Austurland


Austurland - 18.04.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 18.04.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstad, 18. apríl 1984. S7222 Slökkvilið Neskaupscaðar Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7629 4V Ný innlánsskírteini (5$) Ný innlánskjör með > 6 mánaða binditíma Wjw1 V HITTUMST í SPARISJÓÐNUM Sparisjóður Norðfjarðar Hassið gerir lukku Föstudaginn 13. apríl sl. frum- sýndi Leikfélag Seyðisfjarðar ærslaleikinn „Hassið hennar mömmu“ eftir Dario Fo við ágæt- ar undirtektir áhorfenda. Tvær sýningar voru síðan á leikritinu sl. sunnudag og munu nú alls um 300 Seyðfirðingar hafa séð lcikritið. Er það ótvírætt mat manna að hér sé um góða sýningu að ræða og þykir frammistaða leikara og leikstjóra vera sérlega góð. Næsta sýning á Seyðisfirði verð- ur miðvikudaginn 25. apríl og síð- an er áformað að sýna í nágrann- abyggðarlögum. Föstuvaka Nú líður að lokum föstunnar og páskar eru á næsta leiti. Föstutíminn er í kirkjunni helg- aður minningunni um pínu og dauða Jesú Krists. Píslarsagan fjallar um atburði löngu liðinnar aldar en er þó nær en flest annað því sérhver mannleg þjáning og böl er hluti píslar hans sem dó á krossinum. Viðburðir píslar- sögunnar eru kristnum mönnum jafnt nú sem fyrr það bjarg sem veitir nýja, örugga fótfestu í líf- inu, óvænta og bjarta útsýn yfir tilveruna. Nú á skírdagskvöld, fimmtu- daginn 19. apríl, verða atburðir píslarsögunnar rifjaðir upp í tali og tónum á föstuvöku í safnað- arheimili Norðfjarðarkirkju og hefst vakan kl. 2030. Á vökunni verður píslarsagan lesin og á milli lestra syngur kór kirkjunn- ar úr passíusálmunum. Nokkrir nemendur úr Framhaldsskólan- um í Neskaupstað munu flytja friðardagskrá sem þeir sömdu fyrir árshátíð skólans og vakti þar verðuga athygli fyrir vand- aðan flutning á brýnu málefni. Á þennan hátt er reynt að tengja saman liðna atburði við eitt af helstu málum okkar samtíðar. Vökunni lýkur síðan með hinni heilögu kvöldmáltíð í kirkjunni en skírdagur er einmitt minn- ingardagur um síðustu kvöld- máltíð Drottins með lærisvein- um hans. Vinmiaflsskortur á Seydisfirði Veiðivon Gullbergs athuguð Fiskvinnslan á Seyðisfirði hefur ráðið 15 færeyskar stúlkur til starfa og áttu þær allar að koma um sl. helgi. Einhverra hluta vegna komu þó aðeins 6 stúlknanna, en hinar munu vera væntanlegar síðar. Miklum fiski hefur verið land- að undanfarið á staðnum, sem gerir það að verkum að vöntun er á vinnuafli þar til skólum lýkur. Síðustu daga hafa seyð- firsku togskipin landað afla sem hér segir: Ottó Wathne 95 lestir, Gullver 122 lestir og Gullberg 82 lestir. Hinn kunni skipstjóri Auð- unn Auðunsson hefur farið með Gullberg í síðustu tvær veiði- ferðir vegna þess að með ólík- indum þótti hve illa gekk að ná svipuðu aflamagni á skipið og önnur skip náðu á sömu veiði- slóð. Niðurstaða hans er sú að skrúfuhringur skipsins hæfi ekki skrúfunni og orsaki því óeðlileg- an titring og hávaða og þess vegna sé lítil aflavon nema tog- að sé á miklu dýpi. Nú er unnið að því að afla tilboða í nýjan búnað til að bæta úr þessu og er stefnt að því að Ijúka lagfæringum á sem allra stystum tíma. Ljóst er að vegna þess arna hefur orðið ómælt veiðitap að undanförnu, sem áhöfn og útgerð þurfa væntan- lega að bera bótalaust. J. J. / S. G. Kirkja Messur um páskana Skírdagur: Skátamessa í Norðfjarðarkirkju kl. 1030 f. h. Föstuvaka kl. 2030. Föstudagurinn langi: Messa á sjúkrahúsinu kl. 16. Páskadagur: Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju kl. 10 f. h. Messa á Kirkjumel kl. 14. Sóknarprestur. VIDEOVElíál .A Tilboð sem erfitt er að hafna! Fyrir kr. 95 á dag færð þú langtíma leigu á myndsegulbandi Innifálið er ókeypis 2 óáteknar spól- ur í upphafi og síðan ókeypis leigu- réttur á 10 spólum á mánuði í Nesval Komdu og fáðu nánari upplýsingar. Margs konar efni nýkomið: Cat people (Nastassia Kinski) The Border (Jack Nicholson) Englar reiðinnar Hostage tower (Alistair MacLean) Svipan (garnall vestri) Smokey and the bandit II American gigolo Svikamyllan Saturday night fever Tess Bamaefni o. fl. o. fl. Lokað föstud langa og páskadai 0PIÐ ALLA DAGA' j. Annars VIDEÓ — S 7707 Uffijr N ESKAU PSTAÐU R Bæjarstjórn Neskausptaðar óskar bæjarbúum og öðrum Austfirðingum gleðilegs sumars Óskum félagsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars Þökkum viðskiptin á liðnum vetri Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Óskum félagsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars Þökkum viðskiptin á liðnum vetri SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ Kvenfélagskonur Munið eftir að skrá ykkur á skemmtifundinn 28. apríl í síðasta lagi mánudaginn 23. apríl Nefndin Athugið Þeir sem eki hafa ennþá greitt leigu á frystihólfum vinsamlegast gerið það strax Kaupfélagið Fram Verslunin Myrtan Blómasalan opin á laugardag 21. apríl frá kl. 10 - 14 Oskum viðskipta- vinum okkar gleðilegs sumars Þökkum viðskiptin á liðnum vetri Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22 S 7179 Neskaupstað B I N G O 4 16 31 52 69 17 36 55 20 23

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.