Austurland


Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 5

Austurland - 01.06.1984, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR, 1. JÚNÍ 1984. 5 þau á oddinn. Það bar ekki gæfu til þess. Nú heyrist mér, að fylg- istap þess hafi aukist þessi síð- ustu misseri þrátt fyrir setu utan ríkisstjórnar. Svarið við því er einfaldlega þetta: Þegar Al- þýðubandalagið átti kost á að leiðrétta launamuninn, hélt það að sér höndum, stóð átekta, en eftir hverju? Þessi frammistaða hefur sett alþýðu landsins í vanda, hún veit ekki, hverjum hún á að fela umboð sitt, til jafnra lífskjara. Ný sókn Um liðinn tíma þýðir ekki að fást, en það má og verður að draga af honum lærdóm, byggja á honum hornsteina nýrrar sóknar. Ég vænti þess, að það reyni Alþýðubandalagið. Það noti tímann fram að næstu kosn- ingum, til að reyna á einfaldan, hógværan en sannfærandi hátt að ná saman í breiðfylkingu öllu vinnandi fólki í landinu, opni augu þess fyrir misréttinum á launamarkaðinum, opni augu þess fyrir stéttarvitund og jafn- rétti, opni öllum vinstri flokkum leið að innsta kjarna sósíalism- ans - þá er sigurinn í höfn. Hvergi í heiminum er betri grundvöllur fyrir sem jöfnustum launum. Það gerir fámennið, þótt stundum setji það skorður í ýmsum málum. I þessu af- skekkta eylandi, getur ríkt vel- megun (og er kannski, ef miðað er við marghrjáðar stríðsþjóðir) og jafnrétti á öllum sviðum þjóðlífsins, en tífaldur launa- munur er ekki velmegun - hreki það hver sem vill. Þetta á að vera leiðarljós for- ystu vinstri aflanna í landinu. Skiptir kannski ekki meginmáli, hvort hún heitir X eða Z. Al- þýðubandalagið getur þar ýtt úr vör. Ef þetta tekst ekki, þetta ætlunarverk geispar golunni fyr- ir næstu kosningar, ætti forysta vinstri manna í landinu að taka sér skóflu í hönd og grafa sína gröf. Askorun: Vinnið traust fólksins, traust fólksins, sem er á sjónum, stendur í frystihúsun- um, anstaltar á hafnarbökkun- um, sópar göturnar, gefur hey á garða, ekur bifreiðum, kennir, reiknar út laun, afgreiðir í versl- unum, skúrar gólf, sinnir sjúku fólki o. fl. o. fl. Ef þetta fólk sér ekki það afl, sem sameinar það í lífsbaráttunni, þá er lýð- ræðið í þessu landi eins og væng- brotin rjúpa, sem fálkinn er í engum vanda að rífa á hol. For- ysta, flokksmenn og annað fólk með hjartað á jafnréttisstað. Upp með ermarnar. í næstu kosningum verða einkunnar- orðin: ALLIR JAFNIR Á ÍS- LANDI! Vafasöm teikn á lofti En ýmis teikn eru á lofti, að ekki eigi jafnrétti leið að Framh. á 7. síðu. Tafla Samanburður á mánaðarlaunum stjórnenda hjá fyrirtækjum og láglaunafólks hjá sömu fyrirtækjum. Inní mánaðarlaunin ítöflunni eru reiknuð öll hlunnindi og bílastyrkir. Stöðuheiti Meðallaun Hæstu laun Lægstu laun Forstjóri 80 þús. 132 þús. 35 þús. Fjármálastj. 57 þús. 112 þús. 31 þús. Deildarstjóri 46 þús. 83 þús. 24 þús. Verslunarstj. 35 þús. 68 þús. 23 þús. Almenn afgreíðslustörf 16.3 þús. 24.5 þús. 13.5 þús. Tafla Meðaltal heildarlauna á mánuði (föst laun + hlunnindi + bílastyrkir) í dag og fyrir sex mánuðum hjá fjórum gerðum stjórnenda (nákvæms stöðuheitis er ekki getið) í fyrirtækjum og hjá fólki sem starfar við almenn afgreiðslustörf. katt<J?SS °*bi Laun fyrir Hækkun í prós. Staða í fyrirtæki Laun í dag sex mánuðum yfir tímabilíð Stjómandi 1 74 þús. 64 þús. 15% Stjómandi 2 64 þús. 56 þús. 14% Stjórnandi 3 45 þús. 40 þús. 12% Stjómandi 4 52 þús. 43 þús. 22% 15.5 þús. 5% Atvinna Starfsmann vantar í eldhús Fjórðungssjúkarahússins Neskaupstað til sumarafleysinga (hlutastarf) Upplýsingar S 7409 og 7276 Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Sendum norðfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur á sjómannadaginn 3. júní 1984 Þökkum viðskiptin Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22, Neskaupstað Almenn afgreiðslustörf 16.3 þús.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.