Austurland


Austurland - 16.06.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 16.06.1984, Blaðsíða 4
Alþýðubandalagið á Austurlandi: Ráðstefna á Hallormsstað 23. — 24. júní Efni: Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin (Þröstur Ólafsson) Stefnuskrá í endurskoðun (Steingrímur J. Sigfússon) Atvinnu- og byggðamál (Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson) Dagskrá: 23. júní (laugardagur): Kl. 0900 - 1200: Skógarganga Kl. 1330 - 1600: Framsöguerindi Kl. 1630 - 1800: Umræður Kl. 2100 - 2400: Jónsmessuvaka 24. júní (sunnudagur): Kl. 0900 - 1200: Starfshópar Kl. 1330 - 1600: Álit starfshópa, umræður Ráðstefnuslit kl. 1600 Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk velkomið Takið fjölskylduna með í fagurt umhverfi Pantið gistingu tímanlega á Edduhótelinu S 97-1705 Hittumst á HaDormsstað Stjórn kjördæmisráðs 17. júní í Neskaupstað andi sósíalista, svarthært glæsi- menni, vatt sér snöfurmannlega að ræðupúltinu og byrjaði að tala, kvað við nýjan og allt ann- an tón en í máli annarra ræðu- manna. Það var tónn reisnar og athafna, tónn framfara og trúar á landið og fólkið. Og þannig hefir málflutning- ur Lúðvíks ætíð verið og er enn. Hann kemur að kjarna hvers máls og nær til fólks. Menn hlutsa á hann og menn skilja hann. Þessu veldur hinn næmi skilningur Lúðvíks á högum fólksins í landinu, sem hann hef- ur alla tíð unnið fyrir, yfirgrips- mikil þekking hans á öllum þátt- um þjóðmála, sérþekking hans á atvinnuvegum þjóðarinnar og þá fyrst og fremst sjávarútvegi, framkvæmdasemi hans og stjórnviska og einstök lipurð og ljúfmennska í samskiptum við fólk. Sem stjórnmálamaður naut Lúðvík víðtæks trausts og virð- ingar og það langt út fyrir raðir sinna flokksmanna eða kjós- enda. Á æskuheimili mínu var t. d. borin mikil virðing fyrir Lúðvíki Jósefssyni, á hann hlustað og honum treyst til góðra verka. Ég hefi hitt og þekkí fólk úi hinum ýmsu starfs- stéttum og hingað og þangað að af landinu, sem ekkert hefir þekkt Lúðvík Jósefsson per- sónulega, en hefir spurt um hann, talað um hann og vitnað í hann af einlægri virðingu og aðdáun. Þar get ég nefnt kennara á Eskifirði, sjómann í Bolungavík, gullsmið í Kópa- vogi, bóndakonu á Fljótsdals- héraði, iðnaðarmann í Reykja- vík, útgerðarmann á Horna- firði, skrifstofumann af Fljóts- dalshéraði, sjómann í Ólafsvík og bónda vestur í Dölum. Slíkt orðspor fer aðeins af miklum mannkostamönnum. Lúðvík er borinn og barn- fæddur Norðfirðingur og þar hefir hann starfað lengst af, þeg- ar hann hefir ekki setið á Al- þingi og í ráðherraembætti eða starfað sem formaður banka- ráðs Landsbanka Islands nú síð- ustu ár. Störf Lúðvíks í Neskaupstað, hafa verið margþætt. Hann var verkamaður, kennari, fram- kvæmdastjóri og fram á þetta ár var hann formaður stjórnar Samvinnufélags útgerðar- manna. Hann sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar á annan áratug og gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið um langt skeið. Þáttur hans í sögu Neskaupstaðar er stór, og góð og náin samvinna þeirra félag- anna Lúðvíks, Bjarna og Jó- hannesar var Norðfirðingum heiladrjúg. Þeir áorkuðu miklu og voru ótvíræðir foringjar fólksins - þess fólks, sem þeir skildu - og það fólk skildi þá. Þannig náðist árangurinn, þann- ig urðu framfarinrnar. Lúðvík hefir gert margt fyrir Neskaupstað, en einnig fyrir Austurland allt, og það vita Austfirðingar og virða, og það sýndu þeir ótvírætt, er þeir kusu hann sem 1. þingmann Austfirð- inga í síðustu alþingiskosning- um, sem Lúðvík tók þátt í 1978. Stórsigur Alþýðubandalagsins á Austurlandi í þeim kosningum var auðvitað stefnu flokksins og mörgum mönnum að þakka, en ég hygg, að á engan sé hallað, þó að ég fullyrði, að verk Lúð- víks Jósefssonar, hans sterki persónuleiki og vinsældir hans hafi verið þar þyngst á metun- um. Það var afskaplega gaman og auðvelt að vinna fyrir G-list- ann og Lúðvík og Helga í þeim kosningum. Ég hefi átt því láni að fagna að kynnast Lúðvíki Jósefssyni og vinna með honum og fyrir hann um tveggja áratuga skeið, þó að þar hafi reyndar oftast verið um skorpuvinnu að ræða. Fyrir þessi kynni er ég þakklátur og af þeim hefi ég margt lært. Eins og svo margir aðrir Aust- firðingar og fleiri landsmenn á ég Lúðvíki margvíslega aðstoð að þakka, og engan veit ég fús- ari né skjótari að greiða úr per- sónulegum málum, ef það er unnt en Lúðvík, nema ef vera skyldu Bjarni og Jóhannes, en þessir ágætismenn eru afar sam- ofnir í huga mínum. Hygg ég svo vera um fleiri. Nú er Lúðvík örugglega far- inn að hrista höfuðið yfir lestri þessara lína. Ég er hins vegar viss um, að ég hefi ekkert ofsagt. Það er hátíðisdagur á Norð- firði í dag. Vinir og félagar beitningastráksins, sem varð al- þingismaður, ráðherra og stjórnmálaleiðtogi, fagna með honum í dag í Egilsbúð. Ég sendi bestu heillaóskir mínar og fjölskyldu minnar til Lúðvíks og Fjólu á þessum tímamótum, og við óskum þeim allra heilla á ókomnum árum. Birgir Stefánsson. 17. júní hátíðahöldin hefjast kl. 10 að morgni með messu í Norðfjarðarkirkju. Klukkan 11 hefst víðavangshlaup við sund- laugina. Keppt verður í 5 ald- ursflokkum. 8 ára og yngri, 9 - 10 ára, 11-12 ára, 13 - 14 ára og 15 ára og eldri. Tveir yngstu flokkarnir hlaupa 450 metra en í eldri flokkunum verður hlaup- ið 1050 metra. Skráð verður í hlaupið á keppnisstað. Kiukkan 1330 veröur farið í skrúðgöngu og leikur Skóla- hljómsveit Neskaupstaðar fyrir göngunni. Að henni lokinni verður safnast saman við sund- laugina en þar verður margt til skemmtunar. Birgir Stefánsson kennari flytur hátíðarræðu, stutt sundmót, boðsundskeppni milli innbæinga og útbæinga, koddaslagur milli sömu aðila, róður á blöðrum o. fl. Krakkar sem ætla að taka þátt í boðsundinu og/eða kodda- slagnum þurfa að láta skrá sig í sundlauginni fyrir klukkan 15(X), laugardaginn 16. júní. Klukkan 1700 hefst svo keppni á íþróttavellinum þar verður keppt í handbolta, yngstu knatt- spyrnumennirnir íbænum reyna með sér og bæjarstjórn Nes- kausptaðar vígir nýju knatt- spyrnumörkin í vítaspyrnu- keppni (einstaklingskeppni), og ver bæjarstjórinn markið. Er skorað á alla bæjarfulltrúa að mæta. Um kvöldið frá klukkan 2030 - 2400 er öllum Norðfirðingum frá eins árs til eitt hundrað ára boðið á dansleik í Egilsbúð. Hljómsveitin Dúkkulísurnar leikur fyrir dansi. Öll meðferð áfengis er stranglega bönnuð. Við skorum á alla Norðfirð- inga að taka þátt í hátíðarhöld- um 17. júní. Afmæliskveðja frá Samvinnufélagi útgerðarmanna Neskaupstað Lúðvík Jósefsson varð fé- lagsmaður í Samvinnufélagi út- gerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) í árslok 1939 og tók frá upphafi virkan þátt í störfum félagins. M. a. reifaði hann fyrstur manna þörfina á bygg- ingu hraðfrystihúss og fékk samþykkta tillögu um bygg- ingu þess 1945. Þetta var tíma- mótaákvörðun. Áður hafði SÚN fyrst og fremst annast þjónustustarfsemi svo sem kaup á salti og veiðarfærum og sölu á fiski fyrir félagsmenn sína, en nú var ákveðið að hefja sjálfstæðan rekstur. Á aðalfundi SÚN 1946 var Lúðvík kosinn í stjórn félagins og á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar 2 dögum seinna var hann kosinn stjórnarformaður. Því starfi gegndi hann óslitið þar til í maí í vor að hann baðst undan endurkosningu eftir 38 ára forystu. Lúðvíki var strax ljóst að breyttir tímar kröfðust breyt- inga á starfsháttum félagsins og undir hans stjórn tók SÚN af- gerandi forystu í atvinnu- málum bæjarins, bæði með sjálfstæðum rekstri frystihúss, þátttöku í rekstri olíusamlags, útgerðar og fiskvinnslu og með því að beita sér fyrir og stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja. Forganga SÚN um stofnun Síldarvinnslunnar hf. 1957 hef- ur haft stórfelld áhrif á þróun atvinnumála hér í bæ og þetta fyrirtæki, sem er burðarás at- vinnulífsins í bænum er nú eitt af stærstu fyrirtækjum í sjávar- útvegi á íslandi. Það var ekki síst fyrir tilstilli Lúðvíks Jósefs- sonar og helstu samherja hans að hið félagslega sjónarmið varð þar ofaná og SÚN varð meirihluta eignaraðili í hinu nýja fyrirtæki. í meira en fjóra áratugi hafa saga SÚN og saga Lúðvíks Jós- efssonar verið svo samtvinnað- ar að sé annað nefnt kemur hitt sjálfkrafa í hugann. Það er því eðlilegt að SÚN sé honum einkar hugleikið og hann hefur ætíð lagt á það höfuðáherslu bæði í ræðu og riti að það er Samvinnufélag útgerðar- manna, sem á Síldarvinnsluna hf. og verulegan hluta í ýmsum öðrum rekstrarfyrirtækjum í bænum - og að í raun eiga allir Norðfirðingar SÚN. Besta afmælisgjöfin sem við gætum gefið Lúðvíki á þessum heiðursdegi er áreiðanlega að sú samstarfs- og sameignarhug- sjón sem lá að baki stofnunar SÚN og sem hann hafði ætíð að leiðarljósi í sínu starfi, verði áfram ríkjandi í félaginu. Ég flyt Lúðvíki Jósefssyni þakkir stjórnar og allra fé- lagsmanna í Samvinnufélagi útgerðarmanna fyrir hans mikla og árangursríka for- ystustarf í félaginu, óska hon- um og Fjólu sameiginlega til hamingju með tímamótin og heilla um langa framtíð. Kristinn V. Jóhannsson. Stjórn Þróttar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.