Austurland


Austurland - 22.03.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 22.03.1984, Blaðsíða 1
Austurland B I N G O 10 27 37 56 63 28 39 57 64 41 34. árgangur. Neskaupstað, 22. mars 1984. 12. tölublað. Undirskriftum safnað í gangi er nú undirskriftasöfnun í Neskaupstað þar sem mótmæh er veitingu sérleyfisins Neskaupstaður-Egilsstaðír. í undírskriftaskjalinu segir: „Við undirritaðir íbúar í Neskaupstað 16 ára og eldri mót- mælum eindregið því ranglæti sem felst í nýlegri veitingu sér- leyfis til fólksflutninga á leiðinni Neskaupstaður-Egilsstaðir. Við mótmælum því að frábær þjónusta og einstakur dugn- aður Benna og Svenna á þessari leið í heilan áratug skuli einskis metinn af ráðherra. Við mótmællum því einnig að viiji íbúa Neskaupstaðar skuli lítilsvirtur eíns og ráðherra gerir með þvf að hafa að engu einróma samþykkt bæjarstjórnar Neskaupstaðar." Sfðast þegar AUSTURLAND frétti af söfnuninni höfðu 566 manns skrifað undir. Skjalið verður síðan sent samgönguráðherra. Tanni og Svenni. Ljósm. Jóh. G. K. Þjóðhagsleg og félagslegt gildi veggangagerdar á Austfjörðum verði kannað Sveinn Jónsson sem situr nú á þingi í fjarveru Helga Seljan hefur flutt eftirfarandi tillögu tilþingsályktunar: Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að láta fara fram könnun á þjóðhagslegu gildi veggangagerðár á Austurlandi. Sérstaklega skal metið félags- legt og hagrænt gildi þess að vegalengdir milli byggðarlaga styttist og leiði til aukinna sam- skipta. Tekið skal tillit til þess sparnaðar sem þetta mundi leiða til í snjómokstri og við- haldi vega auk minni eldsneytis- eyðslu og slils á farartækjum. I könnun þessari skal lagt mat á einstakar hugmyndir að jarð- göngum og þeim raðað í for- gangsröð, jafnframt því að gildi þeirra í heild sé metið. í greinargerð með tillögunni segir: Á undanförnum árum hefur gætt vaxandi áhuga hérlendis á veggangagerð til lausnar á sam- gönguvandamálum einangraðra byggðarlaga. Hefur í því sam- bandi einkum verið litið til ná- granna okkar, Færeyinga, sem á síðastliðnum 20 árum hafa gert sem svarar ein- Framh. á 2. síðu. Alþjóðlega skákmótið í Ncskaupstað: Teflt af kappi í Egilsbúð „Þótt við Islendingar höfum áður fyrr getið okkur góðan orðstír fyrir að höggva mann og annan, ber að óska þess að okk- ur baráttuorðstír einskorðist í framtíðinni við friðsamlega bar- áttu á við þá, sem fram fer á milli tveggja skákmanna, þó að á skákborðinu falli menn um- vörpum. . . Vona ég að mót þetta verði Norðfirðingum og öðrum Austfirðingum hvatning til aukinnar baráttu innan sem utan hinna 64 reita skákborðs- ins", sagði Logi Kristjánsson, bæjarstjóri m. a. er hann setti alþjóðlega skákmótið í Nes- kaupstað sl. mánudag. Síðan lék hann fyrsta leikinn fyrir Benóný Benediktsson, sem er aldursforseti mótsins. Fjöldi manns var viðstaddur setninguna í fundarsal Egils- búðar en þar verður teflt alla daga nema fimmtudaga fram til 1. apríl. Á fimmtudögum verða tefldar biðskákir ef einhverjar eru. í aðalsal eru skákskýringar og hægt að fylgjast með skákun- um þar og í kaffisal í sjónvarpi. Vegleg mótsskrá var gefin út með ýmsu fróðlegu efni, bæði frá Neskaupstað og um skák. Einnig kemur daglega út mótsblað, þar sem skákir gær- dagsins eru raktar ásamt úrslit- um. Neskaupstaður tók á móti skákmönnunum með blíðviðri og Egilsbúð skartaði blómum og fánum frá heimalöndum kepp- enda enda hafa margir litið inn á skákina, hvort sem þeir telja sig hafa vit á skák eða ekki, og fengið sér kaffisopa, sem alltaf er á könnunni, ásamt ýmsu góð- gæti. Nú eru búnar 3 umferðir og staðan í mótinu er sýnd á með- fylgjandi töflu. I dag verða svo tefldar bið- skákir en kl. 1700 á morgun hefst 4. umferð. En þá og um helgina verður Ingvar Ásmundsson með skákskýringar í aðalsal. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. S.B. Röð 1. GuðmundurSigurjónsson | V2 V2 V2 IV2 6-10 2. Helgi Ólafsson Vl 1 1 1 2V2 1 3. Milorad Knezevic Vz Vz Vi IV2 6-10 4. BenónýBenediktsson 0 0 0 11-12 5. MargeirPétursson 1 V2 Bið lV2+bið 4-5 6. JóhannHjartarson 1 V2 Vi 2 2-3 7. DanHansson 0 1 | 0 0 0 11-12 8. Vincent McCambridge 0 Vl 1 IV2 6^10 9. Harry Schussler 1 V2 V2 2 2-3 10. TomWedberg V2 1 Bið lV2+bið 4-5 11. Róbert Harðarson 0 V2 1 IV2 6-10 12. WilliamLombardy Vz 0 1 IV2 6-10

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.