Austurland


Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstaö: Félagsvist í Egilsbúð kl. 84S í kvöld 34. árgangur. Neskaupsiað, 8. mars 1984. 10. tölublað. Vélarbilanir Norðfjarðar- togara Um fyrri helgi kom skuttogar- inn Birtingur í togi til Neskaup- staðar vélarvana af miðunum fyrir austan land. Við nánari at- hugun á vélinni hefur komið í ljós að hún er svo illa farin að setja verður nýja vél í skipið. Vcrður skipið líklega ekki til- búið til veiða á ný fyrr en ein- hverntíma í sumar. Eins og kom hér fram í blaðinu í haust þá varð Bjartur NK vélarvana úti í Englandi í haust og varð að skipta um vél í honum þar og er hann nú nýkominn úr fyrstu veiðiferðinni. G. B. Jón Kjartansson tók niðri Sl. sunnudag er Jón Kjartans- son SU var að koma frá því að landa í Fuglafirði í Færeyjum vildi það óhapp til að skipið tók niðri á skeri rétt utan við höfn- ina í Fuglafirði. Náði skipið sér á flot af eigin vélarafli. Talsverð- ar skemmdir urðu á skrokk skipsins og verður gert við það í Þórshöfn í Færeyjum. Tekur viðgerðin u. þ. b. 2 vikur. Jón Kjartansson var búinn að fá í kvóta þann er honum hafði verið úthlutaður og var að fara að veiða upp í 60 þúsund tonna kvótann sem öll skip mega veiða úr. G. B. Niðurstaða sérfrœðinga: Svipuð aðstaða til jarðgangagerðar á Austfjörðum og í Færeyjum Pann 29. febrúar sl. gekkst Vatnsorkudeild Orkustofnun- ar, Mannvirkjajarðfræðifélag- ið og Jarðgangafélag íslands fyrir íjölmennum fundi í Reykjavík. Niðurstaða þessa fundaf var stórmerkileg fyrir Austfirðinga, en hún var sú að basalt í Færeyjum og á þeim stöðum á íslandi, þar sem mest þörf er á veggöngum, sé mjög svipað að gerð. Þetta á við um Austfirði, Vestfirði og ákveðna staði á Norðurlandi. Frá sjónarmiði jarðfræðinga er því óhætt að gera ráðfyrir jarð- göngum á þessum svæðum á íslandi. Jarðgangagerð í Færeyjum A fundinum fjölluðu jarð- fræðingarnir Björn A. Harðar- son og Ágúst Guðmundsson um jarðfræðilegar aðstæður við jarðgangagerð í Færeyjum og báru þær saman við aðstæð- ur hérlendis. Jarðgangagerð Færeyinga hefur gengið mjög vel og hafa þeir gerst stórtækir í þeim efnum. Á eyjunum eru í notk- un 10 jarðgöng, samtals 13 km að lengd. Til samanburðar má nefna að jarðgöng hérlendis eru samtals 1.2 km. Nú eru á lokastigi 2.2 km löng jarðgöng við Leirvík í Færeyjum og enn stærra átak á þessu sviði er í undirbúningi hjá frændum okkar. Göngin við Leirvík verða með tveimur akgreinum og er unnið að gerð þeirra 5 daga vikunnar á tveimur vöktum. A hvorri vakt er sprengt einu sinni, 4.5 m í senn, eða 45 m á viku. Heildarkostnaður er innan við 50 milljónir ísl. kr. á km. Við vinnuna er notaður sér- búinn borvagn sem kostar um 17 milljónir ísl. kr., en auk hans er notuð ámokstursskófla og vörubílar. Sömu menn vinna við borun, sprengingar, ámokstur og akstur á grjótinu. í máli jarðfræðinganna kom fram að á íslandi hefði verið valið að fara efst í gegnum fjöllin til að stytta göngin sem mest. Færeyingar fara hinsveg- ar lengstu leiðina, neðst í fjöll- unum. Á milli allra þéttbýlis- staða á Austurlandi má finna, að mati jarðfræðinganna, vel viðráðanleg stæði fyrir jarð- göng og ef farið væri neðarlega í fjöllin væru aðstæður svipað- ar og í Færeyjum. Ekkert mælir gegn jarðgangagerð Nokkrar umræður urðu að loknum erindum jarðfræðing- anna. Bjarni Einarsson, fram- kvæmdastjóri Byggðadeildar benti á að stórbæta mætti skil- yrði til hagstæðrar byggðar- þróunar og atvinnustarfsemi á Vestfjörðum og Austfjörðum með t. d. 12 km jarðgöngum í hvorum fjórðungi. Hann varp- aði fram þeirri spurningu hvort þeir sem fást við áætlanagerð varðandi atvinnu- og byggðar- þróun hér á landi mættu gera ráð fyrir mögulegri jarðganga- gerð á þessum svæðum. Björn A. Harðarson sagði að út frá jarðfræðilegum sjónar- miðum væri ekkert sem mælti gegn því og mætti þar óhikað benda á reynslu Færeyinga. Helgi Hallgrímsson verk- Framh. á 4. síðu. Kannaðar jarðgangaleiðir. ingu. (^ [_j jjj Kannað lauslega. Kunnað ineð kortlagn- VISA-kort hjá okkur til innlendra og erlendra viðskipta Takið VISA-kort með í sólarlandaferðina JJ SPARISJÓÐIRNIR Á ÍSLANDI VISA GOOD THRU LAST DAY OF : > 03/85 VISA JÓN JÓNSSON Sparisjóður Norðfjarðar |lg\ Alþjóðlega skákmótið í Neskaupstað: Stórmeistarar og stormsveit tefla 18. mars til 1. apríl Undirbúningur fyrir fyrsta al- þjóðlega skákmótið í Neskaup- stað er í fullum gangi. Ljóst er að styrkleiki mótsins verður svipaður og í Búnaðar- banka- og Grindavíkurmótinu og mun því gefa möguleika á áföngum til alþjóðlegs og stór- meistaratitils, Væntanlegir til Neskaupstað- ar eru stórmeistarar okkar Friðrik Ólafsson og Guðmund- ur Sigurjónsson og íslensku Frumh. ú 3. siðu. Helgi Ólafsson leflir fjöltefli t Neskaupsiuð. W "^K m M B>. 'fl ¦•'" áT m 'jf**" p^ , m IT^iT' ^'^ysg M. w:\rn ¦Mw

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.