá mun allt hitt fylgja á eftir - og óþarft að eyða löngum tíma í að finna leiðir til að leiðrétta „atkvæðamisrétti“. Fólk mun þá aftur leita út á land og setjast þar að - og jafnvægi í byggð landsins væri fengið. Krjóh. Neskaupstað ©7679 Nýkomið! Samfestingar Kjólar Buxur Grifflur o. fl. Opið kl. 1 - 6

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.