Austurland


Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 12. APRÍL 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir ®7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Reynsla fólks í sjávarplásunum umhverfis landið hefur ótvírætt leitt í ljós að félagsleg uppbygging atvinnulífsins er mun vænlegri en einkarekstur til að tryggja atvinnuöryggi og afkomu íbúanna. En þetta eitt er ekki nóg. Stjórn atvinnufyrirtækjanna þarf að vera í höndum heimamanna sjálfra svo að tryggt sé að atvinnurekst- urinn verði undirstaða framfara og blómlegs mannlífs í byggðarlaginu. Neskaupstaður er gott dæmi um stað þar sem þannig hefur verið að málum staðið og hin myndarlega atvinnuuppbygging þar er árangur mark- viss starfs og sameiginlegs átaks þeirra sem eru í forystu í atvinnulífinu og meirihluta Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn. Undanfarið hefur orðið talsverð umræða um aukin umsvif SÍS í sjávarútvegi og hafa þau greinilega vakið ugg talsmanna einkaframtaksins sem líta á SÍS sem auðhring undir fámennisstjórn en ekki fjöldasamtök. Ekki skal tekið undir þann söng hér. En hvaða skoðun sem menn hafa á SÍS hljótum við að spyrja hverjir stjórni þessum fyrirtækjum. Eru það heimamenn eða er þeim fjarstýrt úr höfuðstöðv- um Sambandsins í Reykjavík? Og hvað verður um afraksturinn, hverjir njóta hans? Nú er það svo að SÍS hefur haslað sér völl á öllum stigum sjávarútvegs, allt frá því að fiskurinn er veidd- ur þar til hann er kominn til neytandans erlendis. Þannig hefur þessi stóri aðili það að mestu í hendi sér hvar hagnaðurinn lendir, og hvaða þættir sýna arð og hverjir tap. í sjávarplássum á landsbyggðinni eru veiðar og vinnsla höfuðþættirnir og þar ná endar yfirleitt ekki saman. En öðru máli gegnir um þjónustuþætti eins og vátryggingarstarfsemi, flutninga og sölustarfsemi. Þeir blómstra. Og þessi fyrirtæki hafa höfuðstöðvar í Reykjavík. Hér eiga sér stað stórfelldir flutningar fjármagns frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og þá þarf að stöðva. Verðmætin, sjálfur þjóðarauðurinn, eru frá fram- leiðsluatvinnuvegunum komin, frá landsbyggðinni fyrst og fremst, og það er löngu tími til kominn að hætta að senda þau öll suður til að veita þúsundum manna atvinnu við að píra þeim til okkar aftur. Krjóh. Helgi Seljan: Búnaðarþing styður þingmál AB-manna Búnaðarþing hefur nýlokið störfum og fjallaði m. a. um ýmis þingmál, sem nú eru efst á baugi. Tvö þeirra mála, sem fengu góða og jákvœða um- fjöllun og afgreiðslu voruflutt af þingmönnum AB á Austurlandi og varða annars vegar fiskeldi og átak í þeim málum (1. flm. Hjörleifur Guttormsson) og um rekstrargrundvöll sláturhúsa (Flm. Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson). Rétt þykir að greina hérfrá afgreiðslu Búnaðarþings á þessum málum og þá með tilliti til þess, hvaða afgreiðslu þau hljóta svo á Al- þingi. Álit búnaðarþingsfulltrúa œtti a. m. k. að gera stjórnarþingmönnum auðveldara fyrir að taka já- kvœða afstöðu til þessara mála. Um fiskeldistillöguna segir svo: „Búnaðarþing hefur fengið til athugunar „Tillögu til þingsá- lyktunar um fiskeldi o. s. frv.“, 91. mál 106. löggjafarþings. Þingið lýsir eindregnum stuðn- ingi við megin efni tillögunnar, auknar rannsóknir á sviði klaks og fiskeldis, jafnt ferskvatns- fiska og sjávarfiska og dýra. Búnaðarþing vill benda á, að tvær stofnanir eiga þarna verksvið, þ. e. Hafrannsókna- stofnun að því er varðar sjávar- dýr og Veiðimálastofnun að því er tekur til ferskvatnsfiska. Tel- ur Búnaðarþing að mestu skipti fyrst um sinn að stofnanir þessar fái fé og aðstöðu til að sinna þessum merku verkefnum. Að því er verksvið Hafrannsókna- stofnunar varðar telur Búnað- arþing ekki ástæðu til sérstakrar umfjöllunar umfram þá al- mennu ályktun að hér sé um að ræða stórbrotið framtíðarverk- efni, er þörf sé að undirbúa með rannsóknum. Veiðimálastofnun fæst við tilraunir og rannsóknir varðandi það fiskeldi sem til landbúnaðar heyrir, þ. e. eldi ferskvatnsfiska. Þetta starf á vegum stofnunarinnar fer fram í laxeldisstöðinni í Kollafirði, og þarf að efla það rækilega. Nokk- urt fiskeldi er þegar hafið í land- inu á grunni innlendrar og inn- fluttrar þekkingar. Búnaðar- þing vill minna löggjafann á að aukin þekkingaröflun og upp- bygging atvinnustarfsemi í þess- ari búgrein er fyrst og fremst komin undir nægu fé til þessara hluta og tekur því sérstaklega undir 3. tölulið þingsályktunar- tillögu. Jafnframt vill Búnað- arþing leggja áherslu á að þessi búgrein, sem aðrar nýjar verði sem skipulegast notuð, eftir því sem aðstæður til slíks búskapar leyfa, til þess að efla atvinnulíf í dreifbýli, sem á í vök að verjast um sinn vegna örðugra mark- aðsskilyrða fyrir búvörur." Betri nýting og rekstrargrundvöllur sláturhúsa Um rekstrargrundvöll slátur- húsa kom svohljóðandi álit: „Búnaðarþing mælir með, að Alþingi samþykki tillögu um at- hugun á betri nýtingu og bættum rekstrargrundvelli sláturhúsa. Því leggur þingið til, að fyrri lið- ur tillögunnar verði samþykktur með þeirri breytingu, að athug- un nái til allra sláturhúsa í land- inu. Varðandi síðari lið tillögunn- ar bendir þingið á, að fjárfesting í endurbótum og nýbyggingu sláturhúsa er mikil og leiðir oft af sér háan fjármagnskostnað. Því getur verið nauðsynlegt að sameina minni hús og fækka sláturhúsum. Endurnýjun eldri sláturhúsa og byggingu nýrra þarf því að skoða í all stórum heildum. M. a. þarf að meta nýt- ingu og afkastagetu þeirra húsa, sem endurbyggð hafa verið á síðari árum og kanna hvort ónotuð aðstaða í þeim getur sparað nýbyggingu eða endur- bætur annarra sláturhúsa, ef þau væru fullnýtt. Þá leggur búnaðarþing til, að jafnhliða þeirri athugun, sem Helgi Seljan. tekið er undir í umræddri þings- ályktunartillögu, verði nefndar- álit sláturhúsnefndar, sem skipuð var með bréfi landbún- aðarráðherra dags. 15. maí 1979, tekið til endurskoðunar. Ennfremur verði athugað, hvernig fjármögnun til upp- byggingar sláturhúsa hefur ver- ið háttað í reynd og hvaða úr- bætur þurfi að gera á því sviði. “ Við hljótum að fagna hinum jákvæðu undirtektum Búnað- arþings og væntum þess að vilji Alþingis megi endurspegla þær undirtektir. Stefnumótun í landbúnaðarmálum Síðast en ekki síst tók Búnað- arþing mjög eindregið undir meginatriðin í tillögu Alþýðu- bandalagsins um stefnumótun í landbúnaðarmálum sem Stein- grímur Sigfússon er fyrsti flutn- ingsmaður að. Þar eru margar nýjar áherslur, sem vitað er að bændur almennt eru mjög opnir fyrir og ekki sakar, að Búnað- arþing gefi sinn jákvæða tón. Ályktanir Búnaðarþings sanna að Alþýðubandalagið og fulltrúar þess hasla sér völl á þessu atvinnu- sviði enn frekar en áður og því ber að fagna. Landbúnaðurokkar á í vök að verjast og Alþýðu- bandalagið á að fara í fylkingar- brjósti til varnar og sóknar fyrir vinnandi fólk sveitanna, ekki síður en í þéttbýlinu. Innlend at- vinnustefna okkar hlýtur að taka sérstakt mið af vexti og viðgangi landbúnaðarins, sem eins megin- þáttar sjálfstæðrar atvinnustarf- semf í eigin þágu og eign. Frá Hreppsmálaráði AB á Egilsstöðum Hreppsmálaráðið heldur fund um samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál mánudaginn 16. aprílkl. 20:30aðDynskógum 3 (kjallara) Allir félagsmenn AB eru hvattir til að koma og láta ljós sitt skína. Stjórnin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.