Austurland


Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 1. júní 1984. 22. tölublað. Auglýsið r 1 Austurlandi Sjómanna- dagurinn á Seyðisfirði Sjómannadagshátíðahöldin á Seyðisfirði verða með hefð- bundnu sniði í ár. Þau hefjast á laugardagskvöld kl. 20 með kappróðri og er búist við þátt- töku 6 keppnissveita. Kl. 9 á sunnudagsmorgun hefst hóp- siglingin og verður yngsta kyn- slóðin boðin sérstaklega vel- komin í hana. Kl. 11 munu menn ganga fylktu liði til guðs- þjónustu í kirkjunni, en eftir hádegi verður ýmislegt til skemmtunar á bæjarbryggj- unni. Eftir hádegi á sjómannadag- inn hefst kaffisala Kvennadeild- ar Slysavarnarfélagsins Ránar í Herðubreið. Að venju lýkur hátíðahöld- unum með dansleik um kvöldið. J. J. Stærsta blað landsins í ár! Sjómannadagsblað Neskaupstaðar að koma út Þegar þetta er skrifað er að renna út úr pressu Nesprents blað sem án efa á eftir að vekja verulega athygli. Þarna er um að ræða Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1984. Að þessu sinni er meira í blaðið lagt en nokkru sinni fyrr og alls mun það verða 144 blaðsíður. Spakir menn segja að þetta verði stærsta blað landsins í ár. í blaðinu að þessu sinni er afar fjölbreytt efni bæði í máli og myndum. Helstu höfundar ritaðs máls í blaðinu eru Ragnar Á. Sigurðsson, Magni Krist- jánsson, Smári Geirsson, Þórð- ur Kr. Jóhannsson, Guðmundur Sveinsson, Þórhallur Jónasson, Hilmar Bjarnason, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jó- hannsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson og Ingvar Hallgríms- son. Er þetta í sjöunda sinn sem Sjómannadagsblað Neskaup- staðar kemur út og er óhætt að fullyrða að það er orðið fastur punktur í útgáfu- og menning- armálum Neskaupstaðar. Hefur blaðið, á þeim sjö árum sem það hefur birst lesendum sfnum, bjargað frá glötun ómældum fróðleik og er vonandi að að- standendur þess haldi áfram út- gáfunni um ókomna tíð. Útgefandi Sjómannadags- blaðsins er Sjómannadagsráð Neskaupstaðar og eiga þeir Guðjón Marteinsson, Ragnar Sigurðsson og Magni Kristjáns- son sæti í ritnefnd. Ritstjóri blaðsins, eins og undanfarin ár, er Smári Geirsson. Að þessu sinni er blaðið nær alfarið unnið í Neskaupstað. Eins og lesendum AUSTUR- LANDS er kunnugt festi prent- smiðjan Nesprent kaup á setn- ingartölvu og offsetprentvél á sl. ári og er því unnt að vinna blaðið heima með fullkomnustu tækjum sem völ er á. A sunnudaginn kemur er sjómannadagurinn. Af því tilefni birtir AUSTURLAND mynd af minnis- merki sjómanna á Eskifirði og óskar sjómönnum allra heilla. Rœkjan: Nokkrir hafa fengið leyfi - mörg óafgreidd Á þessum þrengingartímum í sjávarútvegi horfa menn nokkuð til rækjunnar og mögu- leikanna þar. AUSTUR- LAND hringdi í Jón B. Jónas- son hjá Sjávarútvegsráðuneyt- inu og spurði hann frétta af rækjuleyfum til Austfirðinga. Hann sagði að um áramót sl. hafi verið veitt nokkur leyfi til rækjuvinnslu. Þeir sem leyfin fengu voru: Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga, Hornafirði. Búlandstindur, Djúpavogi. Hraðfrystihús Breiðdælinga, Breiðdalsvík. Pólarsíld, Fáskrúðsfirði. Hins vegar sagði Jón að margir hafi sótt um leyfi en ekki væri búið að afgreiða þau mál ennþá. Þeir væru: Hraðfrystihús Stöðvarfjarð- ar. Árni Gunnarsson og Sigur- jón Helgason, Breiðdalsvík. Verktakar hf., Reyðarfirði. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Guðjón Hjaltason, Eski- firði. Friðþjófur hf., Eskifirði. Útgerðarfélagið Þór hf., Eskifirði. Austfirðingur hf., Eskifirði. Kaupfélagið Fram, Nes- kaupstað. Síldarvinnslan hf., Neskaup- stað. Gylfi Gunnarsson, Nes- kaupstað. Útver hf., Bakkafirði. Fleiri umsóknir væru ekki komnar til sín en möguleiki væri á að menn sæktu beint til ráðherra. Um mál þeirra, sem sótt hafa um en ekki fengið leyfi ennþá, sagði Jón að vinnsluleyfum hafi fjölgað talsvert undanfarið og spurning hvað ætti að fjölga þeim mikið meir. Menn vildu fá einhverja reynslu á þetta, nú væri komin nokkuð góð dreifing miðað við það hvernig miðin lægju og réttara að doka við áður en farið væri út í frek- ari fjárfestingu. Um það eftir hverju farið væri við leyfisveitingu sagði Jón B. Jónasson að þegar fleiri en einn sæktu um frá hverjum stað og gera þyrfti upp á milli aðila væri reynt að meta hverjir væru í bestri aðstöðu, þyrftu minnst til að kosta, hvort þeir hefðu fjármagn til fram- kvæmdanna og hvaða mögu- leika þeir hefðu á útvegun hrá- efnis. Varðandi það hvaða byggð- arlög fengju leyfi sagði hann að þá kæmu byggðasjónarmið til viðbótar. Um frekari leyfi til báta sagði Jón að hver bátur gæti verið á öllu veiðisvæðinu. Þess vegna mætti búast við að ein- hverjir þeirra báta sem lagt hafa upp annars staðar kæmu til með að landa á Austfjörðum ef veiði yrði góð þar, þar sem nú hefðu komið þar upp vinnslustöðvar. Hins vegar hefðu einhverjir bátar fengið leyfi hér fyrir austan.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.