Austurland


Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR. 10. MAI 1984. 3 Úr kaffistofu Hraðfrvstihúss Eskifjaðrar Ljósm. Ólöf. 1. maí á Eskifirði: Baráttuhugur í fólki Hátíðarhöldin 1. maí á Eski- firði fóru fram um kvöldið í Valhöll. Þau hófust með 1. maí ávarpi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkamannafélags- ins Árvakurs, en ávarpið flutti Hrafnkell A. Jónsson. Ávarpið er birt á öðrum stað hér í blaðinu. Að ávarpinu loknu sungu þær Sigríður Kristinsdóttir og Sig- ríður Ingimarsdóttir baráttu- söngva. Að þeim loknum flutti Bjarnfríður Leósdóttir ræðu dagsins, og mætti efni hennar verða mörgum til umhugsunar, en góður rómur var gerður að máli hennar. Að ræðu Bjarnfríðar lokinni, söng kirkjukór Fáskrúðsfjarðar undir öruggri stjórn Haraldar Bragasonar við góðar undirtekt- ir. Hilmar Hilmarsson flutti því- næst mergjaða sögu eftir Pétur Hraunfjörð. Fáskrúðsfjarðarkórinn söng síðan aftur. en samkomunni lauk síðan með fjöldasöng er kórinn leiddi og að sjálfsögðu var endað á „Nallanum". Hátíðarsamkoman þótti tak- ast hið besta og mikill hugur í mönnum að sækja nú á, enda ekki vanþörf á því. Ölver. 1. maí ávarp 1984 / Verkamannafélagsins Arvakurs, Eskifirði Þegar íslenskir launþegar fagna 1. maí í ár, mætir þeim stórfelldasta kjaraskeðing sem þeim hefur mætt um árabil. Fyrir skömmu hafa verið gerðir kjarasamningar sem staðfesta þessa kjaraskerðingu. Pær forsendur sem samningarnir byggðust á voru meðal annars bundnir við ákveðin fyrirheit frá ríksistjórn. Pótt ekki sé lengra frá undirskrift samninga liðið en raun ber vitni þá er ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við sinn hlut, en heldur áfram að færa fjármagn frá launþegum til atvinnurek- enda og fjármagnseigenda. Ástandi síðustu mánaða hefur fylgt harðari og ósvífnari afstaða vinnuveitenda og samtaka þeirra til launþega heldur en verið hefur um langt árabil. Sótt er á þar sem lengstum hefur verið minnsta vörnin fyrir, hjá tekjulægsta fólkinu á vinnumarkaðn- um. Konur á vinnumarkaði eiga í vök að verj- ast og t. d. í fiskvinnslu þar sem reynt hefur verið að tryggja rétt kvenna reyna atvinnurek- endur leynt og ljóst að sniðganga samninga og lög til að viðhalda hinni hefðbundnu stöðu kvenna í þessari atvinnugrein sem ódýru vara- vinnuafli. Spennan í alþjóðamálum hefur fært okkur nær þeirri vá sem heimsbyggðinni stafar af víg- búnaði og valdastreitu stórveldanna. Á síðustu mánuðum höfum við mátt horfa upp á ráða- menn þjóðarinnar leggja sitt lóð á vogarskál dauðans með því að eiga hlut að útþenslu kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu og að ráðgera byggingu ratsjárstöðva m. a. hér austanlands jafnframt hefur það gerst í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar að þingkjörin nefnd telur eitthvert brýnasta verkefni íslensku þjóðarinnar að grafa sig niður í kjarnorkuheld byrgi. 1. Það er skýlaus krafa okkar til ríkisstjórnar og Alþingis að taka einarða afstöðu með þeim samtökum sem berjast fyrir friði og afvopnun í heiminum. og berjast gegn of- beldi og hvers konar hernaðarbrölti utan lands sem innan. 2. Við krefjumst: réttar til að lifa ofan jarðar. mannsæmandi launa fvrir 8 stunda vinnu- dag. atvinnuöryggis. jafnréttis og virðingar á vinnustað. Stjórn og tninaðannannaráð Verkamannafélagsins Árvakurs, Eskifirði. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim mörgu sem glöddu mig á sjötugs afmæli mínu 26. apríl með heimsóknum, gjöfum, skeytum og símtölum, og á ýmsan annan hátt Guð blessi ykkur öll Fanney Gunnarsdóttir Til sölu Til sölu er bifreiðin U-53 Peugeot 604 árgerð 1978 ekinn 33 þús. km Mjög vel með farinn Upplýsingar S 4191 Sjálfsbjargar- félagar Almennur fundur í Sj álf sbj argarhúsinu Egilsbraut 5 þriðjudag 15. maí kl. 2030 Stjórnin Til sölu Til sölu er Mazda 929, árgerð 1978 Upplýsingar S 7682 Frá Nesskóla, Neskaupstað Sýning á skólavinnu nemenda verður í skólanum, sunnudaginn 13. maí kl. 1500 —1800 Nemendur 6. bekkjar sjá um kaffisölu Verið velkomin Nemendur og kennarar Nesskóla Seinkun Áður boðuðum fundum eftirtalinna fyrirtækja verður seinkað til kl. 1530laugardaginn 12. maí: Olísamlag útvegsmanna Neskaupstað Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Munið langtímaleiguna á myndsegulböndum UiSáral OPIÐ ALLA DAGA 1-9 | VIDEÓ — © 7707 | NESKAUPSTAÐUR r Askorun Þar sem óvenju treglega hefur gengið að innheimta greiðslur opinberra gjalda til bæjarsjóðs og aðeins um 53% álagðra gjalda hafa verið greidd, er hér með skorað á gjaldendur að greiða gjöld sín nú þegar svo ekki þurfi að draga úr framkvæmdum sumarsins vegna vanskila þeirra Óhjákvæmilegt reynist að herða innheimtuaðgerðir vegna þessara miklu vanskila en slíkt hefur kostnaðarauka í för með sér bæði fyrir gjaldendur og bæjarfélagið Sumarið er aðalframkvæmdatími sveitarfélaga og íslenska sumarið er stutt Stuðlum að skjótari og meiri framkvæmdum og greiðum gjöldin Bæjarstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.