Austurland


Austurland - 26.04.1984, Síða 1

Austurland - 26.04.1984, Síða 1
Austurland Stórvirki á Bakkafirði: Fyrsti áfangi nýrrar hafnar kominn vel á veg Frá gömlu höfninni á Bakkafirði með krana, sem hífði trilllurnar á land. Liósm. Grétar. 34. árgangur. 2 nýir smábátar Nýlega bættust í smáskipaflota Seyðfirðinga tveir bátar, annar 9 tonn að stærð og hinn 6-7 tonn, hvort tveggja hin fríðustu fley. Annars hafa ógæftir hamlað veiði smábáta nú um langan tíma, J. ,/. / S. G. Norræna félagið á Egilsstöðum: Hópferð á vinabæja- mót Stjórn Norræna félagsins á Egilsstöðum hefur ákveðið að efna til hópferðar á vinabæja- mót sem haldið verður í Soro í Danmörku 6., 7. og 8. júlí í sumar. Brottför verður frá Seyðis- firði 28. júní með Norröna kl. 12. Komið til Hanstholm kl. 18 laugardaginn 30. júní. Ekið til Álaborgar. Gist þar í 2 nætur. Skoðunarferð um Álaborg og nágrenni. Ekið til Kaupmanna- hafnar. Gist á hótel Hebron í 4 nætur. Skoðunarferðir í Kaup- mannahöfn tvisvar sinnum. Ekið til Sor0. Dvalið á einka- heimilum meðan á vinabæja- mótinu stendur. Verð á hvern þátttakanda miðað við ofangreinda dagskrá verður um 21 þús. kr. Þá eiga þátttakendur þess kost að dvelja áfram um viku- skeið hjá gestgjöfum sínum í Sor0 eftir að vinabæjamóti lýk- ur eða taka á leigu sumarhús einhvers staðar í Danmörku og hverfa heim seinna. Þátttaka er takmörkuð - en hana þarf að tilkynna til for- manns að Laufási 8, simi 1217, fyrir 5. maí næstk. og greiða staðfestingargjald kr. 3.000,-. Aðalfundur Norræna félags- ins á Egilsstöðum verður hald- inn í Egilsstaðaskóla föstudag- inn 25. maí kl. 21. Félagssvæði Norræna félags- ins á Egilsstöðum nær yfir Fljótsdalshérað allt og Borgar- fjörð Eystri og eru félagar þess nú 80 talsins. Frá því í haust hafa staðið yfir framkvæmdir við 1. áfanga nýrr- ar hafnar á Bakkafirði og er hún staðsett nokkru innan við þorp- ið skammt frá flugvellinum. Er hér um að ræða skjólhöfn fyrir minni báta, og gert ráð fyrir að Neskaupstað, 26. apríl 1984. þrír 25 rúmlesta bátar geti rúm- ast á legu samtímis. Byggður hefur verið um 200 metra langur brimvarnargarður og er efni í hann sprengt úr hömrum við ströndina þar rétt hjá og fæst athafnasvæði við grjótnámið. Verkið var boðið út sl. sumar og fékk það Ellert Skúlason verktaki úrNjarðvík, sem unnið hefur sleitulítið að gerð garðsins í vetur. Erfiðleikar komu upp vegna grjótnámsins, sem reynd- ist lakara en talið var í fyrstu. Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 17. tölublað. Hafa verktakar nýlega verið dæmdar 5 milljónir króna til við- bótar við 13 milljónir, sem sam- ið hafði verið um, og tekur það aðeins til þess hluta sem búinn var um síðustu áramót. Er því horfur á að þessi áfangi kosti yfir 20 milljónir króna. Ráðgert er að koma sem fyrst upp smávegis löndunaraðstöðu í skjóli garðsins, en auk þess verða sett niður bólfæri. Bakkfirðingar binda miklar vonir við þessa framkvæmd, en hingað til hafa þeir orðið að tak- marka sig við trillur, sem hífðar hafa verið á land með krana þegar eitthvað hefur verið að veðri. Nú eru gerðir út um 14 smábátar frá Bakkafirði, en sóknartími þeirra er varla nenta hálft árið. í landi er fyrst og fremst verkaður saltfiskur hjá Útveri h/t. 1 öðrum áfanga hafnargerðar- innar er gert ráð fyrir lengingu brimvarnargarðsins um 120 metra og síðan að byggja 200 metra langan innri garð ásamt viðlegubryggju og á höfnin þannig að geta tekið allt að 200 rúmlesta báta. Ekkert liggur fyrir um fjármagn í framhald verksins, sem er stórt á aust- firskan mælikvarða. Til allra hafna á Austurlandi var í ár veitt um 14 milljónum króna og er stærsta framkvæmdin auk Bakkafjarðar á Stöðvarfirði. Þorskafli 18% minni Fyrstu þrjá mánuði ársins varð þorskafli sem landað var á Austurlandi samtals 11.949 lest- ir en á sama tíma í fyrra 14.144 lestir samkvæmt yfirliti Fiskifé- lags íslands. Annar botnfiskafli hefur orð- ið 400 lestum meiri í ár, alls 6.819 lestir á móti 6.418 lestum í janúar- mars 1983. Mestu um- skiptin hafa orðið í loðnuaflan- um, sem varð í ár 155 þús. lestir landað hér á Austfjörðum en óheimilt var eins og kunnugt er að veiða loðnuna í fyrra. 1. maí í Yalaskjálf Fimm verkalýðsfélög ætla að sameinast um hátíðardagskrá í Yalaskjálf 1. maí nk., eða eins og segir í fréttatilkynningu þar um: „Á undanförnum árum hefur lítið farið fyrir útafbeytni á Héraði í tilefni af frídegi verka- manna 1. maí. Hefur það orsakast jöfnum höndum af dug- leysi verkalýðsforystunnar í byggðarlaginu og því að stéttarvitund okkar er yfir höfuð í lág- marki. Nú verður gerð heiðarleg tilraun til að bæta úr þessu og munu stéttarfélög á Fljótsdalshér- aði sjá um hátíðardagskrá í Valaskjálf 1. maí nk. Á dagskrá verður söngur, ávörp, gamanmál o. fl. Samkoman hefst kl. 2 e. h. í Gula sal. Veitingar verða jafnframt seldar og sérstakt meðlæti með kaffinu, fyrir þá sem það vilja, í tilefni dagsins. Á meðan á dagskránni stendur verður sýnd frábær barnamynd í stóra sal, að sjálfsögðu. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Sem sagt eitthvað fyrir alla í Valaskjálf á frídegi verkalýðsins. Notum nú frídag okkar til að hittast og ræða málin í Valaskjálf yfir kaffibolla á þriðjudaginn kemur. Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs, Iðnsveinafélag Fljótsdalshéraðs, Verzlunarmannafélag Austurlands, B. S. R. B. Vörubílstjórafélagið Snæfell."

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.