Austurland


Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR, 1. JÚNÍ 1984. Guðjón Sveinsson: Jafnrétti - Misrétti (Frelsi eða morknun þjóðfélags) Ljósm. Ólöf. Vorið góða Vorið er komið, komið yfir óravítt haf, hefur sest á sængur- stokk vorn, hefur strokið hönd um vitund vora, hefur vermt sál- ina. Þá er miklum áfanga náð. Með fullum rómi getum við sungið: „Vorið er komið og grundirnar gróa“. Það eru fögur sannindi. Þrátt fyrir það er ekki vorlegt á akri þjóðlífsins, ekki í afkim- um auðhyggju og óréttlætis. Kannski vorar þar aldrei, margt bendir til þess. Eitt sinn töluðu þingmenn Al- þýðubandalagsins um að jafna laun í landinu. Ekki fráleit hugmynd, því það er skoðun margra og trúlega forystu flokksins, að Alþýðubandalagið sé meiður og það gildur af stofni þess sterka trés, er nefnist jafn- aðarmennska. Meira að segja fluttu ágætir þingmenn þings- ályktunartillögu í anda þessa. „Vorhret á glugga“ Hver varð uppskeran? Sú spurn vaknar í örlátri vorblíð- unni. Og hvers vegna einmitt nú? Svar: A forsíðu Þjóðviljans frá 8. maí sl. er stór fyrirsögn er hljóðar svo válega: TÍFALD- UR LAUNAMUNUR og und- irfyrirsögn: Samkvæmt leyni- legri könnun sem Þjóðviljinn hefur undir höndum. í stuttu máli er þar sagt, að hæst launuðu forstjórar fái um 130.000 kr. á mán. meðan lægstu laun verkafólks séu 12.700 fyrir sama tíma. Þá för- um við með margföldunartöfl- una til glöggvunar (gott að rifja hana upp endrum og eins): 10 x 10 eru 100, 10 x 11 eru 110, 10 x 12.700 eru 127.000. M. ö. o. eftir dæminu ríflega tífaldur munur og munar um minna. Og svo klykkir blaðið út með eftir- farandi: „Þessar upplýsingar sýna að gífurlegur munur er á milli hæstu og lægstu launa á íslandi. og eins og Þjóðviljinn mun sýna á morgun, þá er sá munur að aukast". Undir þetta ritar Ö. S. Ég ætla ekki að vitna neitt í þá grein, en læt fylgja með „launatöflu", sem skýrir vel, hvað við er átt. En ég get bætt því við, að þessi þróun er upp- haf að brenglaðri þjóðfélags- gerð. Enn fremur væri hverjum manni nauðsyn að lesa þessa grein í 103. tbl. Þjóðviljans 9. maí 1984. En eru þetta einhver ný sann- indi? Nei, fjarri því. Ferskasta vitneskjan er. að launamunur- inn er að aukast, er að aukast. Þá kem ég loks að þeim kjarna, sem stefnt var að. Það er sorgleg staðreynd, að hér á Alþýðubandalagið sök á. Það sat í ríkisstjórn á árunum 1978 - 1983 og hefði þá átt að láta þessi mál til sín taka, setja

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.