Austurland


Austurland - 16.06.1984, Side 1

Austurland - 16.06.1984, Side 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 16. júní 1984. Vegna sumarleyfa kemur næsta blað út 26. júlí 25. tölublað. Lúðvík sjötugur Paö er ótrúlegt en satt, Lúðvík Jósefsson er sjötugur í dag og í tilefni þeirra tímamóta er þetta blað gefið út. Austurland og Lúðvík hafa átt samleið frá því blaðið hóf göngu sína og samstarfið alltaf verið náið og gott. Austurland færir afmælisbarninu innilegar hamingjuóskir með daginn og væntir þess að fá áfram að berjast fyrir göfugum hug- sjónum með því. Sjötuga hetja! Það fylgir því mikill vandi að ávarpa þig á þessum merku tímamótum í lífi þínu! En þegar litið er til fortíðar þinnar og unninna afreka hljóta ungir sósíalistar að fyllast þakk- læti og aðdáun í þinn garð um leið og þeir öðlast aukna trú á ágæti þeirrar stefnu sem þú hef- ur fylgt í gegn um árin. Starf þitt á vettvangi stjórn- málanna er þannig að þar finnst enginn meðalmennskubragur á. Það hefði ekki hver sem er lýst tvívegis yfir einhliða stækk- un íslenskrar fiskveiðilögsögu gegn vilja ýmissa voldugra ná- grannaþjóða. Það er hætt við að ýmsir hefðu kinokað sér við að standa að endurbyggingu hins íslenska fiskveiðiflota á þann hátt sem gert var á árunum upp úr 1971. Samt eru þetta athafnir sem síðari tímar hafa leitt í ljós að voru tímabærar og bráðnauð- synlegar ef íslensk þjóð átti að halda sjálfstæði sínu til fram- búðar, og er nú svo komið að margir hefðu þessa „Lilju viljað kveðið hafa“. Ekki hefur síður verið vand- lifað í orrustum kosningabarátt- unnar hér á Austurlandi, þar sem oftvarbeitt hinum lævísleg- ustu brögðum til að hnekkja áliti þínu í augum alþýðu. Kosningasigurinn 1978 sýndi svo að ekki varð um villst að þú ert óþreytandi, og er þeim sem á eftir koma ekki lítill vandi á höndum, ef lyfta á merki Al- þýðubandalagsins jafn hátt og þá var gert undir þinni forystu. Menn koma og fara, það er lífsins gangur. Nýir menn koma til starfa þegar aðrir hverfa af vettvangi. Því er ekki hægt að segja að kynni okkar hafi orðið ríkuleg eða náin, en oft hefi ég notið þess að sitja undir ræðum þínum, sem ýmist voru lofsöng- ur til hinnar vinnandi stéttar eða skammadembur í garð hinna sem hirða arðinn af striti verka- fólks, en þau myrkraöfl hafa nú þegar þetta er ritað öll ráð þess og þar með sjálfsforræði þjóðar- innar í hendi sér. Hygg ég að þó seinna verði þyki mörgum sem að réttara hefði verið að taka meira mark á orðum þínum, en þau voru af mörgum fyrirfram dauðadæmd sem „þjóðhættulegt kommún- istakjaftæði". En þó að orð og áminningar hafi oft verið í tíma töluð, eru það þó verkin sem fyrst og fremst lofa meistarann. Við í stjórn kjördæmisráðs samgleðjumst þér á þessum Heillaósk Alþýðubandalagið í Neskaupstað þakkar Lúðvíki Jósefs- syni langt og giftudrjúgt starf í þágu sósíalískrar hreyfingar um hálfrar aldar skeið. Félagið ámar þeim hjónum allra heilla á þessum tíma- mótum og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Alþýðubandalagið í Neskaupstað. merkisdegi. Við vitum að það er mikill hamingjumaður sem á slíkan feril sem þú. Skilaðu kveðju til eiginkonu og í vinahóp. Megi ykkur öllum vel farnast. Lifið heil. F. h. stjórnar kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskj ördæmi. Sigurjón Bjarnason. í dag berast margar hlýjar óskir austur í Neskaupstað, ótaldir aðilar úr hinum ýmsu þjóðfélagshópum hvarvetna um land senda afmælisbarninu heillakveðjur, yljaðar þeirri þökk, sem svo margir flytja Lúðvíki Jósefssyni. Og austur þar er í dag hátíð í hugum manna, þegar hylltur er Ieiðtogi og forsvarsmaður fólksins um áraraðir. íslenskir sósíalistar hafa margan snjallan liðsmann átt, trúa hugsjón sinni, baráttuglaða rökfima ræðusnillinga, fulla eld- móðs og áhuga. Um áratuga skeið var Lúðvík Jósefsson þar í fremstu fylking- arröð, en fáir hafa, sem hann, fært orð sín og boðskap beint til athafna og aðgerða, svo verk hans tala til okkar vítt um þjóð- lífið um land allt. Rauði bærinn hans er ein samfelld saga þessa, þar sem fjöldinn fylkti sér að baki foryst- unni, þar sem Lúðvík var frem- stur meðal jafningja. Sjávarútvegur okkar hefur sannarlega fengið að njóta óbil- andi trúar hans á auðsæld fiski- miðanna og framtíð þjóðar á þeirri auðsæld byggð, sjómenn og útvegsmenn telja sig réttilega hafa átt í honum tryggastan og um leið athafnasamastan tals- mann og leiðtoga. Sama er að segja um fólkið í fiskvinnslunni, til aðgerða hans í uppbyggingu og bættum aðbúnaði rekur verkafólkið veigamikinn þátt þessarar atvinnugreinar. Verkafólk um land allt veit, hvern liðsmann það átti á Al- þingi sem annars staðar í Lúð- víki Jósefssyni, sem óþreytandi sótti og varði rétt hins vinnandi manns til verðugra verkalauna. Vinnandi fólk til sjávar og sveita fann í þessum sanna syni alþýðunnar samhljóm við óskir sínar og skoðanir og fylgd þess gerði honum fært að tala máli alþýðunnar af þeirri djörfung og reisn, sem fáum er lagið. Og enn er ótalinn sá þáttur, sem þjóðinni er dýrstur og kær- astur. Hún þekkir og veit um þann stórfenglega þátt sem Lúðvík á í sigursögu landhelgismálsins, þessu þýðingarmikla sjálfstæð- is- og lífshagsmunamáli okkar. Þar bregður á ljóma og lit langt á veginn fram. Lúðvík er einn þeirra fáu, sem auðnast það að marka óaf- máanleg spor í samtíð og framtíð, heillaspor í atvinnu- sögu þessa lands, hamingjuspor í sjálfstæðissögu þessarar þjóðar. Slík var gifta hans í þjóðmálasögu okkar, þar sem hann hefur nú að mestu dregið sig í hlé, en sem áður er hann hinn ráðsnjalli og rökvísi leið- togi, sem leitað er ráða hjá. Baráttusaga hans er samofin baráttusögu íslenskrar alþýðu, gæfa hans og um leið gæfa al- þýðunnar sú, hve hann átti rík- an þátt í að gera marga hennar dýrustu drauma að virkileika. Og ýmsar leifturmyndir líða um hugann. Lúðvík á bryggjunni eða í beitningarskúrnum, í frystihús- inu eða verkstæðinu, það voru hinir sönnu vinnustaðafundir, þar sem hann hlýddi á mál manna, erindi voru upp við hann borin og þannig nam hann rödd fólksins og fann hug þess, gjörþekkti kjör þess og vissi því gjörla hvar skórinn kreppti. Lúðvík á kosningafundi, rök- vís og raunsær, málefnalegur Vinir og samherjar Lúðvíks Jósef ssonar halda honum afmælissamsæti í Egilsbúð milli kl. 4°° og 7°° á afmælisdaginn (í dag 16. júní) Þess er vænst að sem allra flestir gefi sér tíma til að heilsa upp á afmælisbarnið og þiggja kaffibolla

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.