Austurland


Austurland - 24.05.1984, Qupperneq 1

Austurland - 24.05.1984, Qupperneq 1
Austurland Auglýsið r 1 Austurlandi 34. árgangur. Neskaupstað, 24. maí 1984. 21. tölublað. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Öflugt starf Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var slitið sunnudaginn 13. maí. A samkomunni flutti séra Þorleifur Kristmundsson bæn- arorð og Kirkjukór Fáskrúðs- fjarðar söng. í skólanum voru í vetur 176 nemendur, kennarar voru 13. Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar efndi til teiknisamkeppni í skólanum og hlutu vinningshaf- ar vegleg verðlaun, sem form. Lionsklúbbsins afhenti við þetta tækifæri. Allmikið íþrótta- og félagslíf hefur verið í skólanum í vetur, m. a. efndu nemendur til mara- þonssunds í marsmánuði og syntu stanslaust í 26'/2 klst. sam- tals 68.697 km. Á 1 sólarhring eða 24 klst. var synt 62.044 km og er það Aust- urlandsmet ef ekki Islandsmet. Skáklíf hefur verið hér gott. Helgarskákmót var í lok sept- ember og við fengum í sam- vinnu við Grunnskóla Stöðvar- fjarðar júgóslafneska stórmeist- arann Knezevic í heimsókn og tefldi hann hér í 2 daga. Skóla- húsnæði er nýtt og er aðbúnaður í skólanum góður. P. Á. Aflinn í aprfl 3 þúsund tonnum minni en í fyrra I bráðabirgðaskýrslu frá Fiskifélagi íslands sem gefin var út 7. maí sl. segir að aflinn á Austurlandi hafi verið 7.805 tonn í apríl sl. en 10.881 á sama tíma í fyrra. Aflinn skiptist þannig á milli staða: 1984 1983 Bakkafjörður . 111 69 Vopnafjörður . 483 454 Borgarfj. eystri 8 96 Seyðisfjörður . 823 1.020 Neskaupst. 838 1.668 Eskifjörður . . 833 1.220 Reyðarfjörður 409 386 Fáskrúðsfjörður 1.157 1.394 Stöðvarfjörður 554 490 Breiðdalsvík 367 673 Djúpivogur . . 470 523 Hornafjörður . 1.752 2.888 Tveir nemendur í grunndeild tréiðna við Framhaldsskólann í Neskaupstað að störfum. Ljósm. Einar Þórarinsson. Framhaldsskólanum í Neskaupstað slitið Sjö iðnnemar útskrifaðir í vetur Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað var slitið í þriðja sinn þriðjudaginn 15. maí sl. Eins og flestum er kunnugt er skólinn kjarnaskóli iðn- og tækni- menntunar á Austurlandi og var stofnaður 1981 er Iðnskóli Aust- urlands og Gagnfræðaskólinn í Neskaupstað voru sameinaðir í eina stofnun. Aldrei fleiri nemendur í máli Smára Geirssonar skólameistara kom fram að nemendur í framhaldsnámi hafa aldrei verið fleiri í skólanum en á sl. skólaári. Á haustönn lögðu 70 nemendur stund á framhalds- nám og 90 á vorönn. Þá voru í skólanum 81 nemandi á grunn- skólastigi. Alls voru sjö Jðnnemar út- skrifaðir á sl. skólaári. Útskrif- uðust þeir af eftirtöldum iðn- brautum; vélvirkjunar og renni- smíði, húsasmíði, húsgagna- smíði, pípulagna og rafiðna. Síðastliðið skólaár Á sl. skólaári var kennt á verknámsbrautum málm- og tréiðna annað árið í röð og er nú komin nokkur reynsla á starfrækslu brautanna. Ljóst er að þær þarf að efla og styrkja í framtíðinni. Einnig fór fram kennsla samningsbundinna iðnnema í skólanum auk þess sem nem- endur í framhaldsnámi stund- uðu nám á bóklegum brautum og nemendur sóttu fornámsá- fanga á haustönn. Merkur áfangi á þessu skólaári var að miðhæð nýbyggingar skólans, ef undan er skilin kenn- araaðstaða, var tekin í notkun. Auk kennslurýmis er þar til húsa rúmgott bókasafn, sem tekið var í notkun í marsmánuði sl. Einn nemandi kvaddi skólann að þessu sinni eftir tveggja ára nám á tónlistarbraut. Er hér um nýjung að ræða og reyndist unnt að bjóða upp á nám af þessu tagi í samráði við Tónskóla Nes- kaupstaðar. Unnið að mikilvægum verkefnum Áfram er haldið uppbygging- arstarfi við Framhaldsskólann í Neskaupstað. í fyrsta lagi má nefna áfram- haldandi framkvæmdir við ný- byggingu skólans, en fyrirhugað er að þar verði aðstaða fyrir kennara tilbúin síðla sumars. í öðru lagi ber að nefna grunndeild rafiðna, sem ráðgert er að taki til starfa við skólann á næsta skólaári. Enn hefur þó ekki fengist heimild frá Mennta- málaráðuneytinu til að stofn- setja hana, en niðurstaða þess máls mun þó vera á næsta leiti. Með tilkomu grunndeildar raf- iðna geta Austfirðingar aftur lagt stund á nám í grein eins og t. d. rafvirkjun alfarið hér heima í fjórðungi. í þriðja lagi hefur verið unnið að því að afla skólanum heim- ildar til að efna til námskeiðs fyrir undanþáguvélstjóra á Austurlandi, en niðurstaða er enn ekki fengin. í því sambandi má geta þess að Gunnar Vil- mundarson útvegsmaður í Nes- kaupstað færði skólanum nýver- ið að gjöf vél sem þykir afar heppileg til notkunar við kennslu á vélstjórabraut. Þá er rétt að geta þess að nú í maí og júní efnir stjórn Sam- bands sveitarfélaga í Austur- Iandskjördæmi til 8 funda víðs- vegar um kjördæmið, sem fjalla eiga um stöðu verknáms í fjórð- ungnum. Verður þar sérstak- lega rætt með hvaða hætti Aust- firðingar geta bundist sam- tökum um uppbyggingu og rekstur kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi, Framhaldsskólans í Neskaup- stað. Kísilmálmverksmiðjan: Hvenær heimilar ríkisstjórnin framkvæmdir? Alþingi gaf grænt Ijós - fulltrúi Alþýuðuflokks og kvennalisti á móti Þann 2. maí lagði ríkisstjórn- in loks fram þingsályktunartil- lögu um kísilmálmverksmiðj- una sem beðið hafði verið eftir í allan vetur. Tillögunni var vís- að til Atvinnumálanefndar Sameinaðs þings 8. maí og af- greiddi nefndin hana frá sér viku síðar. Mikill meirihluti nefndar- innar, (6 af 7) mælti með já- kvæðri afgreiðslu málsins og flutti sameiginlega breytingar- tillögu við tillögu ríkisstjórnar- innar en fulltrúi Alþýðuflokks- ins í nefndinni, Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaður, snerist gegn málinu og vildi ekki að svo komnu veita ríkisstjórninni heimild til að taka ákvörðun um framkvæmdir. í nefndaráliti meirihlutans segir m. a.: „Nefndin varð ekki sammála og leggur meirihluti nefndarinnar til að tillagan verði samþykkt með breytingu, sem Framh. á 2. síðu. Útlitsteikning af vœntanlegri kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.