Austurland


Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR, 28. JÚLÍ 1984. 3 Frá aðalfundi sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu 1984 Hinn reglulegi aðalfundur sýslunefndarinnar var haldinn í Gömlubúð á Höfn dagana 14. og 15. júní. Að venju lágu fjölmörg mál fyrir fundinum. Pau fengu öll umfjöllun og flest endanlega af- greiðslu. Fjárhagsáætlun fyrir sýslu- sjóð 1984 nemur í tekju- og gjaldaliðum alls kr. 2.350.000.-. Helstu útgjaldaliðir eru þessir: Kr. 1. til niðurgreiðslu byggingarkostnaðar vegna stækkunar og endurbóta elli- og hjúkrunarheimilis sýslunnar ............... 1.400.000 2. til reksturs byggðasafns sýslunnar .................. 200.000 3. til útgáfustarfsemi, kynningarmyndar um héraðið og listaverkakaupa alls ...................... 180.000 4. til félags- og menningarmála .............. 250.000 Nokkrum áhyggjum veldur þungur rekstur fæðingardeildar, sem staðsett er í hjúkrunar- heimili sýslunnar. Vænst er leið- réttingar á daggjöldum sængur- kvenna, svo að ekki þurfi að greiða með þessari starfsemi áfram. Náttúruverndarmálum er sinnt verulega hér í sýslu af heimaaðilum og hefur náttúru- verndarnefnd haft þar for- göngu. Sýsluritið Skaftfellingur 4. árg. 1984 kom út á fundinum. ANDLÁT Vilhjálmur Sigurðsson, vél- stjóri, Hlíðargötu 26, Neskaup- stað lést í Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 10. júlí sl. Hann var fæddur í Neskaupstað 2. febr. 1913 og átti heima hér alla ævi. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Róslaug Pórðar- dóttir. Bjarni Guðmundsson, verk- stjóri, Strandgötu 10, Neskaup- stað lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 18. júlí sl. Hann var fæddur í Nes- kaupstað 11. sept. 1909, en ólst upp á Sveinsstöðum í Heilis- firði, þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann fluttist til Nes- kaupstaðar 1934 og átti heima hér alla tíð síðan. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Lára Hall- dórsdóttir. Þórhallur Einarsson, fyrrv. bóndi, Selási4, Egilsstöðum lést í Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 19. júlí sl. Hann var fæddur að Hvannstóði í Borgarfirði 12. des. 1906. Hann var lengi bóndi að Þingmúla í Skriðdal og bóndi á Kirkjubóli í Norðfirði 1960 - 1974. Eftirlifandi eiginkona Þórhalls er Agnes Árnadóttir. Ritið er vandað og fjölbreytt. Það er 253 blaðsíður að stærð. Verð þess er kr. 400.-. Ritið er til sölu í bókabúð KASK á Höfn og verslunum KASK á Fagur- hólsmýri og í Skaftafelli, einnig á sýsluskrifstofu og hjá öllum sýslunefndarmönnum. Sýsluvegaáætlun 1984 nemur kr. 1.510.000.-. Stærstum hluta verður að venju varið til ný- bygginga og endurbóta sýslu- vega nú einkum í tveimur hreppum. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á fundinum. I. sýslu- og sveitarfélög. Sameiningarmálin. Aðalfundur sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu haldinn á Höfn dagana 14. og 15. júní 1984 leggur áherslu á eflingu héraðanna og styrka starfsemi sýslufélaga sem sameiginlegs afls um framkvæmd stærri mála. Skapa þarf sýslufélögum nýja tekjustofna. Andmælt er þeirri hugmynd, sem óraunhæfri og stríðandi gegn vilja íbúa þessa sýslufélags að sameina verði hreppana í eitt sveitarfélag. Varað er við sam- einingu sveitarfélaga, og má það aldrei verða með valdboði gert. Við sérstakar félagslegar og landfræðilegar aðstæður getur þó verið eðlilegt að sameina sveitarfélög, enda liggi fyrir skýlaus vilji íbúanna. II. Um ferðamál, akstur á hálendinu og eftirlit. Sýslufundur Austur-Skafta- fellssýslu 1984 haldinn á Höfn 14. og 15. júní beinir því til stjórnvalda, að nú þegar verði bannaður innflutningur stórra torfærubifreiða erlendra ferða- manna til ferðalaga um hálendi íslands. Fundurinn telur, að krefjast verði þess, að hópar er- lendra ferðamanna hafi íslenska fararstjóra. Þá telur fundurinn eðlilegt, að tollgæsla í fjórð- ungnum verði efld og að henni ráðnir sérmenntaðir menn. Koma þarf á hreyfanlegri land- vörslu, er sé í því fólgin, að lög- reglubifreiðar, t. d. ein í fjórð- ungi, fari um og fylgist með við- kvæmum svæðum og stöðum, þar sem vænta má ránsmanna í varplöndum og þar sem náttúru- gripi er að finna. Bifreiðarnar séu mannaðar lögreglumanni og náttúrufræðingi. Fagna ber þróun þeirri, sem orðið hefur með bættri umgengni ferða- manna almennt. III. Þróun atvinnumála. - Sóknar er þörf -. Sýslufundur Austur-Skafta- fellssýslu 1984 lýsir áhyggjum sínum yfir þróun atvinnumála í landinu. Undirstöðugreinar fara halloka og eru reknar með tapi, á meðan þjónustugreinar blómstra. Ástand í landbúnaði er sérstaklega ískyggilegt. Fjár- hagsstaða bænda versnar ár frá ári og haldi svo fram sem horfir eru yfirvofandi meiriháttar fólksflutningar úr sveitum til þéttbýlis. Ekki verður séð, hvernig lifað verður í þessu landi, ef undirstöðuatvinnuveg- irnir hrynja, þá munu þjónustu- greinarnar fljótt dragast saman og við blasa atvinnuleysi. Skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að hrista af sér slenið og vinna af alefli að því, að fram- vegis verði lífvænlegt á íslandi af vinnu þjóðarinnar við auð- lindir til lands og sjávar. Varar fundurinn eindregið við því að einblína á erlenda stóriðju sem sjálfsagða máttarstólpa efna- hagslífs, að landbúnaði og sjáv- arútvegi gengnum. Höfn, 27. júní 1984 oddviti sýslunefndar, Friðjón Guðröðarson. ((((! NESKAUPSTAÐUR Gönguferð um bæjarlandið 4. ágúst Laugardaginn 4. ágúst efnir Náttúrugripasafnið til gönguferðar um brekkurnar ofan Neskaupstaðar undir leiðsögn Hjörleifs Guttormssonar Hann mun m. a. leiðbeina um plöntur, jarðmyndanir og örnefni Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu kl. 1330 Verið á góðum gönguskóm og hafið nestisbita með Komið verður til baka um kl. 1700 ALLIR VELKOMNIR í LABBIÐ Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Frá Sundlaug Neskaupstaðar Opnunartími sundlaugarinnar er sem hér segir: Mánudaga - föstudaga: kl. 700 - 900 og 1400 - 1730 Laugardaga: kl. 800 - 1000 og 1400 - 1700 Sértímar eru þannig: Konutímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 1900 — 2000 Karlatímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1900 - 2000 Norðfirðingar! Munið staðakeppnina í sundi Látið ekki ykkar hlut eftir liggja í Norrænu sundkeppninni Sundlaug Neskaupstaðar Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Bjarna Guðmundssonar Strandgötu 10, Neskaupstað Lára Halldórsdóttir Sigurhjörg Bjarnadóttir HjörturÁrnason Birna Bjarnadóttir Hjálmar Ólafsson Guðmundur Bjarnason Klara ívarsdóttir barnahörn og barnabarnabörn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.