Austurland


Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 2
? FIMMTUDAGUR, 8. MARS 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Minning Yigfús Guttormsson Neskaupstað Fæddur 7. desember 1900 Dáinn 23. febrúar 1984 Er kvótakerfið vonlaust? Er það kvótakerfi sem verið hefur til umræðu síð- ustu vikurnar meingallað? Hefur ef til vill verið valin slæm leið til takmörkunar á afla fiskiskipaflotans? Þetta eru spurningar sem gjarnan heyrast þessa dag- ana. Það hlýtur öllum að hafa verið ljóst að það var vandaverk að deila 220 þúsund lesta botnfiskafla niður á fiskveiðiflotann með sanngjörnum hætti, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að meðalafli síðustu þriggja ára var um 380 þúsund lestir. Það skipti því miklu að vanda valið á þeim kostum sem voru fyrir hendi, en því miður bendir margt til þess að það kvótakerfi, sem fyrir valinu varð, hafi í sér fólgna mjög alvarlega ágalla, sem orsakað geta margvísleg vandamál. Má þar nefna að líkur eru á að sum skip ljúki kvóta sínum snemma á árinu, jafnvel þegar í þessum mánuði, með ógnvekjandi afleiðingum fyrir atvinnulíf viðkomandi byggðarlaga. Þá er ljóst að kvótakerfið hefur í för með sér að verðgildi einstakra fiskiskipa kemur til með að brenglast stórkostlega, þar sem verðgildið tekur ekki eingöngu mið af gæðum skipsins heldur að miklu leyti af þeim kvóta sem skipinu fylgir. Einnig hefur komið fram að öflug fyrir- tæki hafa í hyggju að kaupa báta sem góður kvóti fylgir, -ekki í þeim tilgangi að gera þá út, heldur í þeim tilgangi að færa kvóta þeirra yfir á önnur skip. Ef þetta verður raunin mun verða verulegt atvinnu- leysi á meðal sjómanna í landinu. Ofan á allt þetta bætist svo að sjávarútvegsráðu- neytinu bárust hvorki fleiri né færri en á þriðja hundr- að athugasemdir frá útgerðaraðilum vegna úthlutun- ar á kvóta til skipa þeirra. Þetta hlýtur að leiða hug- ann að spurningunni um það hvort að upplýsingarn- ar, sem kvótaúthlutunin byggðist á, séu nægilega traustar. Að framansögðu ætti því fáum að koma á óvart að í upphafi þessarar viku voru þau boð látin út ganga frá sjávarútvegsráðuneytinu að breytingar yrðu gerðar á kvótakerfinu til að lagfæra „helstu galla þess“. Nú bíða menn spenntir eftir því að Halldór, alls- ráðandi til sjávarins, sendi frá sér tilkynningu um breytingarnar. Munu þær breytingar gera kvótakerf- ið viðunandi, eða munu þær aðeins verða smákukl og kerfið því að mati margra jafn vonlaust eftir sem áður? Annars ætti umræðan um kvótakerfið að leiða huga manna að því hvort það alræðisvald, sem sjáv- arútvegsráðherra hefur varðandi fiskveiðar og lífsaf- komu fólks við sjávarsíðuna, geti talist eðlilegt í þjóðfélagi sem sagt er að fylgi leikreglum lýðræðis. S. G. Vigfús Guttormsson fv. út- gerðarmaður í Neskaupstað lést 23. febrúar sl. Hann var fæddur 7. desember aldamótaárið 1900 að Ekkjufelli, Fellahreppi í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guttormur Arnason, bóndi og Sigríður Sigurðardóttir. Vigfús gekk í barnaskóla á Seyðisfirði og hóf þar síðar prentnám, sem hann gat ekki lokið vegna verkefnaskorts prentsmiðjunnar. Réðist hann síðan sjómaður á fiskiskútu, en um þetta leyti seldu íslendingar kúttera sína til Færeyja og erfitt um skiprúm hér á landi. I Fær- eyjum kynntist Vigfús eftirlif- andi konu sinni Ingibjörgu Bi- skipstö frá Klakksvík. Er hún af góði fólki komin og þekktri ætt í Færeyjum. Ungu hjónin fluttu til Norð- fjarðar árið 1925 og bjuggu þar alla tíð síðan. Reistu þau sér íbúðarhús inni á Strönd og nefndu það Hvassafell, Ingi- björg og Vigfús eignuðust 7 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Eru barnabörnin og barnabarnabörnin orðin fjölmörg. Á Ströndinni var á þesum árum fjölmennt og mikil útgerð. Var þar mikið líf og tók hið glaðværa og myndarlega heimili Ingibjargar og Vigfúsar þátt í því. Húsakynni voru þröng, en auk barnahópsins, voru þar oft á sumrin menn, sem unnu við útgerð Vigfúsar. Það þurfti mik- inn dugnað til að sjá hinu stóra heimili farborða. Vigfús var góður heimilisfað- ir, stundum strangur, en jafn- framt mildur og einstaklega barngóður. Sýndi hann í ellinni afabörnunum mikið dálæti og voru þau mjög hænd að honum. Vigfús Guttormsson var ágæt- lega greindur maður og kom það honum vel, þar sem hann tók mikinn þátt í félags- og op- inberum málum. Skólamenntun var sáralítil, eins og títt var um margan aldamótamanninn. Vigfús var einn af frum- kvöðlum Samvinnufélags út- gerðarmanna, og þar í stjórn í rúm 20 ár. Lét hann sér einkar annt um félagið og áhugasamur um hverskonar uppbyggingu og framfarir í atvinnumálum í Nes- kaupstað. Hann átti mikinn þátt í bygg- ingu Fiskvinnslustöðvar S. Ú. N. og Vigfús var fram- kvæmdamaður og alltaf hvetj- andi til nýjunga í útgerð og fisk- vinnslu. Aldamótamennirnir áttu drýgstan þátt í stofnun Sam- vinnufélags útgerðarmanna og dugnaður þeirra og áræði var yngri mönnum, sem með þeim unnu mikil hvatning til uppbygg- ingar þess þróttmikla atvinnu- lífs, sem er í Neskaupstað. Vig- fús setti svip sinn á þessa upp- byggingu. Hann var lengi í stjórn Dráttarbrautarinnar hf. og fleiri fyrirtækja og félaga í bænum. Þá var starfsemi Vig- fúsar í bæjarmálum mikil. Hann sat ýmist sem varafulltrúi eða aðalfulltrúi í Bæjarstjórn Nes- kaupstaðar í 28 ár og sótti þar 258 bæjarstjórnarfundi, auk mikils fjölda nefndarfunda. Vigfús var í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðu- bandalagið. Hann var alla tíð mjög róttækur í skoðunum, hreinskiptinn, stundum nokkuð óvæginn, en kom alltaf til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og það var alltaf hlustað þegar hann flutti mál sitt tæpitungu- laust. Hann var mjög duglegur að mæta á fundum. Var gott að boða hann á fundi, en það kom lengi í minn hlut. því hann var einn af þessum mönnum, sem alltaf hafa tíma. Samúð Vigfúsar með þeim, sem minnimáttar eru, var rík í eðli hans og óréttlæti var honum þyrnir í auga. Vigfús vann allskonar vinnu, fyrst eftir að hann kom til Norð- fjarðar. Hann var myndvirkur og duglegur. Man ég fyrst eftir honum, þegar hann byggði við- bótarbyggingu við hús foreldra Vigfús Guttormsson. minna í Svalbarði. Einnig þegar hann sá um prentsmiðjuna í Gamla templaranum, og prent- aði blaðið Jafnaðarmanninn. Þurfti hann að snúa stóru hjóli, meðan prentun fór fram. Söng hann þá hárri rausti með sinni ágætu söngrödd, vegfarendum til ánægju. sem fram hjá gengu. Rímur hvað Vigfús afbragðsvel. Aðalatvinna Vigfúsar var við útgerð, en hann gerði í mörg ár út mótorbátinn Björgvin í félagi við nágranna sinn Óskar Sig- finnsson, sem jafnframt var skipstjóri. Voru þeir félagar báðir harðduglegir menn. Vigfús var síðar einn af eig- endum nýsköpunartogarans Goðaness, sem Bæjarútgerðin varð eigandi að seinna. Þá var Vigfús um margra ára skeið aðalverkstjóri hjá Bæjarútgerð Neskaupstaðar. Vigfús Guttormsson erfallinn frá. Hann var einn þeirra manna, sem setti svip sinn á bæ- inn um sex áratuga skeið. Við sem lengst unnum með honum í S. Ú. N. og bæjarstjórn höfum margs góðs að minnast eftir hans langa starfsdag. Þá þakkar Alþýðubandalagið Vig- fúsi einlægt og fórnfúst starf í þágu sameiginlegra hugsjóna. Færum við hjónin Ingibjörgu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes Stefánsson. NÝTT EFNI í HVERRIVKU OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.