Austurland


Austurland - 07.06.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 07.06.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 7. júní 1984. 23. tölu'blað. Auglýsið r 1 Austurlandi Forráðamenn sjávarútvegsfyrirtœkja á Austurlandi: Sjávarútvegurinn kominn í þrot Skipin hætta veiðum 24. júní og fiskvinnslan stöðvast, ábyrgðin er hjá stjórnvöldum Skipin hætta veiðum 24. júní nk. og öll fískvinnsla á Austfjörðnm mun stöðvast nokkrum dögum seinna. Hætt er við að einhverjir verði stopp fyrr vegna fjárskorts og raunar ættu allir að vera hættir fyrir mörgum vikum eða mán- uðum. Stjómvöld virðast lít- inn skilning hafa á mikilvægi sjávarútvegsins og þau fást ekki til að taka á málum hans af skynsemi. Því er lýst fullri ábyrgð stjórnvalda á þeim erf- iðleikum sem nú er við að stríða og væntanlegum rekstr- arstöðvunum fyrirtækja af þeim sökum. Þetta eru aðalniðurstöður fundar sem forráðamenn allra helstu sjávarútvegsfyrirtækja frá Vopnafirði til Djúpavogs héldu sl. þriðjudag á Egils- stöðum. Þeir kynntu einnig á þessum fundi sjónarmið sín fyrir fulltrúum Alþýðusambands Austurlands og Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjör- dæmi. Fullkomin eining ríkti á fund- inum og menn lögðu áherslu á að þetta væri óhjákvæmileg að- gerð þó vissulega gæti hún orðið sársaukafull. Töldu menn nauðsynlegt að skýra málin sem best og haga aðgerðum þannig að þær bitn- uðu ekki á þeim sem síst skyldi, þ. e. starfsfólki fyrirtækjanna til lands og sjávar. Hér til hliðar fylgir orðrétt ályktun sú sem samþykkt var einróma á fundinum. Verður flotinn bundinn 24. júní? Ljósm. Guðni K. Agústsson. •4? * v „Forráðamenn eftirtalinna sjávarútvegsfyrirtækja mót- mæla hér með harðlega sjávar- útvegsstefnu stjórnvalda, sem stefnir fjárhagslegu sjálfstæði fyrirtækja í sjávarútvegi í hættu, með stöðugum tap- rekstri, sífellt hækkandi raun- vöxtum og samdrætti í endur- kaupalánum Seðlabanka íslands. Stjórnvöld hafa náð miklum árangri í baráttunni við verð- bólguna, sem var að sliga alla atvinnustarfsemi í landinu. Átök þau sem þessu eru sam- fara, mega þó ekki verða til þess að sjávarútvegurinn einn atvinnuvega, búi við gjörsam- lega óviðunandi rekstrarskil- yrði. Nú er 15 - 25% tap á útgerð og um 5% tap á saltfiskverkun. Tap á skreiðarbirgðum eru 200 - 300 millj. og táknrænt fyrir afstöðu stjórnvalda, að ætlunin er að taka „gengishagnað" af skreiðarbirgðum þrátt fyrir tapið. Tap er nú einnig á rekstri frystihúsa og hefur afkoman versnað mjög vegna birgða- söfnunar og óhagkvæmri sam- setningu framleiðslunnar, en gert var ráð fyrir. Síðasta ríkisstjórn bjó sjáv- arútveginum verri starfsskil- yrði, en nokkur önnur í langan tíma, þrátt fyrir mesta afla sem um getur og hagstæð markaðs- verð sjávarafurða. Þrátt fyrir að nú séu ytri skil- yrði á margan hátt erfiðari, er ófært að halda áfram á þeirri óheillabraut sem þá var farin. Fjármagnskostnaður eykst sí- fellt vegna taprekstrar og hárra raunvaxta. Sjávarútvegurinn greiðir nú í verulegum mæli 10 - 15% raunvexti og afurðalán sem ávallt hafa verið með mun lægri fjármagnskostnað en önnur lán, eru nú með 4 - 5% raunvexti. Samkeppnisaðstaða sjávarútvegsfyrirtækja versnar stöðugt. Bæði gagnvart öðrum atvinnuvegum hér innalands og ekki síður gagnvart sjávar- vöruframleiðslu annarra þjóða á erlendum mörkuðum. Það er ekki tekist á við vandann, held- ur er hann lagður á herðar komandi kynslóða. Það er ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa haldið áfram rekstri, mun lengur en skynsamlegt virðist. Þetta hef- ur verið gert í von um að stjórnvöld tækju á málum sjáv- arútvegsins af skynsemi og í þeirri vissu að allsherjar stöðv- un í sjávarútvegi valdi þjóðfé- laginu stórtjóni. Við lýsum því hér með yfir vonbrigðum okkar með, að þessi ábyrga afstaða hefur ekki orðið til annars, en að sífellt er aukið á erfiðleika sjávarút- vegsfyrirtækja. Því er ekki hjá því komsist að lýsa yfir fullri ábyrgð stjórnvalda á þeim erf- iðleikum, sem sjávarútvegur- inn á nú við að stríða og vænt- anlegum rekstrastöðvunum fyrirtækja af þeim sökum. Nauðsynlegt er að eftirfar- andi ráðstafanir verði gerðar nú þegar, til að koma í veg fyrir stöðvun fyrirtækja í sjávarút- vegi. 1. Endurkaupalán Seðla- banka íslands hækki í 60% af afurðaverðmæti. Við- skiptabankarnir láni síðan 24% til viðbótar, þannig að heildarlán nemi 84% af afurðaverðmæti. 2. Útvegað verði innlent lán og ef það tekst ekki, þá er- lent lán að upphæð 1000 milljónir króna, til greiðslu á hluta vanskila útgerðar og fiskvinnslu. Þannig verði greiðslubyrði vegna van- skiladreiftá8-10ár. Ríkis- ábyrgðasjóður ábyrgist lán þetta. Til þess að sýna fram á nauðsyn þessa, er nóg að fram komi að aðeins tap út- gerðar 1982 og 1983 nam um 2.4 milljörðum króna. 3. Fiskverð verði hvorki nú né síðar ákveðið þannig, að tap sé á meðalútgerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki. 4. Vextir á afurðalánum verði lækkaðir. Undirritaðir aðilar sjá enga leið til þess að halda áfram rekstri við núverandi aðstæður og ákveða því hér með að hætta veiðum 24. júní 1984. Það blasir því við, að svo til öll fiskvinnsla á Austfjörðum stöðvast nokkrum dögum seinna. Þrátt fyrir þessa tíma- setningu getur vel svo farið, að einhverjum takist ekki að greiða laun til þess tíma, eða stöðvist af öðrum ástæðum. Fyrirtæki: f. h. Síldarvinnslunnar hf., Neskaupst. f. h. Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. f. h. Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. f. h. Skipakletts hf. ogGSR, Reyðarf. f. h. Pólarsíldarhf., Fáskrúðsfirði f. h. Fiskvinnslunnar hf., Seyðisfirði f. h. Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. f. h. Gullbergs hf., Seyðisfirði f. h. Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. f. h. Búlandstindshf., Djúpavogi f. h.Tangahf., Vopnafirði Ólafur Gunnarsson Gísli Jónatansson Aðalsteinn Jónsson Hallgrímur Jónasson Bergur Hallgrímsson Þorbergur Þórarinsson Pétur Sigurðsson Adolf Guðmundsson Guðjón Smári Agnarsson Gunniaugur Ingvarsson PéturOlgeirsson" Stöðvist sjávarútvegurinn þá stöðvast allt Vandi sjávarútvegsins er vandi allra landsmanna. Við finnum það fyrst í sjávarpláss- unum úti um land en um síðir verður hans vart alls staðar í þjóðlífinu því það er nú einu sinni sjávarútvegurinn sem heldur öllu hinu uppi. Sveitars- tjórnar.menn fylgjast nú grannt með framvindu mála og Sam- band sveitarfélaga hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun af þessu tilefni: „SSA vekur athygli stjórn- valda á þeim gífurlega vanda sem við er að glíma í sjávarút- vegi á Austurlandi. Nú er svo komið að rekstrar- stöðvun blasir við í flestum fyrirtækjum í sjávarútvegi með ógnvænlegum afleiðingum fyr- ir landshlutann. Sveitarfélögin eru hvert af öðru að komast í greiðsluþrot því burðarásar atvinnulífs þeirra, útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækin, geta ekki greitt til sveitarsjóðanna. Verði ekki brugðist hart við og þessum undirstöðuatvinnu- greinum sköpuð lífvænleg rekstrarskilyrði vofir yfir hrun á landsbyggðinni. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og SSA hvetur þau ein- dregið til að kynna sér þær ráð- stafanir sem fundur forráða- manna fyrirtækja í sjávarút- vegi á Austurlandi 4. júní bendir á. SSA hefur áður bent á að hafinn er fólksflótti af lands- byggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Takist ekki að bægja frá aðsteðjandi vá mun sá flótti magnast, en það er von SSA að það sé stefna ríkisstjórnar íslands að viðhalda búsetu á landsbyggðinni."

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.