Austurland


Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 34. árgangur. Neskaupstað, 10. maí 1984. 19. tölublað. Ekki eftir neinu að bíða Nú líður að þeim tíma að hægt sé að hefja vorstörfin í garðin- um. Hlvja veðrið að undan- förnu gerir það að verkum að gróður er mörgum vikum fyrr á ferðinni heldur en undanfarin ár og því ekki eftir neinu að bíða að fara að undirbúa gróðursetn- ingu og flutning á trjám. Nokkur undanfarin ár hefur Skógrækt ríkisins Hallormsstað boðið Austfirðingum þá þjón- ustu að geta keypt plöntur úr sölubíl sem komið hefur á flesta staði í fjórðungnum. AUSTURLAND sló á þráð- inn til Jóns Loftssonar skógar- varðar og spurði hann frétta af þessari þjónustu. - Að þessu sinni höfum við ekki tök á að bjóða þessa þjón- ustu nema fyrir þá staði sem lengst er að fara það er Vopna- fjörð og Höfn. Garðeigendum á Miðausturlandi verður boðið að koma í gróðrarstöðina á Hallormsstað til plöntukaupa enda er úrvalið þar mest og ým- islegt á boðstólum sem ekki er hægt að hafa meðferðis í sölu- bíl. Þá er auðveldara að panta í síma þar sem nú er kominn sjálfvirkur sími á Hallormsstað og símanúmer skógræktarinnar er 1774. Pantanir verða sendar heim gegn gjaldi og pöntunar- listar verða sendir um allan fjórðunginn. Það má líka nefna aö helgarsala verður væntanlega í gangi í Hallormsstað í vor. En líklega er rétt að bæta því við, sagði Jón, að ef fólk vill fá heim- keyrslu verða pantanir um það að berast fyrir 25. maí. Við munum svo eins og venjulega senda auglýsingar með nánari upplýsingum á næstunni. Skógarvarðarhúsið á Hall- ormsstað. Ljósm. Sig. Blöndal. Á myndinni sjáum við fylkingu Norðfirðinga á leið til vígslu Andrésar-andar-leikanna á skíðum, sem haldnir voru á Akureyri dagana 27. - 30. apríl sl. Þessir leikar eru landsmót barna yngri en 12 ára og þátttakendur voru alls 416. Héðan af Austurlandi var 51 þátttakandi og hefur hópurinn aldrei verið stœrri og árangurinn mjög góður, þrátt fyrir þjálfaraleysi sem háir félögunum og keppendum hér fyrir austan talsvert. Sjá nánar bls. 5. Ljósm. Olöf. Helgarmót á Seyðisfirði Lengi hefur verið á döfinni að halda helgarskákmót tímarits- ins Skákar á Seyðisfirði. Ýmissa hluta vegna hefur þetta dregist á langinn, en nú er ákveðið að mótið verði 11.-13. þessa mán- aðar. Tilgangurinn með þessum mótum er að gefa skákmönnum á landsbyggðinni tækifæri til að mæla getu sína í viðureign við helstu meistara taflsins. Á með- al þátttakenda nú eru langflestir öflugustu meistarar okkar með stórmeistarana tvo í farar- broddi. Vonandi fjölmenna austfirsk- ir skákmenn til mótsins og sýna þar með að þeir kunni vel að meta það gagnmerka og lofs- verða framtak sem helgarskák- mótin eru. Upplýsingar um mótið eru veittar í símum 2172 og 2467. J. J. I S. G. Landsvirkjun: Aform uppi um seinkun Fljótsdalsvirkjunar í máli Jóhanns Más Maríus- sonar, aðstoðarforstjóra Lands- virkjunar á nýafstöðnum árs- fundi kom eftirfarandi fram: „Samkvæmt síðustu áætlun orkuspárnefndar mun raforku- eflirspurn núverandi markaðar þ. e. almenningsvcitnanna og núvcrandi stóriðju nema eitt- hvað tæplega 6 TWh/ár um næstu aldamót. Gerðir hafa ver- ið útreikningar á því hjá Lands- virkjun hvaða virkjunarleið myndi vera ódýrust til þess að anna þessum markaði þar sem gengið er út frá að Blönduvirkj- un verði næsta virkjun. Sam- kvæmt þessum útreinkingum kemur í Ijós að sú virkjunarleið sem Alþingi hefur ályktað að farin verði er alls ekki sú ódýr- asta í þessu tilviki og undirstrik- ar þetta þörfina á því að slíkar- ályktanir og áætlanir um virkj- anabyggingu langt fram í tím- ann séu stöðugt í endurskoðun og ekki vcrði gengið lengra í ákvarðanatökunni hverju sinni en nauðsyn krefur." Á fundinum var brugðið upp myndum af því sem talið var afar mikill byggingarhraði oget' til vill hraðari en við yrði ráðið með góðu móti. Þar var í öðru tilvikinu Búrfell II komin á und- an Fljótsdalsvirkjun en í hinu tilvikinu einnig Vatnsfells- og Villinganesvirkjanir. Ljóst er að unnið er að því að finna rök, sem hnekkja þeirri virkjanaröð sem Alþingi tók ákvörðun um á sínum tíma. Þar er m. a. um að ræða könnun áhættu af völdum eldvirkni svo gera megi „magnbundna um- sögn um áhættu at' eldvirkni á tilteknum svæðum". Rannsóknarstarfsemi öll beinist nú á ný að Þjórsársvæð- inu og þar eru tilnefndir áður lítt þekktir virkjunarvalkostir. Er þar frekar um smáar og með- alstórar virkjanir að ræða. Bygging þeirra hefði ekki í för með sér eins íþyngjandi skulda- söfnun eins og stærri virkjanir, Sigalda og Hrauneyjarfoss, hefðu haft og leitt hefði til hærra orkuverðs en ella. í umræðum að loknum fram- söguræðum varaði Hjörleifur Guttormsson eindregið við því, að rofin yrði sú eining sem skap- ast hefði um stækkun Lands- virkjunar en forsenda hennar hefði m. a. verið samþykkt Al- þingis um tiltekna virkjanaröð, þar sem Fljótsdalsvirkjun kæmi næst á eftir Blöndu. Svo sem áður hefur verið á bent í AUSTURLANDI er hér á ferðinni aðför að þeim fram- kvæmdaráformum, sem Aust- firðingar hafa mjög bundið von- ir sínar við. Forsvarsmenn fjórðungsins verða nú að vera vel á verði ef ekki á að glatast sá árangur sem orðinn var í ákvarðanatöku um virkjun í fjórðungnum. Sveinn Jónsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.