Austurland


Austurland - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 15.03.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 34. árgangur. Neskaupstað, 15. mars 1984. 11. tölublað. Bœjarstjórn Neskaupstaðar: Mótmælir ákvörðun samgönguráðherra Stangast veitingin á við lög? Vegna veitingar sérleyfisins Neskaupstaður - Eskifjöröur - Reyðarfjörður - Egilsstaðir ályktar bæjarstjórn Neskaup- staðar eftirfarandi: „Bæjarstjórn mótmælir harðlega þeirri ákvörðun samgöngu- ráðherra að endurveita ekki Benna og Svenna hf. sérleyfi til fólksflutninga á leiðinni Neskaupstaður - Egilsstaðir. Benni og Svenni hafa sinnt þessu sérleyfi á þann veg í heilan áratug að þeir njóta óskoraðs trausts viðskiptavina sinna og alls al- mennings. í fundargerð Skipulagsnefndar fólksflutninga frá 11.01.84 segir, að „veitingarvaldið væri bundið af lögunum að veita fyrri sérleyfishöfum leiðina ef þeim þóknaðist að sækja . . ." og í fundargerð sömu nefndar frá 01.02.84 er bókað að „menn (voru) sammála um að svo virtist, sem Benni og Svenni nytu trausts sem duglegir og traustir ferðamenn." Það er svo í hæsta máta aðfinnsluvert að meiri hluti nefndarinnar mistúlk- ar beinlínis yfirlýsta stefnu heimamanna um að sameina sér- leyfin tvö í eitt sérleyfi og notar hana sem rök til að komast að niðurstöðu sem gengur þvert á fyrri yfirlýsingar. Því telur bæjarstjórn að afgreiðsla Skipulagsnefndarinnarog ákvörðun samgönguráðherra stangist á við ákvæði um endurveitingu í 6. gr. laga nr. 29/1983 og 2. gr. reglugerðar nr. 641/1983. Bæjarstjórn Neskaupstaðar lýsir furðu sinni á því að meiri- hluti Skipulagsnefndar og samgönguráðherra skuli virða svo lítils vilja heimamanna með því að hafa að engu eindregna áskorun bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn beinir því til þing- manna Austurlandskjördæmis að þeir beiti sér fyrir breytingum á lögum nr. 29/1983 um sérleyfisakstur, þannig að áhrif heima- manna verði tryggð í þessu stóra hagsmunamáli, t. d. með því að landshlutasamtök sveitarfélaganna fái aðild að nefndinni." Flutningsmenn voru allir bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks en tillagan var samþykkt samhljóða með atvkæðum allra bæjarfulltrúa. Launakönnun hjá Verslunarmannafélagi Austurlands: Launataxtar óhagstæðari fyrir landsbyggðarfólk Konur flestar í lægstu flokkunum / kjölfar þeirra launakannana, sem fram hafa farið á höfuðborgarsvœðinu og birtar hafa verið, gekkst Verslunarmannafélag Austurlands fyrir launkönnun meðal félagsmanna. Niðurstaða kannanahjá V. F. A. eru birtarhérá eftiroger miðað við janúarlaun sl. Upplýsingar bárust frá 11 þéttbýliskjörnum á félagssvæð- inu. Fram kom, að 88 félags- menn höfðu laun innan við 13.000.- á mán., í þeim hópi voru konur 94.32%. Þá höfðu 76 félagsmenn laun á bilinu 13 - 15 þúsund á mán., en úr þeim hópi voru 75% konur. 35 félags- menn voru á bilinu 15 - 17 þúsund, en þar af voru konur 48.37%. 24 félagsmenn voru á bilinu 17 - 19 þúsund, þar af voru konur 33.33%. Mikils mis- ræmis virðist gæta meðal birtra kannana. I Ijósi þess, má sjá, að launataxtar eru okkur lands- byggðarfólki mjög óhagstæðir og má túlka launa- og kjarataxta óraunhæfa. Þyrftu þeir trúlega endurskoðunar og lagfæringar við, til þess að gera taxtana not- hæfa. Misjafna aðstöðu til launa og kjara þarf að uppræta. A öskudag I blíðviðrinu á öskudaginn safnaðist hópur grímuklæddra barna og unglinga og jafnvel foreldra saman í skrúðgarðinum í Neskaupstað og sló köttinn úr tunnunni við mikla kátínu. Á eftir hélt hópurinn niður í Egils- búð þarsemdansað varaf miklu fjöri fram undir kvöld. Myndina hér til hliðar tók Logi Kristjánsson og einnig myndasyrpuna á bls. 3. Fyrsta alþjóðlega skákmótið í Neskaupstað sett á sunnudag Þrír stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar tefla Ljósternúhverjirverðaþátt- Benóný Benediktsson ÍSL . 2355 aðalsal. Skákskýrendur verða Dagskrá mótsins veröur sem hér segir: takendur í alþjóðlega skákmót- Elvar Guðmundsson ÍSL . . 2330 fleiri en einn m. a. Ingvar Ás- Mánudagur 19. mars kl. 17 i umíerð------------------------ inu í Neskaupstað dagana 19. Dan Hansson SVI ...... 2320 mundsson. Mótsstjóri verður Þriðjudagur 20. mars kl. 17 ...........2.umferð mars - 1. apríl nk. Allirtefla viðallaogumferðir Jóhann Þórir Jónsson, yfirdóm- Miðvikudagur 21. mars kl. 17 ..........3.umferð Þeir verða: verða því ellefu. Samtals stiga- arar: Guðmundur Arnlaugsson pí,m?ldagu,r,~- m;";s, .•.............Kynningbæjarinsogbiðskákir • , , _„ „,_ , ,,, ., . .. rostuaagur li. mars kl. 17 ............4. umferð Stig talakeppendaer 29.265 ogmot- og Johann Þonr Jonsson. Laugardagur 24. mars kl. 13:" ..........5.umférð WilliamLombardyUSA.SM 2505 ið er því í áttunda styrkleika- Skákstjórar verða: Einar Már Suhnudagur 25. mars kl. 14 ...........6. umferð Jón L. Árnason ÍSL, AM . 2500 flokki FIDE og geta keppendur Sigurðarson og Eiríkur Mánudagur 26. mars kl. 10....... -----Biðskákir , . .. ,. bb, , Kt. „ , Manudagur 26. mars kl. 17............7. umferð Guðm. Sigurjónss. ISL. SM . 2470 þvi nað atanga til stormeistara- Karlsson. Þriðjudagur 27. mars kl. 17 8 umferð VincentMcCambr. USA.AM 2465 titils með8 vinningum og til titils Mótsstjórn skipa: Jóhann Miðvikudagur 28. mars kl. 17 ..........9. umferð Margeir Péturss. ÍSL. AM . 2465 alþjóðameistara með 6 vinning- Þórir Jónsson, Eiríkur Fimmtudágur 29. mars kl. 14 ..........Biðskákir Milorad Knezevic JUG, SM 2450 um. Meðaltal stiga er 2430.42 Karlsson, Einar Már Sigurðar- Föstudagur'30. mars kl 17 ............l°au,míerð . ¦ b b Laugardagur 31. mars kl. 14 ...........Biðskákir Helgi Olafsson ISL, AM .. 2445 stig. son, Logi Knstjansson, Elma Sunnudagur 1. aprfl kl. 10 ............ll.umferð H. Schussler SVI, AM . . . 2445 Teflt verður ífundarsal Egils- Guðmudnsdóttir. Páll Baldurs- Sunnudagur 1. aprfl kl. 16 ............Biðskákir Jóhann Hjartarson ISL . . . 2415 búðar en skýringar verða í son og Björn Magnússon. Sunnudagur 1. apríl kl. 19 ............Lokahófogmótsslit________

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.