Austurland


Austurland - 14.06.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 14.06.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 14. JÚNÍ 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir 07374. Auglýsingar og dreifing: Ólöf Þorvaldsdóttir 07374 - Pósthólf 31 -740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað 07571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Niðurlæging Framsóknarflokksins Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hefur nú staðið í meira en ár, og það vekur athygli að milli þessara flokka eru engin átök um vinstri eða hægri stefnu, félagshyggju eða frjáls- hyggju. Þó hafa deilur innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnarflokkanna verið háværar að undan- förnu, en þær tengjast flestar þröngum hagsmunum SÍS og gróðaafla í Sjálfstæðisflokknum, eins og dæm- ið um mangósopann er lýsandi fyrir. Forysta Framsóknarflokksins hefur smám saman verið að hrista af sér allt vinstra svipmót og vinstra fylgi og hámarki íhaldsþjónkunar og þröngsýni er náð í núverandi stjórnarsamstarfi. Þar hefur Fram- sóknarforystan á sumum sviðum reynst harðsvíraðri í afturhaldsviðhorfum en sjálft íhaldið, m. a. í því að banna samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar og svipta hana lýðréttindum. í utanríkis- og herstöðvamálum hefur Framsókn- arflokkurinn skrifað upp á stefnu Geirs Hallgríms- sonar í einu og öllu, en henni fylgja stórfelld umsvif Bandaríkjahers hérlendis, m. a. bygging flughallar í Keflavík að hluta fyrir bandarískt gjafafé, olíuhöfn fyrir herinn í Helguvík og áformaðar eru nýjar radar- stöðvar fyrir herinn á Vestfjörðum og Norð-Austur- landi. Meðal þeirra sem lýstu ánægju með þá þróun mála á Alþingi sl. vetur var Tómas Árnason og Steingrímur forsætisráðherra telur að engin breyting hafi orðið í þessum efnum frekar en þegar Einar Ágústsson sneri við blaðinu frá vinstri til hægri við stjórnarskiptin 1974. Erlend stóriðja sem iðnaðarráðherra Sjálfstæðis- flokksins boðar hástöfum sem helstu úrlausn í at- vinnumálum virðist ekki raska ró Framsóknarforyst- unnar hið minnsta, enda er hún þegar búin að skrifa upp á uppgjafarsamninga við Alusuisse og gerir stækkun álversins í Straumsvík að kappsmáli. Hvað halda menn að stórfelld hernaðarumsvif og stóriðju- framkvæmdir við Faxaflóa boði fyrir landsbyggðina á sama tíma og framleiðsluatvinnuvegum til sjávar og sveita er haldið í úlfakreppu? í fjölmiðlastarfsemi leggst SÍS og Verslunarráðið í eina sæng með Davíð Oddssyni í fyrirtækinu ísfilm, hvað sem líður samþykktum og gagnrýni frá kaupfé- lögum úti um land. í byggðamálum hefur Framsóknarflokkurinn snúið svo rækilega við blaðinu með núverandi stjórnar- stefnu að teljast verður með ólíkindum. formaður flokksins Steingrímur Hermannsson hefur tekið und- ir svipuð viðhorf og Alþýðuflokkurinn í landbúnað- EINSTAKLINGAR - ATVINNUREKENDUR FÉLÖG - SJÓÐIR OG STOFNANIR Á AUSTURLANDI Stofnað hefur verið hlutafélag um rekstur viðskiptaþjónustu á Austurlandi Fyrirtækið veitir þjónustu á eftirfarandi sviðum: — framtöl — bókhald — reikningsskil — tölvuvinnsla og forritun — endurskoðun — lögfræði — innheimtur — fasteignasala — fjárhagsáætlanir o. fl. Viðskiptaþjónusta Austurlands hf. Egilsbraut 11 Neskaupstað S 97-7790 Björn Magnússon forritari ©97-7235 Brynjólfur Eyvindsson héraðsdómslögmaður ©91-79255 Guðmundur Friðrik Sigurðsson löggiltur endurskoðandi ©91-27888 Valur Þórarinsson framkvæmdastjóri ©97-7636 Algert ráðaleysi . . . Framh. af 1. síðu. framfærsluvísitölu frá 1. júní Á sama tíma hefur dollarinn 1983 til 1. júní í árerrúm37%. hækkað um 5% og pundið um armálum, sem í framkvæmd myndu þegar í stað hrekja hundruðir bænda frá búum sínum. í kjördæmamálinu var það Framsóknarflokkurinn sem réði úrslitum um þá niðurstöðu að svipta lands- byggðina uppbótarþingsætum og auka með því vægi Faxaflóasvæðisins á Alþingi meira en gerðist við kjör- dæmabreytinguna 1959. Með núverandi ríkisstjórnaraðild, þar sem Fram- sóknarflokkurinn leggur til forsætisráðherrann í ó- mengaðri íhaldsstjórn en hér hefur áður sést í sögu lýðveldisins er niðurlæging Framsóknarforystunnar fullkomnuð. Sá flokkur sem eitt sinn hafði fjölda félagshyggjufólks og herstöðvaandstæðinga innan vébanda sinna minnir nú helst á umskiptinginn í sögunni „Átján barna faðir í álfheimum“. Hermann Jónasson ætti áreiðanlega erfitt með að gangast við þeim viðhorfum sem nú eru allsráðandi í stjórnarráð- inu. Það er í góðu samræmi við umskiptinginn í sæti forsætisráðherra að Halldór Ásgrímsson hælist yfir því í Austra að staðið hafi verið við kosningaloforðin af þeirri íhaldsstjórn sem er að setja alþýðuheimilin og landsbyggðina á vonarvöl. H. G. 8.8%. Þetta þýöir að á sama tíma og rekstrarútgjöld sjávar- útvegsins hafa hækkað um nær 40%, hækka tekjur um nálægt 7%. Og svo eru menn hissa. Þessi atvinnuvegur þarf að glíma við taprekstur og stóran skuldabagga frá fyrri árum og þá er eina ráð ríkisstjórnarinnar að festa gengið, standa á kaup- inu, en hleypa verðlagi upp. Fyrir hverja skyldi þetta gert? Það eru ekki menn úr sjávar- útveginum úti á landi, sem eru að kaupa lóðir fyrir milljónir í Reykjavík þessa dagana, en peningarnir sem notaðir eru til kaupanna eru samt á einn og annan veg frá sjávarútveginum komnir. Ríkisstjórnin er greinilega ánægð með þetta. Einhver spekingur Iét eftir sér hafa að hver þjóð fengi þá ríkis- stjórn sem hún ætti skilið. Það má satt vera, en eru samt ekki takmörk fyrir öllu? Krjóh.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.