Austurland


Austurland - 23.02.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 23.02.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 23. FEBRÚAR 1984. 3 Aukin þátttaka ungs fólks í starfi AB HÓTEL EGILSBÚÐ Matseðill sunnud. 26. mars kl. 1200 - 1400 Rækjukokkteill Reykt svínakjöt Sherry rönd Verð kr. 380 Hálft verð fyrir 5 - 12 ára Vinsamlega athugið að vegna samgöngu- erfiðleika verða kvikmyndasýningar auglýstar í sýningar- glugga „rsresvideo" Ailtaf eitthvað nýtt Videotæki og sjón- varpsleiktæki S7432 Vissuð þið að þetta er til í apótekinu? Odýrasti barnamaturinn og bamadjúsinn í bænum Essensar í bakstur Megrunarkaramellur Sætiefni án hitaeininga Fjallagrös Hárburstar - baðburstar — snyrtiburstar, mikið úrval F atalitur Ódýrar sápur Allt til fótsnyrtingar Fugla- fiska- og hamstramatur Allt fyrir blómin: blómaáburður, (bæði pinnar og lausnir) hormónaduft, blaðglans, og skordýraeitur Rafmagnshitapúðar Útihitamælar og rakamælar Legg’s sokkabuxur (happdrættisvinnungur, ferð til Amsterdam) Sjúkrakassar, margar stærðir og gerðir Stórar lyfjakrukkur NES APÓTEK Pað vakti athygli mína á lands- fundi AB hve margt ungt fólk var þar og ekki síður hversu virkt þetta unga fólk var í öllum störfum fundarins. Flest þetta unga fólk var þarna sem fulltrú- ar Æskulýðsfylkingar AB (ÆFAB), en þessi forntlegu æskulýðssamtök voru stofnuð í mars sl. og taka við af Æskulýðsnefnd AB. Félagar í ÆFAB eru um 300 talsins og hafa þeir haldið uppi fjölbreyttu starfi sem til þessa hefur eðlilega verið að mestu bundið við höfuðborgarsvæðið, m. a. gefa þeir út fréttabréf - Rauðhettu. Á landsfundinum sátu um 20 félagar í ÆFAB og níu úr þeirra hópi náðu kjöri í miðstjórn Al- þýðubandalagsins, tæpur helnt- ingur þeirra af landsbyggðinni. í hinum nýju lögum AB segir að heildarsamtök félaga ungs fólks innan Alþýðubandalagsins beri heitið Æskulýðsfylking Al- þýðubandalagsins þannig að gert er ráð fyrir að félög ungs fólks rísi út um land. Formaður ÆFAB, Guðbjörg Sigurðardóttir, segir í viðtali við Þjóðviljann nýlega: „Við ætlum að reyna að keyra starfið á fullt og finna upp á einhverju skemmtilegu og áhugavekjandi fyrir okkar félaga að gera. Á landsfundinum náðum við góðu sambandi við mikið af ungu fólki utan af landi en við erum að reyna að koma af stað virku æskulýðsstarfi úti á landi." Og áfram segir Guðbjörg: „Við höfum fengið góðar undirtektir frá ísafirði, Akureyri og Húsa- vík. Einnig hafa félagar á Aust- fjörðum mikinn áhuga og eins á Selfossi." Það er því nokkur ástæða til bjartsýni um aukna þátttöku ungs fólks í pólitísku starfi á næstunni og vonandi tekst að ná saman hópi hér eystra. Þeir pem hafa áhuga á að kynna sér ÆFAB nánar er bent á að hafa samband við Sigurjón Bjarna- son Egilsstöðum sem erformað- ur kjördæmisráðs AB, Berg- þóru Aradóttur Neskaupstað sem er tilnefnd í miðstjórn af ÆFAB eða þá beint við flokks- miðstöðina að Hverfisgötu 105, Rvík, (sími 17500) en þar hefur ÆFAB aðstöðu. Krjóh. Seljum nú í fyrsta sinn beint frá Japan traustu ANRITSU ratsjárá mjög ■

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.