Austurland


Austurland - 14.06.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 14.06.1984, Blaðsíða 6
Kaupliðum kjarasamninga sagt upp 1. september nk. Formannafundur ASA haldinn að Egilsstöðum 12. júní 1984 samþykkir eftirfarandi til aðildarfélaga ASA: Þar sem allar fosendur fyrir síðustu kjarasamningum hafa brostið á samningstímabilinu og kjaraskerðingin fer sívax- andi, landbúnaðarafurðir hafa hækkað urn allt að 40% síðan um áramót, lyf og læknishjálp hafa margfaldast í verði, ef læknishjálp er þá fáanleg vegna sparnaðar, svo fátt eitt sé nefnt því beinir formanna- fundur ASA því til verkalýðs- félaganna á Austurlandi að þau standi öll saman um að segja upp kaupliöum kjara- samninga fyrir 1. september nk. Formannafundur ASA haldinn á Egilsstöðum þriðju- daginn 12. júní 1984, skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða sem koma í veg fyr- ir yfirvofandi neyðarástand í atvinnumálum Austfirðinga. Jafnframt mótmælirfundurinn harðlega fyrirhugaðri uppsögn sjómanna og þeirri lögleysu sem felst í fyrirvaralausri upp- sögn vinnu hjá fiskvinnslufólki á Austurlandi. S. K. Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár Anna Sigurðardóttir Með haustinu mun koma út bók með þessu nafni og það verður enginn svikinn á inni- haldi hennar. Höfundur bókarinnar er Anna Sigurðardóttir forstöðu- maður Kvennasögusafns ís- lands og ein af stofnendum þess. Bókina mun hún gefa út á eigin kostnað og er söfnun áskrifenda þegar hafin. Pær eða þeir sem þess óska geta skrifað sig á lista hjá undirritaðri og fá þá bókina senda á hóflegu verði. Kaflar bókarinnar eru 23 og bera t. d. þessi nöfn: „Húsmæð- ur“, „Lín-vaðmál-prjónles“, „Saumaskapur og skógerð“, „Kjör vinnukvenna og verka- fólks á 19. öld“ o. s. frv. Þá er bókin prýdd fjölda mynda. A síðustu tímum hefur at- vinnusaga hlotið aukið rými í sögukennslu í skólum. Þó er þar enn að litlu getið þess hvað betri helmingur þjóðarinnar hefur aðhafst gegnum aldirnar. Þar mun þessu grundvallarriti von- apdi verða tekið fegins hendi. Að samningu þessarar bókar hefur Anna unnið áratugum saman og verður henni seint fullþakkað það óeigingjarna starf sem hún hefur unnið við söfnun og varðveislu heimilda um íslenskar konur. Ekki skemmir það fyrir að bókin er aðgengileg alþýðu manna og er engum ætluð öðrum fremur. Þó hljótum við íslenskar kon- ur ungar sem gamlar að fagna henni sérstaklega. ína Gísladóttir. Almennir fundir þingmanna AB Alþingismennirnir Helgi Seljan, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundum í næstu viku sem hér segir: í Staðarborg, Breiðdal fimmtudaginn 21. júní kl. 2100 að Brúarási í Jökuldalshlíð föstudaginn 22. júní kl. 2100 Hjörleifur og Helgi verða á Vopnafirði og Bakkafirði dagana 26. - 28. júní Nánar auglýst á stöðunum Fundirnir eru öllum opnir Alþýðubandalagið NESKAUPSTAÐUR Bæjarbúar Að gefnu tilefni eru bæjarbúar alvarlega áminntir um að fleygja ekki sorpi á eldri öskuhaugana (á Bakkabökkum) Þeim haugum hefur verið lokað nema fyrir uppmokstur úr grunnum og götum og meiriháttar óbrennanlegu drasli. Að flytja á Bakkabakka brennanlegt sorp og kveikja í því er ónærgætni við íbúana á Bökkunum og er auk þess stórhættulegt gagnvart þeirri timburhúsabyggð sem þar er nú risin Sýnum tillitssemi og flytjum sorpið þar sem það á heima í sorpþróna í Vindheimi Við byggjum skála: Drætti frestað Nú er verið að scnda út gíró- seðla fyrir síðustu greiðslu gjafabréfa Skíðamiðstöðvarinn- ar við Oddsskarð. Vegna þessa hefur drætti happdrættisvinn- ings verið frestað til 20. júlí þannig að allir eiga að geta gert skil. Dregið verður einungis úr þeim bréfum sem gert hafa skil fyrir 15. júlí og eins og menn muna er vinningurinn skíðaferð til Austurríkis. Nokkur gjafabréf eru ennþá til og þeir sem vilja styrkja skála- byggingu SKO og/eða næla sér í ferð til Austurríkis og enn hafa ekki keypt bréf er bent á að hafa samband við Ólöfu Þorvaldsdótt- ur, Benedikt Sigurjónsson eða Jóhann Stephensen. Verið er að vinna í skálabygg- ingunni og sér Valmi hf. um verkið. Gert er ráð fyrir að húsið verði nothæft um næstu áramót.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.