Austurland - 24.05.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 24.05.1984, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 24. MAÍ 1984. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Þjóðfélag milliliðanna? Undanfarnar vikur hafa hin ýmsu fyrirtæki lands- manna verið að halda aðalfundi sína og fréttir af afkomu þeirra hafa birst í fjölmiðlum. Þar skiptir mjög í tvö horn. Hvert þjónustufyrirtækið af öðru; flugfélög, skipa- félög, olíufélög, bankar og tryggingarfélög sýna góða afkomu og háar hagnaðartölur. Þessi fyrirtæki, þó ólík séu að öðru leyti, eiga það sameiginlegt að þau hafa fengið að velta kostnaðarhækkunum út í verð- lagið, þau nærast að meira og minna leyti á útflutn- ingsatvinnuvegunum og þau hafa höfuðstöðvar sínar í höfuðborginni. Fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði útgerð og fisk- vinnsla, koma aftur á móti út með geysilegu tapi og mörg þeirra eru að stöðvast. Þessi fyrirtæki selja afurðir sínar á erlendum mörkuðum og geta því ekki velt kostnaði af fjármagni eða þjónustu út í verðlagið. Og þessi fyrirtæki eru flest úti á larlcTSbyggðinni. Á sl. ári var tap á útgerðinni áætlað 30 -"40%. Fjármagnskostnaður vegur þar mjög þungt og við skulum ekki gleyma því að kaupendum skipa hefur nánast verið ýtt út í dollaralán af hagspekingum okkar. Mikið hefði sparast þar, hefðu lánin verið í öðrum gjaldeyri. Eina grein fiskvinnslunnar sem komst upp á núllið var frystingin, en með minnkandi hlut þorsks í afla er sá draumur búinn og bullandi tap er á bæði saltfisk- og skreiðarverkun. Það er meira en lítið bogið við það þjóðfélag sem svona býr að undirstöðuatvinnuvegunum en hlúir að milliliðum. Afleiðingin er m. a. áberandi vaxandi vantrú á sjávarútveginn, sem nær alveg inn í æðstu peningastofnun þjóðarinnar. Þessi vantrú birtist svo í stefnu stjórnvalda og er á góðri leið með að eyða byggð á stórum svæðum úti um land og sökkva okkur öllum í skuldafen. Gengisstefna stjórnvalda er t. d. miðuð við þarfir innflutningsverslunarinnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún bitnar hart á sjávarplássunum þar sem útflutn- ingsverðmætin eru sköpuð. Hvaða tuskusali og drasl- innflytjandi sem er getur fengið ómældan gjaldeyri, en detti útgerðarmanni í hug að endurnýja skip sitt ætlar allt um koll að keyra og hneykslunaralda skekur fjölmiðlana. Þetta ætti þó að vera sára einfalt. Gengi krónunnar þarf að fylgja afkomu sjávarútvegsins, en hvorki sitja fast né fljóta eftir duttlungum seðlabankastjóra. Tak- ist ekki að sýna stjórnvöldum fram á þetta eftir venju- legum leiðum kann að vera að eina leiðin sé að stoppa. Hætta bæði veiðum og vinnslu til að sýna þeim hvaðan gjaldeyririnn kemur. Krjóh. FRA ALÞINGI írfi E3 S "91 m Þingfundum lauk síðastlið- inn þriðjudag og var að vanda mikill handagangur með og á móti síðustu viku þingsins. At- hygli hefur vakið hversu óvenjulega illa þingstörfin voru skipulögð af stjórnarlið- inu og þurftu forsetar þingsins ítrekað að minna formenn nefnda, sem eru úr stjórnarlið- inu um að sinna skyldustörf- um. Ágreiningur milli ríkis- stjórnarflokkanna í málum, stórum og smáum, setti mikinn svip á þinghaldið og bar þar hæst húsnæðismál, söluskatt af mangó og kókó og innflutning á kartöflum. Oftast var það framsókn sem beygði sig fyrir íhaldinu en ágreiningur innan stjórnarflokkanna hefur líka farið vaxandi. Hér verður hins vegar að venju minnst fyrst ogfremst á þau mál, sem snerta Austfirði sérstaklega. Kísilmálmverksmiðja Þingsályktun um Kísil- málmverksmiðjuna var sam- þykkt á síðasta degi þingsins og heimild til að hefja fram- kvæmdir þar með í höndum ríkisstjórnarinnar. Því stóra máli eru gerð nokkur skil ann- ars staðar í þessu blaði. Varnir á Skeiðarársandi Tveimur þingsályktunartil- lögum, sem Hjörleifur Gutt- ormsson er flutningsmaður að, var vísað til ríkisstjórnarinnar með jákvæðri umsögn 'frá þingnefndum. Er þar um að ræða tillögu um varnir vegna Skeiðarárhlaupa, semfjárveit- inganefnd fjallaði um og til- lögu um átak í eldi og klaki sjávar- og vatnadýra. Höfðu margir aðilar veitt umsögn um síðari tillöguna, þar á meðal búnaðarþing, sem mælti með samþykkt hennar aðalat- riðum. Lengi getur vont versnað Enginn endir ætlar að verða á brigðum ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun húshitunar- kostnaðar. Allir muna kosn- ingaloforðin þeirra Egils og Sverris og fúkyrðin í garð fyrri stjórnar. Efndirnar urðu síðan þær sem menn þekkja á raf- magnsreikningum síðustu missera. Fyrir jól gaf Sverrir iðnaðarráðherra enn loforð um miklar úrbætur með frum- varpi, sem kæmi fram „á fyrstu dögum þings eftir áramót". - Um mánaðamót mars-apríl lagði Hjörleifur fram fyrir- spurn um hvenær þessa frum- varps væri að vænta og loks 26. apríl var það lagt fram. Eins og þegar hefur verið greint frá í blaðinti, var í frumvarpi þessu ekki að finna neina úr- bót frá núverandi ástandi utan almenn ákvæði um orkusparn- að. Þetta er ekki aðeins mat stjórnarandstöðunnar heldur komst Iðnaðarnefnd Efri deildar, undir forystu Þorvalds Garðars Kristjánssonar sam- hljóða að sömu niðurstöðu. Þar á einnig Egill Jónsson sæti. Reyndu stjórnarliðar að fá fram einhverjar úrbætur á frumvarpinu með viðræðum við iðnaðarráðherra en árang- urslaust. Taldi nefndin þar með tilgangslaust að senda frumvarpið frá sér og þar með sofnaði það vært. Eru þetta einhver átakanlegustu örlög á stóru máli þar sem loforð um úrbætur hafa hlaðist upp en reyndin orðið þveröfug - ekki er hlutur framsóknarforust- unnar betri í þessu máli, því að í umræðum um fjárlagagat- ið í mars lagði þingflokkur framsóknar til að skorið yrði niður fjármagn á fjárlögum til niðurgreiðslu á orkuverði. Einnig benti forsætisráðherra á frumvarp Sverris sem helstu skrautfjörður ríkisstjórnarinn- ar til að draga úr búseturöskun í umræðum um kosningalaga- breytinguna og hefur sú fjöður nú fallið. H. Hvenær heimilar ríkisstjórnin Framh. af 1. síðu. flutt er af sérstöku þingskjali. Breytingin er tvíþætt: Annars vegar miðar breytingin að því, að tryggja að ályktun Alþingis sé í fullu samræmi við 3. gr. lag- anna um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði nr. 70/1982 svo að ríkisstjórnin fái þær heimildir sem í lögunum greinir. Einnig kemur fram að ríkisstjórnin hafi heimild til að leita eftir sam- vinnu við innlenda og erlenda aðila um eignaraðild að þessu fyrirtæki. Hjörleifur Guttormsson tók sæti í nefndinni við afgreiðslu þessa máls í forföllum Garðars Sigurðssonar." Undir þetta álit rituðu, auk Hjörleifs, þeir Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður nefnd- arinnar, Egill Jónsson, Eggert Haukdal, Kolbrún Jónsdóttir frá Bandalagi jafnaðarmanna og Þórarinn Sigurjónsson frá Framsóknarflokki. Kolbrún og Hjörleifur höfðu fyrirvara, hinn síðartaldi varðandi eignaraðild að verksmiðjunni. Gerði Hjör- leifur grein fyrir þeim fyrirvara við umræðu um málið í Samein- uðu þingi og taldi aðild útlend- inga að verksmiðjunni bæði þarflausa og til trafala. gildandi lög um verksmiðjuna kveða á um að íslenska ríkið eigi meiri- hluta í henni eða 51%. í um- ræðum um málið kom einnig fram hjá Birgi ísleifi, að það ætti að vera fyllilega á færi íslend- inga að eiga og reka verksmiðj- una án tilstyrks útlendinga en Sjálfstæðisflokkurinn teldi er- lenda eignaraðild æskilega til að draga úr áhættu á rekstrinum. Við atkvæðagreiðslu um breytingartillögu meirihluta At- vinnumálanefndar Sameinaðs þings féllu atkvæði þannig að 44 greiddu atkvæði með breyting- artillögunni en 7 á móti. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði og 5 voru fjarverandi. Þeir sem greiddu atkvæði gegn breyting- artillögu meirihlutans voru 3 þingmenn Kvennalista, Jó- hanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin frá Alþýðuflokkj og Garðar Sigurðsson og Guðrún Helgadóttir frá Alþýðubanda- lagi. Breytingartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur, sem fresta vildi ákvörðun, hafði áður verið felld með 38 atkvæðum gegn 5. Þingsályktunartillagan var síð- an samþykkt í heild með 47 at- kvæðum gegn 5 og greiddi þá enginn þingmaður Alþýðu- bandalagsins atkvæði á móti. Er málið þar með komið í hendur ríkisstjórnarinnar. Ár er nú liðið frá því að Sjálf- stæðisflokkurinn tók við iðnað- armálum í ríkisstjórn og þegar er orðin mikil töf á að fram- kvæmdir hefjist við verksmiðj-' una. Nú hljóta menn að vænta þess að sprett verði úr spori að fenginni samþykkt Alþingis.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.