Austurland


Austurland - 17.05.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 17.05.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 17. MAÍ 1984. 3 BRÉF FRÁ LESANDA Athugasemd við útvarpsfrétt Þriðjudaginn 24. apríl birtist í hádegisfréttatíma útvarpsins viðtal við sveitarstjóra Breið- dalshrepps, Fáskrúðsfirði. Hann ræddi meðal annars um vegamál á Austurlandi og taldi nauðsyn bera til að gera jarð- göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, til þess að tryggja betur samgöngur við Eg- ilsstaði. Hann hélt því fram, að ef þessi jarðgöng yrðu gerð, yrði álíka langt frá Breiðdalsvík um Suðurfjarðaveg og um Breið- dalsheiði til Egilsstaða. Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef er vegalengdin frá Breiðdalsvík um Breiðdalsheiði 84 km en um Suðurfjarðarveg 129 km eða 45 km lengri. Þarna er því ekki farið rétt með tölur. Þó áðurnefnd jarð- göng yrðu gerð mundi vegurinn til Egilsstaða, það er Suður- fjarðarvegurinn varla styttast um meira en 15 til 20 km. Réttara væri líka að miða við vegalengd frá hringveginum við Eydali, þar sem Suðurfjarða- vegur byrjar. Frá vegamótum við Eydali í Egilsstaði eru 76 km en 137 km ef farinn er Suðurfjarðavegur. Það er því 61 km styttra að fara Breiðdalsheiði til Egilsstaða þegar komið er að sunnan. Breiðdalsheiðin sjálf er að- eins 8 km. Það er ekki rétt, að það sé aðeins sumarvegur þar. Nokkur hluti af honum er sæmi- lega uppbyggður. En samkvæmt snjómokstursreglum vegagerð- arinnar er ekki ýtt snjó af vegi á Breiðdalsheiði á vetrum. En síðastliðinn vetur var hún samt fær fram til 12. desember flest- um eða öllum bílum. Og hefði hún verið opnuð í byrjun mars í vetur hefði hún sennilega ekki lokast eftir það á þessum vetri, því hún er mjög snjólétt. Það ætti því að opna hana einu sinni í viku eins og marga sambæri- lega fjallvegi. Ef ég hef heyrt rétt sagði sveitarstjórinn, að jarðgöngin mundu kosta um 250 miljónir en vegur yfir Breiðdalsheiði mundi kosta200 til 300miljónir. Ég talaði í dag 26. apríl við yfir- verkfræðing Vegagerðar ríkis- ins, Jón Birgi Jónsson og spurði hann álits á þessu. Hann leyfði mér að hafa eftir sér, að umrædd jarðgöng mundu kosta miklu hærri fjárhæð en sveitarstjórinn nefndi. Hins vegar mundi full- gerður malarvegur frá Úlfs- stöðum á Völlum um Breiðdals- heiði að vegamótum Suður- fjarðarvegar við Eydali ekki kosta yfir 100 miljónir en það eru alls 64 km. En hafa ber í huga, að allmikið af þeim vegi er búið að byggja upp. Það virðist því ekki álitamál að það væri langtum skynsam- legri fjárfesting að ljúka lagn- ingu þess vegar áður en til jarð- gangnagerðar kæmi á Suður- fjarðavegi. Ég tel að ef gera ætti jarðgöng á Suðurfjarðavegi ætti að gera jarðgöng gegnum fjallið milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals fyr- ir utan Snæhvamm, því eftir er að byggja upp veginn um Kambaskriður og Hvalsnes- skriður. Hann er oft ófær vegna grjóthruns og einnig vegna snjóa. Ég held að sveitarstjórinn í Búðahreppi hljóti að vera mjög ókunnugur vegum og snjóa- lögum að minsta kosti í Breið- dal. Gilsá, 26. apríl 1984, Sigurður Lárusson. Bíll til sölu Suzuki alto 800 3 dyra sjálfskiptur árg. '83 Upplýsingar S 7582 Félagsstarf eldri borgara Síðasta samverustundin á þessu misseri verður í safnaðarheimilinu nk. laugardag, 19. maí frá kl. 2 — 6 eh. Allir velkomnir Nefndin Mitre fótboltaskór Kvenbuxur — Bolir væntanlegir í vikunni Barnabuxur og barnapeysur Aðalfundur Aðalfundur Stangveiðifélags Norðfjarðar verður haldinn mánudaginn 21. maí kl. 2030 í Netagerð F. V. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin Vissir þú? að frönsku Jo. 1. bómullarefnin fást hjá okkur Afar vinsæl í gardínur og dúka Einnig er til í sömu efnum púðar, rúmteppi (vatteruð), lampar og loftskermar ásamt diskamottum Allt í stíl Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22 Neskaupstað S7179 Sumarblóm Verð með sumarblóm til sölu Fyrstu blómin koma í lok maí Viðurkennd vara frá Gróðrarstöðinni Grímsstöðum, Hveragerði Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22 Neskaupstað ®7179 Ferðafólk að austan! Auðveldið leiðina suður, hvílið ykkur í Hótel Þóristúni Selfossi Komið endurnærð árla morguns til Reykjavíkur Ljúkið þar erindum Styttið síðan ferðina austur á sama hátt Hótel Þóristún Steinunn Hafstað íbúðir til sölu Strandgata 38 íbúðarhús Nesbakki 15 íbúð Miðstræti 8 A íbúð Miðstræti 24 íbúð Nesgata 36 íbúð Urðarteigur 21 íbúðarhús ásamt fleiri eignum Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2 Neskaupstað S 7677 og 7177

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.