Austurland


Austurland - 05.04.1984, Síða 1

Austurland - 05.04.1984, Síða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 5. apríl 1984. B I N G O 9 26 43 59 73 14 34 51 61 38 14. tölublað. Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum: Skorum á ungt fólk Mánudaginn 19. mars var haldinn nemendafundur á vegum Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. M. a. var á fundi þessum samþykkt einróma, ályktun nemendafélagsins um friðarmál, svohljóðandi: Fundur á vegum Nemendafélags Menntaskólans á Egils- stöðum, Menntaskólanum á Egilsstöðum 19. mars 1984ályktar: Við nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum skorum á allt ungt fólk til að velta því fyrir sér, hvort það kjósi sér ekki þennan heim öðruvísi á mörgum sviðum en hann er. Við fordæmum þá hugmynd að ekki sé hægt að lifa á jörðinni án eilífrar hræðslu og ótta við tortímingu. Við frábiðjum okkur allt hernaðarbrölt á íslandi. Við neitum að viðurkenna þá þversögn að börn skuli þurfa að deyja úr hungri, meðan milljörðum króna er varið til fram- leiðslu vopna. Við lýsum furðu okkar á þeirri þögn sem nú ríkir á Alþingi íslendinga um friðarmál og vonum að hin mikla umræða síð- asta árs, um þau mál, hafi ekki verið pólitískt tískufyrirbrigði. Við skorum á alla til að taka afstöðu vitandi það, að valdið er að lokum alltaf í höndum fjöldans, ef hann kærir sig um. Afstaða þín getur ráðið úrslitum. Loðnuvertíð Loðnuvertíð er nú að mestu lokið. Ekki hefur enn verið hægt að fá nákvæmar upplýsingar yfir heildarveiðina en þær munu liggja fyrir fljótlega. Heildar- veiðin mátti vera 640 þúsund lestir en ljóst er að því marki var ekki náð. Bræðslu hér Austanlands er nú alls staðar lokið nema á Eski- firði en þar lýkur henni nú um þessa helgi. Bræðslurnar hér eystra tóku við loðnu sem hér segir á vertíðinni: Bræðslur S.R. Seyðisf. Isbj. Seyðisf. Neskaupst. Eskifjörður Reyðarfj. Fáskrúðsfj. Stöðvarfj. Höfn Haust Vetur Alls tonn tonn tonn 12.000 23.600 35.600 11.000 16.000 27.000 15.400 29.500 44.900 10.600 39.500 50.100 3.200 17.600 20.800 6.000 6.000 6.500 6.500 16.200 16.200 lokið Lítil hrognataka Hrognataka var ekki mikil hér eystra. Einungis í Neskaup- stað náðist eitthvað að marki af hrognum eða um 200 lestir, en um 1.900 lestir af hrognum voru frystar á landinu öllu. G. B. Svavar, Vilborg, Margrét, Helgi, Hjörleifur og Sveinn: Á ferð um Austurland Alþýðubandalagið: Unga fólkið fundar líka Það eru fleiri en forystumenn Alþýðubandalagsins á ferðinni um Austurland þessa dagana. Fulltrúar stjórnar Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins þau Lára J. Þorsteinsdóttir og Ólafur Magni Jóhannsson halda fundi víðsvegar um kjördæmið. ÆFAB er opið öllum sósíalistum á aldr- inum 15 - 30 ára, sem ekki eru bundnir í öðrum pólitískum sam- tökum en Alþýðubandalaginu, þó er aðild að því ekki skilyrði. Markmið Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins eru: a) að fræða ungt fólk um sósíal- ismann og einstaka þætti þjóðmála og um starf og stefnu Alþýðubandalagsins, b) að taka þátt í baráttu fyrir sósíalisma, þjóðfrelsi og al- mennri kjarabaráttu verka- lýðsins og styðja slíka bar- áttu í öðrum löndum, c) að efla baráttu fyrir friði og afvopnun í heiminum, d) að vinna að hvers konar hagsmuna- og menningar- málum æskulýðsins, e) að vera vettvangur um al- menna stefnumótun Al- þýðubandalagsins. Fundirnir hér fyrir austan eru hafnir, í gær var fundað á Egils- stöðum, í kvöld á Seyðisfirði, á morgun á Fáskrúðsfirði. Á laug- ardaginn verður fundað í Nes- kaupstað kl. 1700 og á Reyðar- firði sunnudag kl. 1700. Ekki er enn ákveðið hvort fundurinn á Eskifirði verður á laugardag eða sunnudag en vísast til götuaug- lýsinga. Ungt vinstra fólk á Austur- landi er hvatt til að fjölmenna á fundina og stofna deildir eða tengihópa á öllum stöðunum. Formaður og stjórnarmenn Alþýðubandalagsins kynna sér málin hér eystra og halda al- menna fundi þessa dagana í fylgd með þingmönnum og varaþingmanni AB á Austur- landi. í kvöld verður fundur í Egils- búð kl. 2030. Á morgun á Fá- skrúðsfirði og Stöðvarfirði kl. 2030. Á laugardag í Breiðdal og á Eskifirði kl. 14 og á sunnudag á Reyðarfirði og Borgarfirði. Ein framsöguræða verður á hverjum fundi og síðan almenn- ar umræður og fundarboðendur sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Helgi Síðasta umferðin var tefld á sunnudag og þurfti Helgi að ná jafntefli við Svíann Wedberg til að ná stórmeistaraáfanga og sigra í mótinu en Lombardy átti líka möguleika á sigri með því Svavar. Helgi. Vilborg. Hjörleifur. Margrét. Sveinn. sigraði að sigra Jóhann. Úrslitin má sjá á töflunni hér að neðan. Mótsslit fóru fram í Egilsbúð á sunnudagskvöld, þar sem for- seti bæjarstjórnar, Kristinn V. Jóhannsson, stjórnaði lokahófi í boði bæjarstjórnar. Logi Krist- jánsson, bæjarstjóri, afhenti verðlaun mótsins en þau hlutu sex efstu mennirnir auk þess sem veitt voru fegurðarverðlaun fyrir skák Guðmundar og Helga. Ágúst Ármann Þorláks- son og Hlöðver Smári Haralds- son léku lj úfa tónlist undir borð- um og Hlöðver Smári og Hildur Þórðardóttir léku samleik á flautur við undirleik Ágústs Ármanns. Auk þess flutti Þor- lákur Friðriksson á Skorrastað gamanvísur. Voru menn á einu máli um jákvætt gildi þessa móts bæði fyrir skáklistina og ekki síður William Lombardy. Neskaupstað og landsbyggðina yfirleitt, þar sem sýnt hefur ver- ið fram á að mótshald þarf ekki að vera bundið ,við höfuðborg- arsvæðið, ekki einu sinni að vetri til.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.