Austurland


Austurland - 16.06.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 16.06.1984, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR, 16. JÚNÍ 1984. 3 Lúðvík Jósefsson er sjötugur 16. júní. Hann er fæddur á Norðfirði og voru foreldrar hans Jósef Gestsson og Þórstína Þor- steinsdóttir. Ólst hann upp hjá móður sinni og fóstra Einari Brynjólfssyni. Bjuggu þau í Bryggjuhúsinu, sem var fjölbýl- ishús þeirra tíma. Langur gangur var eftir öllu húsinu og bjuggu margar fjölskyldur í þröngu húsnæði, aðeins einu herbergi með eldunaraðstöðu. Þarna voru nokkrar barnafjöl- skyldur og einstaklingar, sem settu svip sinn á mannlífið. M. a. Steinn Jónsson skáld og kennari, Björgvin Kjartansson, sem Jónas Guðmundsson sagði að allt snerist um í bæjarstjórn- arkosningum, Hólmfríður Hannesdóttir saumakona o. fl. Á neðri hæð Bryggjuhússins fór fram saltfiskverkun, en með sanni má segja að þá var lífið saltfiskur. Mikið var oft um að vera á hafskipabryggjunni, sem þetta fjölbýlishús stóð á. Um hana fóru Fransmenn og Færey- ingar, sem voru út á firði á skútum sínum, er skiptu tugum. Stundum stigu Færeyingar þjóðdans á bryggjunni, á fögr- um sumarkvöldum. Þótti Lúð- víki skemmtilegt að eiga heima í Bryggjuhúsinu, þrátt fyrir þröng og fátækleg húsakynni. Á uppvaxtarárum Lúðvíks var mikil gróska í atvinnulífinu á Nesi. Fólk fluttist í þorpið, út- gerð fór vaxandi, verkun salt- fisks mikil, sem Norðmenn og Færeyingar seldu kaup- mönnum. Börnin í þorpinu fóru snemma að taka til hendinni. Beita og stokka upp, breiða fisk og taka saman, reka kýrnar í hagann og sækja á kvöldin. Lúð- vík eins og aðrir duglegir strákar tók þátt í þessu öllu. Umhverfið og þessi nána snerting við allt, sem við sjóinn var og atvinnulíf- ið hefir eðlilega haft mikil áhrif á duglegan og vel gefinn dreng eins og Lúðvík. Það má því til sanns vegar færa, að lífsskoðan- ir og ævistarf Lúðvíks hafi verið í framhaldi uppeldis á æskuár- um. Hann þekkti sjávarútveg- inn, atvinnulífið og hin kröppu kjör erfiðismannanna. Varð hann snemma róttækur og hug- sjónir hans snerust um bætt kjör alþýðunnar. Við Lúðvík vorum lítið sam- an þegar við vorum strákar. Ég átti heima inni á Strönd en hann úti á Nesi. Samgangur milli bæjarhlutanna var aðallega í Barnaskólanum og Barnastúk- unni. Þar kenndi Valdemar Snævarr strákunum að tefla, og hafði skákmót. Lifum við upp til Lúðvíks, sem varð oftar en einu sinni Taflkóngur Vorperlu. Hefði Lúðvík eflaust komist langt í þessari list, ef hann hefði lagt hana fyrir sig. Lúðvík var í Unglinngaskól- anum, og kenndi honum þar m. a. Einar Sveinn Frímann, skáld, sem var mjög róttækur í skoðunum. Mat Lúðvík hann mikils. Þá fór Lúðvík í Mennta- skólann á Akureyri og lauk það- an gagnfræðaprófi 1933 með góðri einkunn. Veiktist hann síðan alvarlega í fjórða bekk og lá á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og á Kristneshæli fram á vorið Um haustið gerðist hann kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað og gegndi því starfi til 1943, en þá tók þing- mennskan við. Lúðvík var vin- sæll og góður kennari og jafn- vígur á flestar námsgreinar, bæði til munns og handa. Á sumrin kenndi hann sund í kalda pollinum fyrir neðan Kúa- hjalla. Árið 1937 fór Lúðvík í fram- boð til Alþingiskosninga í Suður-Múlasýslu þá 23 ára. í haustkosningunum 1942 varð hann landskjörinn þingmaður og sat á Alþingi til 1979 en þá var hann fyrsti þingmaður Aust- urlandskjördæmis. Það sýnir fylgi hans og traust. Lúðvík dregur sig í hlé í fullu fjöri og eftir langan og glæsileg- an þingmannsferil. Hann var formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins í 14 ár og formað- ur Alþýðubandalagsins um þriggja ára skeið. Var hann tví- vegis sjávarútvegs- og viðskipta- ráðherra. Fékk hann orð fyrir að gegna þeim embættum betur en margir aðrir. Einkum reyndi á gáfur hans, lagni og ekki síst hugrekki, þeg- ar landhelgisdeilur við Bretann stóðu sem hæst, en þá var gagn að sjávarútvegsráðherrann var fastur fyrir. Lúðvík var fulltrúi á Genfarráðstefnum 1958 til 1982 um réttarreglur á hafinu. Átti hann drjúgan þátt í fram- gangi mála íslands á þeim vett- vangi. Það er of langt mál að tíunda þau fjölmörgu trúnaðarstörf, sem Lúðvík Jósefsson hefir gegnt um dagana, enda flest al- þóð kunn. Hér heima var hann í bæjar- stjórn í 34 ár og lengi forseti hennar. Hann var í nokkur ár. forstjóri Bæjarútgerðar Nes- kaupstaðar. Þá gegndi hann for- mennsku í stjórn Samvinnufé- lags útgerðarmanna í 38 ár. Átti hann drýgstan hlut í komu teggja nýsköpunartogara hing- stöðvar SÚN o. fl. framkvæmd- um. Lúðvíki hefir verið og er Samvinnufélagið nákomnara en önnur félög, sem hann hefir starfað í. Enda formennska hans þar borið ríkulegan ávöxt, eins og þáttur SÚN í atvinnulífi staðarins ber með sér. Á yngri árum var Lúðvík formaður íþróttafélagsins Þróttar, í stjórn Verkalýðsfélagsins, og tók þátt í félagslífi bæjarins. Það má segja að við Lúðvík höfum ekki kynnst að ráði fyrr en á námsárunum í Menntaskól- anum á Akureyri. Þá voru mikl- ar sviptingar í stjórnmálum og nemendur pólitískir, harka menntamála í landinu og jafnvel grimmd, þegar nemendur voru reknir úr skóla vegna róttækra skoðana. Við skipuðum okkur í fylkingu hinna róttæku. Svo þegar báðir hættu námi, vegna veikinda, hófst náið samstarf hér heima, þar sem var fyrir sá allra róttækasti, gneistandi af lífskrafti, sjómaðurinn Bjarni Þórðarson. Við þrfr tengdumst þeim böndum, sem aldrei slitn- uðu. Hófum við samstillta bar- áttu fyrir sósíaliskar lífsskoðan- ir, í verkalýðshreyfingunni, bæjarmálum, atvinnulífinu og fyrir velferð okkar bæjarfélags. Það hófst strangt og fórnfúst starf og endalausar bollalegg- ingar um verkefnin. Lúðvík stofnaði fyrstur okkar heimili eða 1936. Þar var aðal fundar- staðurinn. Gengum við um gólf fram eftir kvöldum, reyndum að finna bestu leiðina til þess að ná meirihluta í Verkalýðsfélaginu, bæjarstjórninni og síðar Sam- vinnufélaginu. Gárungarnir sögðu að við hefðum ætlað að ná meirihluta í Sóknarnefnd- inni, en það var ekki alveg satt. Fjóla hin ágæta kona Lúðvíks þurfti að þola þennan ágang, enda glaðlynd og umburðarlynd. Lúðvík átti gott með að greina aðalatriði frá því sem minna máli skipti og hann tók ekki ákvarðanir nema að vel at- Starf Lúðvíks að félagsmálum og kennslu varð undirstaða mælsku hans, enda þurfti hann oft að tala gegn mælskumannin- um Jónasi Guðmundssyni. Það var því ekkert spursmál, að Lúðvík færi í framboð til Al- þingiskosninga árið 1937, þá aðeins 23 ára. Vakti hann þá þegar athygli fyrir skeleggan málflutning á framboðsfundum. Reyndist hann gjaldgengur með görpum eins og Eysteini Jóns- syni, Jónasi Guðmundssyni og Árna Jónssyni frá Múla. Hann var mælskur, rökfastur, fylginn sér og vel að sér í málefnunum. Lúðvík hefir þann kost, sem er nauðsynlegur pólitíkusum en það er húmör og notaleg gaman- semi. Það er svo ótal margt, sem Lúðvík Jósefsson hefir látið til sín taka, bæði áður en hann fór á þing og þá sérstaklega á löngum og litríkum þingmanns- ferli. Hafa málefni Austfirð- inga, bæði til sjávar og sveita, borið þar hátt. Ég minnist þess að eitt fyrsta verk Lúðvíks, þeg- ar hann fór fyrst á þing var að stofna hér í bæ Byggingarfélag alþýðu. Tókst að byggja meira en 30 íbúðir í verkamannabú- stöðum á 20 árum. Lúðvík hefir undanfarna fjóra áratugi verið í hópi áhrifa- mestu alþingismanna. Þurfa slfkir menn að hafa þó nokkuð til brunns að bera. Eiginleikar stjórnmálamannsins komu í ljós hjá Lúðvíki, strax fyrstu árin þegar við hófum afskipti af op- inberum málum. Brennandi áhugi, dugnaður, gáfur og að eiga auðvelt með að setja sig inn í hin ólíklegustu málefni. Hefi ég engan mann þekkt, sem á jafn auðvelt með að beita sann- færingarkrafti sínum til þess að fá menn á sitt mál. Bindindi og reglusemi varð ekki síst til þess að gera hann að traustum og af- kastamiklum stjórnmálamanni. Megum við Austfirðingar vera stoltir af því hve margir okkar þingmanna hafa verið bindind- ismenn. Það mætti segja margt og mikið um starf okkar félaganna á Norðfirði. Þetta nána samstarf, margra ágætra manna, um hálfrar aldar skeið, hefir vonandi markað spor á braut framfara í bæjarfélagi okkar. Fyrstu árin eru eðlilega manni minnisstæð, þá var baráttan hörðust. Vorum við ákveðnir í að koma á sósíalisma á íslandi og eiga þátt í að frelsa heiminn. Alvörunni fylgdi margt skemmtilegt og átt Lúðvík drjúgan þátt í því. Náið og ein- lægt samstarf okkar þre- menninganna Bjarna, Lúðvíks og mitt, barátta fyrir sameigin- legum hugsjónamálum, allt frá unglingsárum var óhugsandi nema gagnkvæmt traust og vin- átta héldist alla tíð. Þessi vinátta er dýrmæt þeim, sem hennar verður aðnjótandi. Færi ég Lúðvíki innilegar þakkir fyrir langa og góða samfylgd. Óskum við Soffía Lúðvíki og hans ágætu konu Fjólu hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn. Þökkum þeim margar skemmtilegar stundir og vináttu. Jóhannes Stefánsson. í dag, 16. júní, er Lúðvík Jós- efsson, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra sjötugur. Það verða eflaust margir til að skrifa afmælisgreinar um Lúð- vík sjötugan og rekja störf hans og æviferil. Ég mun því sleppa slíkri upptalningu í þessum fá- tæklegu orðum mínum, enda veit ég, að þar um muni mér færari og kunnugri menn fjalla. Ennþá man ég glöggt, er ég sá Lúðvík Jósefsson í fyrsta sinn. Það var á framboðsfundi á Reyðarfirði fyrir meira en 30 árum. Þangað fór ég með for- eldrum mínum, og hlýddum við þar á marga snjalla ræðumenn flytja mál sitt. Með mér bjó mest eftirvænting eftir að heyra og sjá Lúðvík Jósefsson, sem þá hafði um langt skeið átt sæti á Alþingi ýmist sem annar þing- maður Sunnmýlinga eða lands- kjörinn þingmaður. Oft hafði ég heyrt til hans í útvarpsumræðum og hrifist af ræðusnilld hans og málflutningi. Og eftirvænting mín fékk vissulega sína umbun á þessum framboðsfundi á Reyðar- firði. Jafnskjótt og frambjóð- 1934 að hann kom heim. að og byggingu Fiskvinnslu- huguðu máli.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.