Austurland


Austurland - 17.05.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 17.05.1984, Blaðsíða 1
Austurland Auglýsið r 1 Austurlandi 34. árgangur. Neskaupstað, 17. maí 1984. 20. tölublað. Jóhannes Stefánsson, fráfarandi stjórnarformaður Síldarvinnsl- unnar hf. og Lúðvík Jósefsson stjórnarformaður SÚN. Meðal starfsmannafjöldi hjá SVN var 450 sl. ár Erfitt ár í sjávarútvegi SUN hyggst reisa verslunarhús Aðalfundur Síldarvinnslunn- ar hf. var haldinn sl. laugardag og sama dag voru einnig haldnir aðalfundir Samvinnufélags út- gerðarmanna og Olíusamlags útvegsmanna. Lúðvík Jóseps- son sem verið hefur stjórnarfor- maður SÚN í 38 ár baðst undan endurkjöri og Jóhannes Stefánsson sem setið hefur í stjórn SVN frá upphafi (27 ár) og lengst af verið stjórnarfor- maður einnig. Var þeim þakkað mikið starf í þágu þessara fyrir- tækja og atvinnulífs í Neskaup- stað. Pá var tilkynnt á aðalfund- inum að Ólafur Gunnarsson hefði sagt starfi sínu lausu og tæki við starfi sem fram- kvæmdastjóri sölumála hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík. Var honum óskað velfarnaðar í nýju starfi og þökkuð störf sem framkvæmda- stjóri SVN í 16 ár. Afkoma SÚN og OÚN Afkoma þessara fyrirtækja er viðunandi. Umsvif SÚN, eink- um í verslun, jukust verulega og hafa nú verið gerðir frumupp- drættir að nýju verslunarhúsi sem ætlað er staður vestan við „Steininn". Verslunin er mest með útgerðarvörur, en smám saman er verið að auka vöruval einkum í verkfærum og vinnu- fatnaði. Fimmtán nýir félags- menn gengu í SÚN á árinu og var talsvert um það raétt á aðal- fundinum að SÚN væri eðli- legur vettvangur fyrir smábáta- eigendur (trillumenn) til að koma fram hagsmunamálum sínum. Á aðalfundinum var samþýkkt tillaga þar sem tekið var undir ályktun smábátaeig- enda í Neskaupstað um kvóta- kerfið og einnig tillaga þar sem stjórn og framkvæmdastjóra var falið að vinna að byggingu versl- unarhúss. Talsverð aukning varð á olíusölu hjá OÚN á árinu og olli því ejnkum loðnuveiðin í haust. Svartolíusala jókst um tæp 40%, en sala á gasolíu minnkaði um 15% og veldur einkum auk- in húshitun með rafmagni. Erfitt ár hjá SVN Staða útgerðar og fiskvinnslu var mjög erfið sl. ár og þessir erfiðleikar endurspeglast glöggt í reikningum Síldarvinnslunnar. Athyglisvert er t. d. hve fjár- magnskostnaðurinn er gífur- legur, en það stafar m. a. af óhagstæðum erlendum lánum, sem útgerðin hefur nánast verið neydd til að taka. og eldri tap- rekstri sem fjármagnaður er með lántökum. Pað kom þó glöggt fram í skýrslum fram- kvæmdastjóranna að SVN stendur vel miðað við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi, en þannig er að þessum atvinnu- rekstri búið í landinu að fyrir- tæki safna skuldum og ganga á eigið fé. Ólafur Gunnarsson lagði áherslu á að gengisstefna, þar sem gengið væri ekki látið fylgja afkomu útflutningsat- vinnuveganna, væri rugl. Mikil umsvif Síldarvinnslan er geysiöflugt fyrirtæki með mikil umsvif. Sl. ár unnu að jafnaði hjá því 450 manns (450 ársverk) og heildar launagreiðslur til þeirra voru tæpar 126 milljónir króna. Heildarframleiðsluverðmæti voru um 446 milljónir króna. Af seldum afurðum er mest fryst eða rúmur helmingur, saltfiskur og skreið var ríflega 20% og saltsíldum 12%,annaðminna. Afli skipanna var tæp 13000 tonn áárinu. Afkomaelstu skip- anna, Bjarts og Birtings var best, enda bera þau minni fjár- magnskostnað. Skipt var um vél í Bjarti sl. vetur og nú er verið að skipta um vél í Birtingi suður á Akranesi. Þetta er auðvitað mikið átak, en eykur líka nota- gildi og veiðihæfni skipanna. Börkur seldi erlendis á árinu um 2300 tonn sem ekki var unnt að verka.hér heima. Þetta var nýj- ung og tókst allvel. Jóhann K. Sigurðsson ræddi í sinni skýrslu um erfiða stöðu útgerðarinnar, en taldi nokkra ástæðu til bjart- sýni fyrir okkur ef loðnuveiði éldist næstu ár. Áfram er byggt Þrátt fyrir erfiðleika undan- farinna ára hefir verið haldið áfram að byggja upp. Stærsta verkefnið var bygging frysti- geymslu, sem nú er að Ijúka. Þetta er mikil og dýr bygging og Loksins er komin hreyfing á málefni Kísilmálmverksmiðj- unnar með tillögu sem lögð var fram á Alþingi í nafni ríkis- stjórnarinnar í síðustu viku. Augljóslega hefur þrýstingur héðan að austan hreyft við iðn- aðarráðherra, en sveitarstjórn- armenn óskuðu eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins fljótlega eftir páska og var hann haldinn 4. maí. Einnig minnum við á skelegga grein sem Hjör- leifur Guttormsson skrifaði um málið hér í blaðið 13. apríl sl. Tillagan er svohljóðandi: „Með vísun til laga nr. 70 frá 17. maí 1982, um kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði, ályktar Alþingi að veita ríkis- stjórninni heimild til að taka ákvörðun um að reisa og reka kísilmálmverksmiðju við Reyð- arfjörð, og leita samvinnu við erlenda aðila um eignaraðild." í greinargerð er birt bréf stjórnar Kísilmálmvinnslunnar til iðnaðarráðherra frá 5. apríl sl., þar sem fram kemurþaðein- dregna álit að verksmiðjan geti verið vænlegur orkunýtingar- kostur og síðustu athuganir á vegum stjórnarinnar gefi hag- stæðari niðurstöður en fyrir ári. í niðurlagi bréfsins segir: „Stjórn Kísilmálmvinnslunn- ar hf. telur eðlilegt, að yfir- standandi eignaraðildarkönnun kostar nálægt 20 milljónum. Undirbúnar hafa verið endur- bætur á loðnubræðslunni og verður vonandi hægt að hefjast handa þar á þessu ári. Nú er mikið rætt um stóriðju og sendinefndir eru á þönum um og pólitískum ákvörðunum um framtíð fyrirtækisins verði hrað- að eftir föngum enda er áfram- haldandi óvissa um málið kostn- aðarsöm og getur haft óheppileg áhrif á atvinnulíf á Austur- landi.“ Þá er í greinargerðinni vikið nokkrum orðum að tilraunum Stóriðjunefndar til að laða út- lendinga að fyrirtækinu og segir þar: „Án þess að nokkuð teljist ör- uggt á þessu stigi máls, má full- yrða að vaxandi áhugi er fyrir aðild að slíku fyrirtæki. Það er mat þcirra sem að þeirri kynningu hafa staðið, að ákvörðun eins og sú, sem felst í þessari þingsályktunartillögu, muni auka líkur þess, að árang- ur náist í viðræðunt við hugsan- lega sameignaraðila.“ Ekki er á þessu stigi ljóst, hvaða áform eru uppi hjá ríkis- stjórninni um framkvæmdir við verksmiðjuna. Hætta er á að ákafinn í að koma verksmiðj- unni í hendur erlendra auð- hringa með iðnaðarráðherrann í fararbroddi eigi enn eftir að tefja fyrir framgangi málsins. Sem kunnugt er hefur Al- þýðubandalagið talið erlenda eignaraðild að vcrksmiðjunni þarflausa og til trafala. Vert er að minna á að í gildandi lögum um verksmiðjuna er kveðið á allan heim og stóriðjunefnd sit- ur með sveittan skallann að reyna að reikna í okkur allskon- ar verksmiðjur. Auðvitað er stóriðjan hvorki góð eða vond í sjálfu sér, en líklega væri vandi Framh. á 2. siðu. um meirihlutaeign íslenska ríkisins á verksmiðjunni. Ekki hafði verið mælt fyrir málinu á Alþingi þegar þetta er skrifað. H. Síðustu fréttir Tillagan um kísilmálmverk- smiðju hefur verið til meðferðar í atvinnumálanefnd Sameinaðs þings og um það leyti sem blaðið fór í prentun lá fyrir að meiri- hluti atvinnumálanefndar myndi mæla með jákvæðri af- greiðslu á málinu, þannig að Al- þingi santþykki heimild til ríkis- stjórnarinnar um að reisa og reka verksntiðjuna á grundvelli gildandi laga. Þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar er breytt nokkuð og m. a. tekið inn að könnuð verði eignaraðild innlendra að- ila. Alþýðubandalagið hefur nú sem fyrr fyrirvara varðandi að- ild erlendra aðila að verksmiðj- unni og telur hana þarflausa og til trafala. Að þessu áliti standa með fulltrúum stjórnarflokkanna Al- þýðubandalagið og Bandalag jafnaðarmanna en fulltrúi Al- þýðuflokksins leggst gegn sam- þykkt tillögunnar og vill fresta ákvörðun í málinu og Samtök um kvennalista hafa lýst sig and- víga byggingu verksmiðjunnar. Kísilmálmverksmiðjan: Ríkisstjórnin leggur fram þingsályktunartillögu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.