Austurland


Austurland - 14.06.1984, Qupperneq 1

Austurland - 14.06.1984, Qupperneq 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 14. júní 1984. Aukablað á laugardag 16. júní 24. tölublað. Engin lausn í sj ónmáli Stendur fólkið uppi atvinnulaust í júnílok? Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. „Ef flotinn stöðvast er það uppgjöf okkar að búa í þessu landi“, segir sjávarútvegsráðherra, en álítur það samt ekki mál ríkisstjórnarinnar „Við höfum ekki fengið neitt fram sam gæti breytt þeirri staðreynd að við verðum að stöðva flotann. Petta er engin tiktúra í okkur, ekkert sem við höfum búið til sem pressu á stjórnvöld, heldur fyrst og fremst það að tapreksturinn er búinn að vera svo gríðarlegur svo lengi að við komumst ekki lengra. Við höfum margsinnis vakið athygli á þessu í bæði blöðum og útvarpi og annars staðar en það hefur ekki haft nein áhrif. Pessi ríkisstjórn hef- ur haft tíma til að fást við þessi verkefni núna í heilt ár en það hefur ekki sést neinn árangur af því sem máli skiptir,“ sagði Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað í viðtali við AUSTURLAND á þriðju- dagskvöld að loknum fundi fulltrúa sjávarútvegsfyrirtækj- anna hér fyrir austan með for- sætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra. Fundinn sátu einnig 3 aðilar frá verðlagsráði og fleiri samtökum innan sjávar- útvegsins. Sjávarútvegsráðherra var falið að sjá um áframhald við- ræðna og nefnd var sett í málið en í henni eru þeir Kristján Ragnarsson, Eyjólfur Isfeld, Árni Benediktsson og Ólafur Gunnarsson. A USTURLAND spurði Ólafhvort Austfirðingar mœttu eiga von á stuðningi annars staðar frá. - Við gerum frekar ráð fyrir því, að það komi aðstoð frá útgerðarmönnum annars stað- ar frá. Hversu mikil hún verður vitum við ekki fyrr en eftir þessa viku. En þeir sem við höfum rætt við hér hafa svipaða skoðun á þessum málum og við. Það er skoðun manna að ástandið sé ekkert sérstakt fyrir Austfirðina þó svo að sumir hafi vilj að telj a svo. Það er víða annars staðar ósköp líkt. Sjávarútvegsráðherra lét í veðri vaka í útvarpinu að þið hefðuð getað stjórnað fyrirtœkjunum betur t. d. verið með minni sóknarkostnað. - Mér þykir það afar ein- kennileg skoðun. Hann hefur vísað ti! Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Það mætti jafna því saman ef við stöðvuðuðum helminginn af flotanum hjá okkur við það að annarri hverri búð í Reykjavík væri lokað og annarri hverri opinberri skrif- stofu og öðru hverju iðnfyrir- tæki. Það er auðvitað ekki sam- an að jafna. Við höfum afskap- lega takmarkaða möguleika til að draga úr sókn. Mér finnst það heldur of einfalt að segja að menn hafi getað stjórnað þessu betur. Það er auðvitað alltaf hægt í öllum fyrirtækjum að stjórna hlutunum eitthvað betur en staðreyndin er nú sú, að fiskiðnaður yfirleitt er mjög vel rekinn. Ég er viss um, að ef erlendir hagfræðingar kæmu hér gætu þeir ekki fundið mikið sem bætti úr. En aftur á móti hafa þeir getað bent á 50 eða jafnvel 100% framleiðniaukn- ingu í iðnfyrirtækjum og þetta er sjálfsagt eitthvað víðar í þjóðfélaginu. Bæjarútgerð Reykjavíkur ráðgerir tap upp á 180 milljónir á þessu ári. Þetta er álíka stórt fyrirtæki og Síldarvinnslan. Ef Norðfirðingar ættu að leggja það sama til Síldarvinnslunnar og gert er til Bæjarútgerðarinn- ar þýðir það að hver fjölskylda í Neskaupstað þyrfti að leggja til 450 þúsund krónur eða þá að þeir sem vinna hjá Síldar- vinnslunni ættu að gera það ókeypis. Þannig væri komið fyrir Síldarvinnslunni ef henni væri stjórnað á sama hátt og Bæjarútgerð Reykjavikur. Trúirðu því að stjórnvöld breyti um stefnu varðandi sjáv- arútveginn? - Miðað við fyrri tíma reynslu við þetta, þá trúi ég því ekki að það gerist svo auðveld- lega. Ennþá eru þeir ekki til- búnir með nein svör sem breyta neinu. Ekki boðaðir Stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra á Austurlandi hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er furðu á því að fulltrúar þeirra skyldu ekki vera boðaðir á fund útvegsmanna þegar tekin var ákvörðun um aðgerðir sem munu skerða hlut sjómanna frá því sem orðið er og áskilur sér allan rétt til aðgerða ef þörf krefur. Algert ráðaleysi ráðherrans Það var aumt að hlusta á sjáv- arútvegsráðherrann okkar í um- ræðuþætti um sjávarútvegsmál í sjónvarpi í gærkvöldi. Hann vísaði allri ábyrgð frá sér, virtist aldeilis hissa á því að menn væru að blanda ríkisstjórninni í þetta og vildi helst vísa málinu heim í hérað til lausnar. Eftir mál- flutningi hans að dæma er alls ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að gera neitt og ráðherra hefur gef- ist upp fyrir þeim Reykjavíkur- sjónarmiðum sem endurspegl- uðust í aulafyndni stjórnandans um grátkór. Getur það verið að sjávarút- vegsráðherra telji það ekki hlut- verk ríkisstjórnarinnar að skapa aðalatvinnuvegi þjóðarinnar rekstursskilyrði? Til hvers er maðurinn þá eiginlega kosinn? Hingað til hefur það verið tal- ið grundvallarhlutverk hverrar ríkisstjórnar að skapa atvinnu- vegunum rekstrarskilyrði, en nú fer ráðherra bara í fýlu og allt hans tal er tóm eymd og vol- æði. Er þetta svona slæmt spurði líka stjórnandinn og virtist hissa. Nú liggur fyrir að hækkun Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.