Austurland


Austurland - 15.03.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 15.03.1984, Blaðsíða 6
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs: Samningunum sagt upp ef kaupmátturinn helst ekki AlmennurfélagsfunduríV. F. sem haldinn var í Valaskjálf 2. 3. '84 samþykkti nýgerða kjara- samninga með fyrirvara um að ríkisstjórnin standi við þær úr- bætur sem heitið hefur verið fyrir þá sem lökust kjör hafa. Haldist ekki sá kaupmáttur sem um var samið skal segja samningunum upp eins fljótt og hægt er. Einnig var gerð bókun þar sem lýst var megnri óánægju Bœjarstjórn Eskifjarðar: Mótmælir ákvörðun samgönguráðherra í sérleyfismálinu Á fundi bœjarstjórnar Eski- fjarðar hinn8. þ. m. var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „Bæjarstjórn Eskifjarðar mótmælir þeirri ákvörðun sam- gönguráðherra að endurveita ekki Benna og Svenna hf. sér- leyfið á leiðinni Egilsstaðir - Neskaupstaður, sem fyrirtækið hefur haft um árabil og sinnt óaðfinnanlega. Bæjarstjórn minnir á einróma samþykkt sína um málið þar sem lagt var til að fyrirtækinu væri veitt sérleyfið áfram. Bæjar- stjórn harmar ákvörðun samgönguráðherra og vekur athygli á að með henni er verið að skerða einhæft atvinnulíf á Eskifirði og hefði vænst annars af ráðherra og þingmönnum kjördæntis- ins en þeir ynnu gegn framtaki einstaklinga á staðnum." Flutningsmcnn voru fulltrúar sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn. Hið árlega þorrablót var hald- ið í Miklagarði þann 21. janúar. Húsfyllir var, á fjórða hundr- að manns og skemmtu menn sér við söng og gamanmál lengi kvölds og síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Þótti blótið takast hið besta. Um félagslíf er annars það að segja að Kiwanis- og Lions- klúbbar starfa hér mcð hefð- bundnum hætti og ennfremur er þróttmikil starfsemi hjá bridge- félaginu að venju. Sl. haust var ráðinn hingað tónlistarkennari, Viðar Alfreðs- son, sá landskunni tónlistarmað- ur. Hefur liann starfað hér af með 3. gr. samningsins (þ. e. meðal annars ákvæði um 11.509.00 kr. lámarkslaun fyrir þá sem eru 16 - 18 ára og alla fyrstu 6 mán. í starfsgrein) og að gefið skuli hafa verið eftir af kröfu um 15 þúsund kr. lág- markslaun fyrir dagvinnu. Fundurinn krefst að betur verði staðið að næstu samning- um, laun verði vísitölutryggð og krónutöluhækkun verði notuð í stað prósentuhækkunar upp all- an launastigann. Rætt var um að gefin hafi ver- ið frjáls álagning á vörur og ótti er við að vöruverð muni hækka hér vegna ónógrar samkeppni. Fundurinn skorar á stjórnvöld að afnema söluskatt af flutn- ingsgjöldum á vörum því hann er liður í vöruverði hér. Zverrir stendur á gati, en Albert situr á gati Islendingur, blað sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra birti viðtal við Zverri 16. febrúar sl. Þar flugu mörg gullkorn s. s.: .....Þá vék Sverrir Hermannsson. iðnaðarráð- herra, að „þessari mislukkuðu árás í Straumsvík”. þar sem hann var sakaður um óréttmæt afskipti af kjara- deilu starfsmanna og fyrirtækisins. „Ef menn halda, að ég hafi talað af mér þar. þá er þetta nú eitt af sjaldgæfari skiptum sem ég talaði ekki af mér. .“ . Og seinna: .....Við megum ekki foragta undirbúning og rann- sóknir. En ég vil meta hlutina kalt. Ef t. d. stenzt ekki að reisa kísilmálmverksmiðju í mínu kjördæmi, þá verður hún aldrei reist, og þeir mega skera mig á háls, ef þeim svnist. Ekkert getur hróflað við mér í því efni. Eg ber enga tillögu fram nema ég sé viss um. að þessi verksmiðja borgi sig. .“ . EGILL RAUÐI Loðnan: Hrognasöfnun í fullum gangi Japönum líkar framleiðslan vel Vopnafjörður: Tónlistin blómstrar miklum krafti. hefur fjölmarga nemendur og því nóg að gera. Eru mcnn að vonum hressir með þessa góðu sendingu hingað, því nauðsyn er hverju byggðarlagi að hafa slíka starf- semi, ekki hvað síst í skamm- deginu. Framkvæmdir við byggingar liggja nánast niðri á þessum árs- tíma cn fara vonandi af stað með hækkandi sól. Leiklistin hefur því miður ekki blómstrað hér á Vopna- firði, leikfélag okkar hefur ekki starfað í nokkur ár. Vilja menn þar kenna lamandi áhrifum sjónvarpsins. G. S. / Þ. J. Nú er farið að síga mjög á seinni hluta loðnuvertíðar. en fyrsta loðnugangan er nú þegar hrygnd og mjög styttist í hrygn- ingu þeirrar loðnu sem eftir er. Loðnan hefur undanfarna daga verið að fást á töluvert stóru svæði. allt frá Reykjanesi austur um til Vestmannaeyja og jafn- vel enn austar. Fituinnihald hennar er nú komið niður undir 6 prósent og hefur því verð hennar fallið mjög. auk síðustu verðlækkun- ar hcnnar. Það sem er helsta von sjó- manna nú þessa dagana varð- andi veröið, er að vel gangi með söfnun hrognanna. Hrognafyll- ing þeirrar loönu. sem veriö er að veiða nú, er á bilinu 22 - 24 prósent og hrognin því söfnunar- hæf samkvæmt kröfum Japana. Þar sem greitt er um 30-falt verð fyrir hrognin á við loðnuna, cr Ijóst að mikið er í húfi. Nú í vikunni mun vcra búið að safna um 1500 tunnum af loðnuhrognum hér á landi, mestu í Vestmannacyjum, cnda hefur langmestu af hrognaloðn- unni verið landað þar. Börkur med fullfermi af loðnu. Því miður hafa Austfirðingar dottið nokkuð út úr. vegna fjar- lægðar frá miðunum. en hér hafa menn komið sér upp að- stööu á flestum stöðum til söfnunar og þvottar loðnu- hrogna. Langmest hefur til þessa verið unnið af loðnuhrogn- um hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað eða um 165 tonn og mun hrognanýtingin vera með hæsta móti, þó auðvitað vilji menn alltaí fá meira. Þegar er búið að selja megnið af þeim hrognum, en japanskur kaup- andi var staddur hér í síðustu viku og líkað framleiðslan vel. Ljósm. Ólöf. Nú er búið að veiða alls um 470.000 lestir á vertíðinni og er þá haustvertíðin meðtalin. Eftirtöldu magni hefur verið landað á Austfjörðum frá ára- mótum: Lestir Seyðisfjörður ..........41.300 Reyðarfjörður ..........17.600 Eskifjörður ........... 33.600 Neskaupstaður ......... 23.500 Fáskrúðsfjörður .... 6.100 Stöðvarfjörður ......... 4.800 Hornafjörður............13.000 Alls 139.900 Þ. J.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.