Austurland


Austurland - 07.06.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 07.06.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 7. JÚNÍ 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Ólöf Þorvaldsdóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Allt er að stöðvast „Er samstaða um það í ríkisstjórninni að leggja fiskveiðar og fiskvinnslu í rúst og iandsbyggðina í eyði?“ Þannig spyr Ragnhildur Kristjánsdóttir frá Eski- firði í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Ragn- hildur rekur með öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki og þekkir því til hlítar þau mál sem hún fjallar um í grein sinni. Hún minnir þingmenn á sína miklu ábyrgð og segir: „En nú held ég að þeir ættu að staldra við og hugsa um hvar þeir ætla að taka peninga til að byggja fyrir í Reykjavík þegar þeir verða búnir að flæma bróður- partinn af fólkinu við sjávarsíðuna burt, til sín í sæluna náttúrlega.“ Og hún lýsir þvf hvernig ástandið er orðið og segir: „Það er mannskemmandi og niður- lægjandi að vera vanskilamaður til langframa, eins og sjávarútvegsfyrirtækin eru nú orðin. Við krefj- umst þess að úr verði bætt án tafar. Við krefjumst þess réttlætis að fá að standa undir þjóðarbúskapnum án þess að atvinnutækin étist upp í vanskilum og dráttarvöxtum, og án þess að við sjálf bíðum tjón á sálu okkar við að reyna að halda í horfinu.“ Þessi hörðu orð Ragnhildar Kristjánsdóttur eru því miður aðeins raunsönn lýsing á ástandinu í ís- lenskum sjávarútvegi nú, og hafi einhver efast ætti hann að sannfærast eftir að forráðamenn fyrirtækja á Austfjörðum hafa ákveðið að hætta veiðum frá 24. júní nk. Slíka ákvörðun taka menn ekki fyrr en allt um þrýtur, en nú er svo komið að eigið fé fyrirtækj- anna er uppurið og lánsmöguleikar fullnýttir svo í raun er sjálfhætt. Hvernig getur svona ástand skapast? Hvernig þjóðfélag er það sem þannig býr að undirstöðuat- vinnuvegi sínum? Hvernig getur setið við völd ríkis- stjórn sem er svo gjörsamlega úr tengslum við at- vinnulíf landsmanna að hún skilji þetta ekki? Það er 15 - 25% tap á útgerð skuttogara, 5% tap á saltfiskverkun og frystingin er á núlli og stefnir í tap vegna birgðasöfnunar og óhagkvæmari samsetn- ingu framleiðslunnar en gert var ráð fyrir. Samkeppn- isaðstaða sjávarútvegsins gagnvart öðrum atvinnu- vegum innanlands hefur stórversnað og það sem meira er um vert - gagnvart sjávarvöruframleiðslu annarra þjóða á erlendum mörkuðum. Stjórnvöld virðast alls ekki gera sér grein fyrir þeirri vá sem fyrir dyrum er hjá þeim atvinnuvegi sem í raun stend- ur undir því velferðarríki sem hér hefur verið og undir 75 - 80% af allri gjaldeyrisöfluninni. Verði ekki brugðist hart við og farið að ráðum þeirra manna, sem gjörþekkja sjávarútveginn stoppa ekki bara skipin á Austfjörðum heldur um allt land með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Krjóh. Lúðvík sjötugur Lúðvík Jósepsson fyrrum ráðherra verður sjötugur laugardaginn 16. júní næstkomandi. Lúðvík verður staddur í Neskaupstað á afmælis- daginn og vinir hans og félagar hafa ráðgert að halda afmælisbarninu hóf í Egilsbúð þann dag. Nánar verður sagt frá þessu í næsta tölublaði AUSTURLANDS. Kirkja Hátíðarmessa í Norðfjarðar- kirkju hvítasunnudag kl. 1030 f. h. Athugið breyttan messutíma. Sóknarprestur. Dýptarmælir í góðu lagi óskast Upplýsingar 0 2425 á kvöldin Sambýli á Egilsstöðum Starfsfólk óskast Sambýli fyrir fatlaða á Egilsstöðum tekur til starfa 1. september nk. Ó skum því eftir að ráða forstöðumann frá 15. ágúst og starfsmenn frá 1. sept. nk. Sambýlið er ætlað andlega hömluðu fólki og er fyrir 6 íbúa Umsóknir sendist til: Svæðisstjórn Austurlands um málefni fatlaðra Vonarlandi Egilsstöðum fyrir 15. júní nk. Uppl. 0 97-3805 eftir kl. 1900 NESKAUPSTAÐUR Frá Heilbrigðisnefnd Neskaupstað Norðfirðingar og bændur í Norðfjarðarsveit Fegrum bæinn og sveitina, fjarlægjum allt drasl af lóðum okkar Það ber öllum, sem umráðarétt hafa yfir lóðum, að hreinsa þær og lagfæra Einnig eru þeir bæjarbúar sem kunna að eiga óþarfa hluti á opnum svæðum beðnir um að fjarlægja þá Bíll fer um bæinn og hirðir rusl dagana 14. og 15. júní Heilbrigðisfulltrúi Sjómannadagsráðþakkar öllumþeim sem lánuðu myndir tUsýningar sl. sjómannadag. Við vonum að okkur verði vel tekið síðar þegar við fölumst eftir myndum úr þessu fjölbreytta safni tU birtingaríSjómannadagsblaðinu okkar. Þessa dagana er verið að skUa myndunum til réttra eigenda. Ef einhver telur sig vanta mynd að 2 — 3 vikum liðnum er viðkomandi beðinn að snúa sér tU Magna Kristjánssonar. Því miður kom ekki fram á sýningu myndanna hver annaðist hina smekklegu uppsetningu sýningarinnar, en það var Þuríður Una Pétursdóttir myndmenntakennari. ALGJORAR TOPPlVEYTsroiR - ALLT NYTT! 10 to Midnight (Charles Bronson) Leitin að dvergunum (Peter Fonda) Bad Boys (Götustrákar) 2 Áfram (Carry On) myndir The Hunter (Steve McQueen) Önnur tilraun Airplain (Stórkostleg gamanmynd) Going South (Grín-vestri m/Jack Nicholson) China Town (Jack Nicholson, Faye Dunaway. Leikstj.: Roman Polanskr Myndinvartilnefndtil 10 Óskars-veiðlauna) The Last American Virgin (Bráðfyndin gamanmynd) Munið langtímaleiguna OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9 VERSLUN — VIDEO

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.