Austurland


Austurland - 26.04.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 26.04.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 26. apríl 1984. S7222 Auglýsingasími Slökkvilið AUSTURLANDS Neskaupstaðar er 7629 ÞINN HAGUR OKKAR STYRKUR m Sparisjóður Norðfjarðar F da Um jarðgöng Austurlandi barst um dag- inn þetta skemmtilega bréf: Fyrir rúmum þrjátíu árum birti AUSTURLAND hug- leiðingar mínar um sam- göngucrfiðleika stærsta kaupstaðar Austurlands, sent bjó þá við hafnleysi auk erfiðra samganga á landi. Eg taldi að nteð jarðgöngum t. d. undir Drangaskarði í þrjúhundruð metra hæð gæti Neskaupstaður komið upp hafnaraðstöðu í Mjóafirði. Auk þess að leggja mætti veg aðjarðgöngum íbotni Mjóa- fjarðar yfir í Slenjudal og með þeim opnaðist sam- yfir í Asknesdal liggja betur gönguleið fyrir Norðfirðinga upp á Hérað. Nú er rætt um að tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með jarðgöngum m. a. undir Drangaskarði, sem væntan- lega eru ekki eins aðkallandi eftir að höfnin í botni Norð- fjarðar var tekin í notkun. Auk þess sem jarðgöngin undir Oddsskarði hafa létt nokkuð á samgönguerfið- leikum Norðfirðinga er leið- in um Norðfjarðardal inn að Tandrastöðum greiðfær og jarðgöng undir Hólaskarði við samgöngum milli Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar en jarðgöng undir Dranga- skarði. Jarðgöng úr Seyðis- firði frá Neðri Staf í fjögur hundruð metra hæð yfir í Mjóafjörð og þaðan upp á Hérað um jarðgöng yfir í Slenjudal eða um Asknesdal til Norðfjarðar um jarðgöng undir Hólaskarði gæti vænt- anlega treyst samvinnu Norðfjarðar og Seyðisfjarð- ar. Reykjavík 2613 1984, Skúli Ólafsson. Helmingaskiptareglan um bankastjórastöðurnar veltur áfram Það mun nú vera fullfrágengið að Tómas Árnason alþingismaður með meiru, muni verða skipaður seðla- bankastjóri á þessu ári. Lætur hann þá af þingmennsku og tekur Jón Kristjánsson ritstjóri Austra sæti hans á þingi. Forysta Framsóknarflokksins er mjög ánægð með þessa skipan mála þar sem Tómas hefur verið í fýlu allt frá því að ráðherraembættum var skipt í nú- verandi ríkisstjórn. Ljóst er að Tómas virðist sætta sig við þessar ákvarð- anir og í tilefni þeirra hefur hann flutt frumvarp á Alþingi. Slíkt hefur hann ekki gert, sem þingmaður, um árabil og varð ritstjórn Tímans svo mikið um að rétt þótti að fjalla um þetta einstaka framtak Tómasar í leiðara. Af Jóni Kristjánssyni er það að segja að hann ljómar nú eins og sóley á fjóshaug, fullviss þess að nú sé loks búið að festa hann í sessi sem þingmann næstu áratugina. EGILL RAUÐI Af hverju? AgÚSta Þorkelsdóttir Mér dettur alltaf í hug tuttugu ára gömul gamansaga, þegar ég ek inn í Múlasýslu, hvort heldur sem ég kem að sunnan eða norðan. Sagan er svona: Amerískur heimshornaflakk- ari fór að skoða Gullfoss og Geysi. Þegar hann skreiddist lurkum laminn út úr bílnum, stundi hann og spurði: „Funduð þið þennan stað í fyrra?<(. Að aka sunnan jökla frá Reykjavík austur að Höfn er létt verk og löðurmannlegt. Hægt er að halda uppi fræðandi og skemmtilegum samræðum við samferðamenn, því útsýni yfir veginn og nágrenni hans er oftast vítt. En eftir að ekið er fram hjá sýlusteini og inn í S.- Múlasýslu er bílstjórinn úr þeim leik. Augun límd við veginn, fæturnir á stöðugu iði, kúplað og bremsað, hendurnar spenn- ast á stýrinu og á Djúpavogi hellist örvæntingin og þreytan yfir mann eins og ísköld vatns- gusa, 5-6 tíma akstur um Múla- sýslur báðar eftir þar til heim á Vopnafjörð kemur. Hvernig stendur á því að við létum platast af áróðrinum um að tilbreyting sé að aka ekki allt- af sömu leið? Það er skömminni skárra að fara nyrðri leiðina, þá ekur maður tæpa tvo tíma í N.-Múla- sýslu. Því næst taka við sýslur sem löngu er búið að finna og vegirnir lagast smátt og smátt eftir því sem vestar dregur á Norðurlandi. Húnaþing gefur ekkert eftir nærsveitum Reykja- víkur, bara eftir að blúndu- leggja meðfram varanlega slit- laginu, einsogégheyrði fyrrver- andi ráðherra úr því kjördæmi segja haustið ’82. Nú, á heimleiðinni er það bara endaspretturinn, rúmir 100 km, sem taka á taugar og líkam- legt þol ef ekið er norðurleiðina, síðan beint í rúmið og þreytan rokin úr skrokkinum morgun- inn eftir. Fyrir Vopnfirðinga kostar það ýkjulaust harðsperr- ur og strengi í tvo sólarhringa að aka syðri leiðina. Af hverju eru vegirnir okkar svona? Af hverju sjást ekki vegheflar á sumrin svo árum skiptir í sumum sveitum Austurlands? Landnám hófst hér á svipuð- um tíma og annars staðar, svo að ekki er það vegna þess að landkönnuðir hafi fundið Múla- sýslur í fyrra eða hitteðfyrra. Sumir segja að af gæðum vega megi sjá hversu mektugir þing- menn séu í hverju kjördæmi. Varla er það ástæðan fyrir veg- leysum okkar. Svo oft hef ég heyrt kjósendur í næstu kjör- dæmum fyrir norðan okkur og sunnan, öfundast út í stöðugan ráðherradóm Austurlands- þingmanna. Reyndar keyra þingmenn okkar gjarnan jeppa og þeir bílar eru oftast svo hastir að ekki finnst munur á góðum og vondum vegi. Nú, svo stoppa þingmenn okkar á annarri hverri beygju til að taka í spað- ann á atkvæðunum. Kannski trúa þeir því líka að það sé nátt- úrulögmál, að nútímafjarskipti og samgöngur komist síðast í viðunandi form á Austurlandi, því það er svo langt frá nafla heimsins (Reykjavík). Útvarp heyrist orðið oftast núorðið, rúmri hálfri öld eftir að útvarpið hóf starfsemi sína. Sjálfvirkan síma fengu Reyk- víkingar fyrir hálfri öld, ef ég man rétt. Húrra, við fáum slík- an síma innan tveggja ára. Var ekki nútímaakvegur lagður milli Reykjavíkur og Keflavíkur um 1960? Líkur benda því til að góðir vegir verði komnir, meira að segja í Múlasýslum árið 2012. Gott fyrir mig, þá get ég haldið áfram að keyra þó Elli kerlingin verði farin að plaga mig. NESVlUEÓ Alltaf eitthvað nýtt Videotæki og sjónvarpsleiktæki S 7432 Til sölu Bronco árg. 1974 brúnsanseraður Bíll í toppstandi Upplýsingar S 7256

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.