Austurland


Austurland - 29.03.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 29.03.1984, Blaðsíða 4
Alþýðubandalagið: Almennir fundir og vinnustaðafundir á Austurlandi Að undanförnu hefur Hjör- leifur Guttormsson, alþingis- maður heimsótt Djúpavog, Vopnafjörð og Bakkafjörð og haldið þar almenna fundi. Þá voru þeir Hjörleifur og Helgi Seljan á árshátíð Alþýðubanda- lags Austur-Skaftafellssýslu þann 17. mars sl. Var hún haldin á Hótel Höfn og tókst ágætlega en veislustjóri var Árni Kjart- ansson. Framundan er heimsókn til 7 byggðarlaga miðsvæðis á Aust- urlandi dagana 4. - 8. apríl. Verða þar á ferð Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, Vilborg Harðar- dóttir, varaformaður og Mar- grét Frímannsdóttir, gjaldkeri, ásamt alþingismönnunum okk- ar Helga Seljan og Hjörleifi og Námsstefna um rafiðnað Iðnþróunarfélag Austurlands gengst fyrír námsstefnu um mál- efni rafiðnaðar á Austurlandi í Félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 6. og 7. aprfl nk. Tilgangur námsstefnunnar er að ná saman þeim aðilum sem vinna við rafiðnað á Austur- landi, þar sem rædd verði sam- eiginleg hagsmunamál starfs- greinarinnar og flutt erindi um ýmis mál er snerta rafiðnaðinn. M. a. verður fjallað um raf- búnað og örtölvur - verkþætti og nauðsynleg tæki, tölvur og notkun þeirra í litlum og meðal- stórum fyrirtækjum, stóriðju og austfirskan rafiðnað, ársreikn- inga - stjórnun og rekstrar- vandamál, markaðsmál - vöru- þróun og sölu, fjármögnun og lánsmöguleika og sjónarmið raftækjaframleiðenda - hvernig förum við að? í lokin verða almennar um- ræður. Væntir Iðnþróunarfélag Austurlands þess að námstefn- an verði rafiðnaði á Austurlandi til nokkurs gagns. Vilborg Harðardóttir. Sveini Jónssyni, varaþing- manni, sem setið hefur á þingi undanfarnar vikur í forföllum Helga. Þessi hópur mun skipta liði og er ráðgert að heimsækja staðina sem hér segir: Egilsstaðir miðvikud. 4. apríl Seyðisfj. fimmtud. 5. apríl Neskaupst. fimmtud. 5. apríl Fáskrúðsfj. föstud. 6. apríl Stöðvarfj. föstud. 6. apríl Breiðdalsvík laugard. 7. apríl Eskifj. laugard. 7. apríl Reyðarfj. sunnud. 8. apríl Gert er ráð fyrir að halda al- menna fundi á stöðunum, heim- sækja vinnustaði og hitta að máli m. a. stjórnir Alþýðubandalags- félaga. Verða almennu fundirnir nánar auglýstir í Þjóðviljanum og á hverjum stað. í förinni verður einnig Kristín Ólafsdóttir sem mun kynna málgagn Alþýðubandalagsins, Þjóðviljann og bjóða kynning- aráskrift. Svavar Gestsson. Margrét Frímannsdóttir. Um sama leyti verða líka á ferðinni 2 fulltrúar úr stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins, Lára Jóna Þor- steinsdóttir og Ólafur Magni Jóhannsson og munu þau ræða við áhugasamt æskufólk og kanna vilja þess til að stofna deildir úr Æskulýðsfylkingu AB hér eystra. Kne/evic á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirðingar fengu júgóslafneska stórmeistarann Milorad Knezevic í heimsókn helgina 10. -11 mars í samvinnu við Stöðfirðinga. Tefldi Kneze- vic fjöltefli á laugardag á 31 borði. Vann hann 24 skákir, en 7 náðu jafntefli við stórmeistar- ann. Á sunnudag tefldi hann svo klukkufjöltefli á 10 borðum og vann .hann 6 skákir, en 4 urðu jafntefli. Þeir sem náðu jafntefli í bæði skiptin voru þeir: Þór Örn Jónsson, Viðar Jónsson, Krist- inn Bjarnason og Páll Ágústs- son. Fiskvinnslufyrirtæki stað- anna ásamt Búðahreppi og Stöðvarhreppi gerðu þessa heimsókn mögulega með fjárstyrk. P. Á. ,Takisá við dansi sem betur kann og má. . . “ h/lcÁj: Þeir hjá Austra vilja selja sig dýrar. í síðasta tbl. Austra er lagt til að bandaríski herinn fái nýtt og aukið hlutverk á íslandi þar sem óskað er eftir að: „Endurskoöun fari fram um nýja samningsgerð við Bandaríkin þar sem samgöngur í landinu yrðu meginverkefnin. Vegakerfi landsins verði byggt upp frá Faxaflóasvæðinu til landsbyggðarinnar úr varan- legu efni með nútíma öryggisútbúnaði og jarðgöng verði gerð á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem það þykir henta, í fullu sam- ráði við íbúa viðkomandi byggðarlaga, og einnig á Norðurlandi þar sem henta þykir. Fyrsta framkvæmd á Austurlandi ætti að verða jarðgöng í gegnum Fjarðarheiði, sem gætu verið 15 - 18 km löng. Nauðsynlegt er að jarðfræðilegar athuganir fari fram á viðkomandi stöðum. Flugvellir úr varanlegu efni verði byggðir á Vestfjörðum, Austur- landi og Norðurlandi í tengslum við nefnt samgöngukerfi, er þjóni varðstöðu um landið og flugi á milli landshluta og áætlunarflugi til útlanda ef það þykir henta. Almannavarnir í landinu verði skipulagðar og framkvæmdar um allt land í samvinu við Bandaríkin." Dettur oss þá í hug vísan: Þar kom einn lítill piltur gangandi í höll: „Nú er ég einn vitrari en þér eruð öll“ EGILL RAUÐI I stuttu máli frá bæjarstjórn Neskaupstaðar Forstöðumaður Sólvalla hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. júní. Valgeir Guðmundssyni var úthlutuð lóð undir einbýlishús við Sæbakka nr. 9. Steypusalan hf. fékk leyfi til að byggja tvö parhús og eitt einbýlishús á lóðunum nr. 14, 16 og 18 við Sæbakka. Hafnarstjórn samþykkti að gera við gömlu bæjar- bryggjuna. Verkið á að bjóða út og vinnast á tveimur árum. Unnið er að undirbúningi starfrækslu grunndeildar raf- iðna við Framhaldsskólann. Náttúruverndarnefnd vill koma upp sjónskífu með ör- nefnum við vitann. Krjóh. NESKAUPSTAÐUR Forstöðumaður Starf forstöðumanns dagheimilisins Sólvalla í Neskaupstað er laust til umsóknar. Starfið veitist frá og með 1. júní nk. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Umsóknir berist félagsmálaráði Neskaupstaðar, bæjarskrifstofunum, Egilsbraut 1. Nánari upplýsingar gefa Svavar Stefánsson í síma 97-7127 og Kristín Gylfadóttir í síma 97-7485. Félagsmálaráð Neskaupstaðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.