Austurland


Austurland - 18.04.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 18.04.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 fimmtu- dag 19. apríl, skírdag 34. árgangur. Neskaupstað, 18. apríl 1984. 16. tölublað. Friðar- páskar Nú stendur yfir dagskrá frið- arpáska í Reykjavík og að henni standa 16 samtök ólíkra aðila, sem eiga það sameiginlegt að finnar hjá sér hvöt til að leggja eitthvað af mörkum í friðarum- ræðunni. I ávarpi hópsins segir m. a.: „Við undirrituð gestir á frið- arpáskum 1984 heitum á íslensk stjórnvöld að taka upp einarða andstöðu gegn kjarnorkuvíg- búnaði og vopnakapphlaupi. Við skorum á Bandaríkin og Sovétríkin og önnur kjarnorku- veldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopn- un. Meðan unnið er að slíku samkomulagi ætti hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum eða tækjum tengdum þeim. Slíkt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjar af- vopnunar sem er lokatakmark friðarbaráttu.“ AUSTURLAND tekur undir þessi orð og hvetur lesendur sína til að íhuga friðarmál um páskana. Torf- bærinn Nú um páskana verður opin sýning í Framhaldsskólanum í Neskaupstað sem greinir með ljósmyndum og teikningum frá gerð og þróun íslenska torfbæj- arins allt frá landnámsöld fram á okkar öld. Er hér um að ræða farandsýningu frá Pjóðminja- safni íslands sem ber heitið „Torfbærinn, frá eldaskála til burstabæjar". Sýningin verður opin laugar- daginn 21. apríl kl. 13 - 17 og mánudaginn 23. apríl (annan í páskum) kl. 13 - 17. Það er Safnanefnd Neskaup- staðar sem annast uppsetningu sýningarinnar í Neskaupstað. Myndlistarsýning Hans Christiansen sýnir í Egilsbúð yfir páskana Sjá götuauglýsingar Gleðilegt sumar í dag er síðasti vetrardagur hliðar þeir Karl Ragnarsson og og á morgun kveður sumarið Emil Gunnarsson hugsa dyra. Mildir vindar hafa leikið ennþá lítt um þjóðfélagsnepju um okkur Austfirðinga veður- og láta hverjum degi nægja farslega en þeir vindar sem sína þjáningu. Bráðum leggja ráðamenn þjóðfélagsins senda þeir vetrarleikina til hliðar í okkur eru því naprari og ólíkir bili og fara að rúlla bolta eða veðrinu, því að þeir blása ekki busla í laug og vonandi í sól og jafnt á réttláta sem rangláta. góðu sumri. En veturinn er á enda og við tekur sumarið og sólin og AUSTURLAND ÓSKAR endurnýjaðir kraftar. LESENDUM SÝNUM Snáðarnir á myndinni hér til GLEÐILEGS SUMARS. Um kísilmálmverksmiðjuna frá Hjörleifi Guttormssyni Góðir Austfirðingar. Frá árinu 1980 að telja hefur verið knúið á um það af Austfirð- ingum að komið verði upp viðráðanlegu stóriðjufyrirtœki við Reyðarfjörð. Sveitarstjórnir Reyðarfjarðar og Eskifjarðar hafa ítrekað ályktað um málið og einnig Samband sveitarstjórna í Austurlandskjördœmi (SSA) á öllum aðalfundum frá 1980 að telja. Nú er þetta stóra mál í slíkri tvísýnu, að ég tel óhjákvæmilegt að gera sem flestum grein fyrir stöðu þess og mínum viðhorfum. Hér er um að rœða 2000 milljón króna fjárfestingu, og þarfekki að eyða orðum að því hverjum sköpum það veldur á Austurlandi hvort, hvenær og með hvaða hœtti ráðist verður í byggingu verk- smiðjunnar. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir víðtækri athugun á framleiðslumöguleikum íslend- inga í orkuiðju og staðsetningu slíkra fyrirtækja, þar með talin hætta af mengun og áhrif á byggð og atvinnulíf. Inn í þær athuganir kom að sjálfsögðu Austurland með sínum miklu orkulindum. Afrakstur af þessu starfi varð- andi Austurland var lagasetning á Alþingi vorið 1982 um kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Með lögunum er ríkisstjórninni heimilað að beita sér fyrir stofn- un hlutafélags til að reisa og reka verksmiðjuna með minnst 51% hlutafjár í eigu ríkisins og að verja í fyrstu 25 milljónum króna til framkvæmdaundir- búnings. Jafnframt er ríkis- stjórninni heimilað að leggja fram allt að 200 milljónir króna í hlutafé til viðbótar, enda sam- þykki Alþingi niðurstöður skýrslu stjórnar hlutafélagsins, sem lögð skyldi fyrir næsta Al- þingi. Þessi varnagli var ekki inni í því stjórnarfrumvarpi sem ég lagði fyrir Alþingi, en var tekinn inn til samkomulags að ósk ann- arra flokka í þinginu. Alþingi kaus 7 manna stjórn fyrir væntanlegt hlutafélag, sem stofnað var síðan þann 4. júní 1982 á Reyðarfirði með heitinu Kísilmálmvinnslan Vt. Skipaði ég sem stjórnarformann Hall- dór Árnason iðnráð^jafa. Þessi stjórn kísilmálmvinnsl- unnar fór vandlega yfir áætlanir iðnaðarráðuneytisins um verk- smiðjuna og skilaði í janúar 1983 skýrslu með niðurstöðum til ráðuneytisins. Eru þar fyrri Hjörleifur Guttormsson. áætlanir staðfestar og lagt til „að stefna eigi að gangsetningu verksmiðjunnar á árunum 1986 - 1988, en allan undirbúning á næstunni beri að miða við það að fyrsti ofn hcnnar taki til starfa 1986.“ Þessar niðurstöður kynnti ég strax ríkisstjórn og öllum þing- flokkum og óskað sem víðtæk- asts samstarfs um framgang málsins. Samþykkti ríkisstjórn- in að leita staðfestingar Alþingis þannig að auka mætti hlutafé og hefja framkvæmdir. Ég lagði síðan fram þingsályktunartil- lögu þess efnis á Alþingi um mánaðamótin febrúar/mars 1983. Sú tillaga varð hins vegar Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.