Austurland


Austurland - 01.05.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 01.05.1984, Blaðsíða 1
Austurland Austurland sendir íslenskri alþýðu baráttukveðjur 34. árgangur. Neskaupstað, 1. maí 1984. 18. tölublað. 1. maí ávarp Verkalýðsfélags Norðfirðinga 1984 Verkalýðsfélag Norðfirðinga flytur íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Frá því að Verkalýðshreyfingin hélt síðast hátíðlegan dag sinn 1. maí hafa orðið mikil straumhvörf í íslensku þjóðfélagi. í stað tiltölulega vinsamlegra stjórnvalda, í garð launþega, var í kjölfar síðustu Alþingiskosninga mynduð stjórn helstu fjármála- og afturhaldsafla þessa lands með það að markmiði að framkvæma áður boðaða stefnu kjaraskerðinga og afnáms félagslegra rétt- inda verkafólks. Fyrstu verk þessarar ríkisstjórnar voru á þann veg að ljóst var að henni hafði síst verið ofætluð þjónslundin við afturhaldið í landinu. Byrjað var á því að afnema frjálsan samningsréttt í landinu og banna greiðslur verðbóta á laun, sem þýddi meiri rýrnun kaupmáttar en dæmi voru til um áður. Á gildistíma þessara þvingunarlaga átti kjaraskerðingin að vera þreföld á við áætlaðan samdrátt þjóðartekna tvö ár þar á undan. Á sama tíma og þessi lög gengu yfir var hafin mikil atlaga að allri samneyslu í landinu undir nöfnunum „aðhald og sparsemi". Nú skyldu óþörf útgjöld ríkisins skorin niður. Og hvar var byrjað? Það var farið að draga úr framlögum til tryggingamála og kjör lífeyrisþega stórskert og ráðgerður var sérstakur sjúklingaskattur. Það var tekin sú stefna að skera niður öll framlög til heilbrigðismála og hefur þeirri stefnu verið fylgt það rækilega fram að um þessar mundir Iýsa læknaráð höfuðsjúkrahúsanna í landinu yfir neyðarástandi ef ekki verður þegar horfið frá markaðri stefnu stjórnvalda hvað þennan sparnað varðar. Þetta eru fá dæmi um þá afturhaldsstefnu sem núverandi ríkisstjórn fylgir en sýna þó á afgerandi hátt hvert stefnir með kjör launafólks og lífeyrisþega ef stefna hennar fær að ráða. í efnahagsmálum glímir ríkisstjórnin við „fjárlagagatið" en það gat er mynd- að af þeirri „festu sem sköpuð var með raunhæfri gengisstefnu, sem ásamt aðhaldssamri peningastefnu myndar umgerð ákvarðana í efnahagslífinu" svo notuð séu upphafsorð stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar. í þeirri glímu, sem við fáum daglega fréttir af, heyrist ekki minnst á önnur brögð en þau að leggja á nýja beina skatta og gjöld á almenning. Ekki er minnst á að leggja gjöld á t. d. verslun, sem haft hefur óskerta og óeðlilega háa álagningu þrátt fyrir þá minnkun verðbólgu sem launþegar hafa greitt niður á undanförnum mánuðum. Minnkun verðbólgunnar er aðeins til orðin vegna stór skertra kjara launafólks í landinu. Þar hafa ekki aðrir lagt neitt til. Ýmis óhjákvæmilegur kostnaður leggst með ofurþunga á heimili launafólks. Þar er húshitunarkostnaður stór liður sem kemur sérstaklega hart niður á þeim sem kynda þurfa hús sín með olíu eða rafmagni. Verkalýðsfélag Norðfirðinga mótmælir harðlega stöðugt hækkandi orku- kostnaði heimilanna og þeim mikla mismun sem er á húshitunarkostnaði eftir landshlutum. Ríkisstjórnin hét úrbótum í þessum efnum fyrir ári, sem milda áttu kjaraskerðinguna, en reyndin hefur orðið þver öfug. Á sama tíma er erlendum stóriðjufyrirtækjum afhent raforka langt undir framleiðslukostnaði og almenningur látinn borga mismuninn í háu raf- orkuverði. Þá hefur núverandi ríkisstjórn horfið frá þeirri stefnu að stóriðja í landinu verði í eigu og umsjá landsmanna sjálfra og hefur hún jafnvel gengið svo langt að auglýsa erlendis ódýra raforku og lág laun hér á landi til þess að lokka að hina erlendu auðhringa. Verkalýðsfélag Norðfirðinga krefst þess að staðið verði við fyrri ákvarðanir stjórnvalda um Fljótsdalsvirkjun og byggingu Kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði. Félagið leggur áherslu á að verksmiðjan verði íslenskt fyrirtæki og að meirihluta í opinberri eigu og að tryggilega verði gengið frá mengunarvörn- um og öllum aðbúnaði. Þá gagnrýnir félagið harðlega þá miklu töf sem sýnilega verður á þessum framkvæmdum vegna stefnu núverandi stjórnvalda að afhenda útlendingum verksmiðjuna. í húsnæðismálum er ástandið þannig að nær ógjörningur er fyrir launafólk að eignast íbúðir. Ekki hefur verið staðið við loforð um fjármagn til bygginga- lánasjóðanna og nú stendur til að lækka lán Byggingasjóðs verkamanna úr 90% í 80% af byggingarkostnaði og takmarka að auki mjög áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar í stjórnum verkamannabústaða. Ein stétt hefur þó á sl. ári orðið að þola hvað mesta kjaraskerðingu, en það eru sjómenn. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þeim upp það Framh. á 2. síðu. Hátíðarfundur 1. maí 1984 1. maí fundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga hefst í Egilsbúð kl. 4 Dagskrá: 1. maí ávarp Upplestur: Guðríður Kristjánsdóttir Vísnavinir flytja lög og texta Ræðumaður dagsins er Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Stjórn Verkalýðsfélags Norðfirðinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.