Austurland


Austurland - 22.03.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 22.03.1984, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 22. mars 1984. S7222 Auglýsingasími INNLÁNSVIÐSKIPTI fRy ER LEIÐIN TIL : Slökkvilið AUSTURLANDS LÁNSVIÐSKIPTA Neskaupstaðar er 7629 Sparisjóður Norðfjarðar Sl. ár markaði tímamót í sögu sjúkrahússins Úrdráttur úr starfsskýrslu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir árið 1983 Rammflœktur í brókinni????????? 'J fv/ X ■i.k.K Síðasta ár var á margan hátt tímamótaár í sögu sjúkrahúss- ins. Snemma á árinu réðst sér- fræðingur í lyflækningum í fyrsta sinn að sjúkrahúsinu og var sjúkrahúsinu um leið deild- arskipt í lyflækninga- og hand- lækningadeild. Um leið var öll sjúkradeildin í nýbyggingunni tekin í notkun þótt ennþá vanti nokkuð af þeim búnaði sem þar á að koma. Á sl. ári var heildarfjöldi sjúklinga 932 og legudagar samtals á öllum deildum sjúkra- hússins 15.545. Þetta er mestur fjöldi sjúklinga á einu ári frá því að sjúkrahúsið tók til starfa, en áður hefur sjúklingafjöldi verið mestur 806 á ári. Á skurðastofu voru framkvæmdar 430 aðgerð- ir. Fæðingar voru 51 þar af 26 mæður frá Neskaupstað. Á rannsóknarstofu voru alls fram- kvæmdar 12.804 rannsóknir. í endurhæfingarstöð sjúkrahúss- Sérleyfísmálið: Skýringar ráðuneytisins Eftirfarandi bréf fékk AUSTURLAND sent frá samgönguráðuneytinu og er það birt óstytt: Vegna skrifa í AUSTURLANDI, sem er málgagn Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað, 23. febrúar og 1. mars sl. varð- andi veitingu sérleyfis milli Neskaupstaðar og Egilsstaða til Austfjarðaleiðar hf., vill ráðuneytið taka eftirfarandi fram: Benni og Svenni hf., sem hafa haft þetta sérleyfi undanfarin ár, fenguþaðsíðastendurnýjaðfrá 1. mars 1982 til jafnlengdar 1987. Fyrirtækið sagði síðan sérleyfinu upp um mitt ár 1983, án þess að tiltaka sérstakar ástæður. Seint í september barst bréf frá fyrirtækinu, þar sem m. a. segir svo: „Rekstrargrund- völlur hefur algerlega brostið á sl. ári v/samdráttar á flestum sviðum og hefur fyrirtækið ekki lengur bolmagn til að standast núverandi rekstur. Teljum eðlilegt að fram fari endurskipu- lagning á allri leiðinni, t. d. að gera þetta að einni leið, sem og það var á árum áður, og teljum það vænlegustu leiðina til að skapa viðunandi rekstrarskilyrði.“ Ráðuneytinu var kunnugt um að viðræður fóru fram milli Benna og Svenna hf. og sérleyfishafans á leiðinni Egilsstaðir - Eskifjörður, Austfjarðarleiðar hf., um hugsanlega sölu þess síðarnefnda á bifreiðum og að fyrirtækið afsalaði sér sérleyfi sínu til Benna og Svenna hf., en samkomulag náðist ekki milli þessara aðila. Ráðuneytið dró því í lengstu lög, meðan beðið var eftir niðurstöðu þessara viðræðna, að auglýsa sérleyfið milli Egils- staða og Neskaupstaðar, en það var gert 2. janúar sl. Umsóknir bárust frá þremur aðilum, þ. e. a. s. tveimur ofangreindum sérleyfishöfum og Sigurði Björnssyni í Nes- kaupstað. í umsókn Benna og Svenna hf. var engin skýring gefin á því, hvernig aðstæður hefðu breyst, svo að fyrirtækið teldi sér nú unnt að reka sérleyfið, sem aðeins tæpum fjórum mánuðum áður hafi verið talið órekstrarhæft. Með tilliti til þessa svo og óska sveitarfélaga eystra um að reynt yrði að sameina sérleyfisakstur milli Egilsstaða og Nes- kaupstaðar í eitt sérleyfi, ákvað ráðuneytið að veita leyfið Austfjarðaleið hf., þó með þeim skilyrðum að ferðir hæfust frá Neskaupstað, sérleyfishafi hefði yfir snjóbifreið að ráða frá hausti komanda og að ferðatíðni yrði ekki minni en verið hefur. Við þessa ákvörðun hafði ráðuneytið einnig í huga meðmæli meirihluta skipulagsnefndar fólksflutninga með Austfjarða- Samgönguráðuneytið 12. mars 1984 ins nutu 260 sjúklingar meðferð- ar í 4.220 skipti. Einnig fá félög og einstaklingar afnot af endur- hæfingastöðinni þann tíma sem hún er ekki í notkun vegna sjúklinga. Á sl. ári sem og jafnan áður, bárust sjúkrahúsinu margvísleg- ar gjafir bæði stórar og smáar, frá félögum, fyrirtækjumog ein- staklingum. Gefendur eru ekki alfarið héðan úr bænum, heldur víða að af Austurlandi. Stærsta gjöfin sem sjúkrahúsinu barst á árinu var sonartæki að verðmæti um 500 þúsund krónur og voru gefendur Krabbameinsfélag Austfjarða og kvenfélögin á Austurlandi. Þá gaf Lions- klúbbur Norðfjarðar sjúkrahús- inu augnlækningatæki að verð- Framh. á 4. síðu. Fyrr á öldinni var mektarbóndi einn á Héraði sem þótti nokkuð fljótfær og ganga af því ýmsar sögur. Eitt sinn bar þar gesti að garði, snemma dags, og bauð húsfreyja þeim til stofu en bóndi var ekki risinn. Eftir nokkra bið heyrðu gestir hann hrópa af svefnlofti: „Dísa mín, Dísa mín, ég er rammflæktur í brókinni“. Þessi saga kemur Agli rauða í hug, þegar berast til eyrna orð Zverris, orkuráðherra, um Fljótsdalsvirkjun og þau eru borin saman við orð alþingismannsins Sverr- is fyrir kosningar - þá skyldu nú hendur látnar standa fram úr ermum ef atkvæði féllu rétt. Nú kemur hins vegar í ljós á Alþingi, að Fljótsdalsvirkjun er varla á blaði í ár, litlar 13 milljónir og engin áætlun um fram- kvæmdir. í sömu andránni er upplýst að Zverrir hafi pantað frumvarp um Búrfellsvirkjun II strax sl. sumar og geymi það ofarlega í skúffu. Það eigi hins vegar alls ekki að sýna, - og þó. Þannig er ráðherra orðinn rammflæktur í eigin yfir- lýsingar líkt og bóndinn í brókina forðum. EGILL RAUÐI Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs: Mikið og blómlegt starf Aðalfundur Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs var haldinn nýlega í Valaskjálf. í skýrslu stjórnar kom fram að mikið og blómlegt starf var hjá félaginu á sl. ári. Félagar eru 135, sem greiða fast áskriftargjald, sem gildir fyrir aðgöngumiða að þremur tónleikum starfsársins. Síðasta starfsár hófst í maí með jasstónleikum í Valaskjálf, en þar var komin hljómsveit undir stjórn Sigurðar Flosason- ar saxófónleikara. í júní voru svo aukatónleikar í samvinnu við Egilsstaðakirkju, en þar lék breski orgelleikarinn Jennifer Bate, en hún hefur áður leikið hér á tónleikum, við mikla ánægju tónleikagesta. 12. nóv. voru aðrir áskriftatónleikarnir í kirkjunni, Elísabet Eiríksdóttir söng við undirleik Láru Rafns- dóttur. Daginn eftir þrettánda nóv. var svo hinn árlegi fjáröfl- unardagur félagsins. Fjáröflun- ardagur tónlistarfélagsins hefur nú skipað sér fastan sess í menn- ingarlífi á Héraði, þá er kaffi- sala f menntaskólanum og skemmtiefni, aðallega tónlist af ýmsu tagi. Ótrúlega margir mæta í menntaskólann þennan dag og sýna með því hug sinn m Ekki færri en 230 manns komu ímenntaskólann á fjáröflunardegi tónlistarfélagsins. Ljósm. M. M. til félagsins. Þriðju og síðustu tónleikarnir voru svo í Vala- skjálf 10. mars sl. þar léku sam- an á fiðlu og píanó þau Guðný Guðmundsdóttir og Snorri'Sig- fús Birgisson, þetta voru frábær- ir tónleikar og góður endir á starfsárinu. Auk þess sem hér hefur verið upptalið hafa verið hér á ferð tónlistarfólk á vegum ýmissa annarra aðila. Kór st. Nikolai kirkjunnar í Hamborg ásamt kammersveit hélt hér tónleika í jýh'. Örn Magnússon píanóleikari lék hér í byrjun sept. sl. og Sin- fónínuhljómsveit íslands sem heimsótti Egilsstaði 19. septem- ber. Á aðalfundinum kom fram að fyrstu áskriftartónleikar nýbyrj- aðs starfsárs hafa verið ákveðn- ir. Munu þeir félagar Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikar halda hér tónleika í byrjun maí. Stjórn Tónlistarfélags Fljóts- dalshéraðs skipa: Form. Bergur Sigurbjörnsson, varafm. Ólöf Blöndal, ritari Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir, gjaldk. Ólafur Kristinsson, meðstj. Sig- ríður Zóphoníasdóttir, Ólafur Arason og Ludvig Eckhard. M. M.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.