Austurland


Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 5

Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR, 28. JÚLÍ 1984. 5 Norræna sundkeppnin hófst 1. júní Ætlunin er að hefja öflugan áróður fyrir því að allir lands- menn sem á annað borð geta synt, syndi 200 metrana í ár og það ekki einu sinni, heldur eins oft og hver vill og getur þó að- eins einu sinni á dag. Öll Norðurlöndin eru þátt- takendur í keppninni og á hún að standa yfir í 6 mánuði í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Löndin ráða sjálf á hvaða tímabili ársins hún stendur yfir og hefur SSÍ ákveðið að 200 metra keppnin spanni yfir tíma- bilið 1. júní til og með 30. nóv- ember 1984. Úrslit í Norrænu sundkeppn- inni 1984 eru fengin með því að telja 200 metra sund yfir 3 bestu ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Gudný Jónsdóttir, húsmóðir, Blómsturvöllum 12, Neskaup- stað varð 50 ára 2. júlí sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Stefán Einarsson, verkamað- ur, Miðstræti 4, Neskaupstað varð 85 ára 8. júlí sl. Hann er fæddur að Hvannstóði í Borgar- firði, en hefir átt heima í Nes- kaupstað síðan 1961. Pálína Ásgeirsdóttir, hús- móðir, Blómsturvöllum 16, Neskaupstað varð 70 ára 17. júlí sl. Hún er fædd í Bolunga- vík, en hefir átt heima í Nes- kaupstað síðan 1940. Sveinn Magnússon, fyrrv. verkstjóri, Hólsgötu 4, Nes- kaupstað varð 80 ára 19. júlí sl. Hann er fæddur á Kirkjubóli í Vöðlavík, fluttist þaðan í Sandvík, þaðan að Barðsnesi 1907 og til Neskaupstaðar 1909 og hefir átt hér heima síðan. Ólöf Björgólfsdóttir, hús- móðir, Miðstræti 10, Neskaup- stað varð 65 ára 21. júlí sl. Hún er fædd í Jökulsárhlíð, ólst upp í Vopnafirði, bjó lengi á Eld- leysu í Mjóafirði, en fluttist til Neskaupstaðar 1954. Guðrún Elíasdóttir, húsmóð- ir, Þiljuvöllum 9, Neskaupstað verður 60 ára á laugardaginn, 28. júlí. Hún er fædd í Neskaup- stað og hefir alltaf átt hér heima að undanteknum 4 árum, er hún bjó uppi á Héraði. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. mánuðina af þeim 6 sem keppn- in stendur yfir og sigrar sú þjóð sem hefur hlutfallslega mestan fjölda 200 metra sunda. Vakin er athygli á því að þátt- tökuspjöldin eru númeruð og gilda jafnframt sem happ- drættismiðar. í lok keppninnar eru dregnir út 100 einstaklingar (númer) og fá þeir ókeypis aðgang að laug allt árið 1985. Ef við sigrum sem við gerum ef við leggjumst á eitt, verður dregið út hjá þeim sem synt hafa 1 (X) sinnum eða oftar á tímabil- inu og fá 3 af þeim sérstök heið- ursverðlaun. Gefin eru út sundmerki kepp- ninnar, brons-, silfur- og gull- merki, en fyrir að synda einu sinni 200 m mega menn kaupa brons, fyrir 50 200 m sund, silf- ur og fyrir að ná þeim áfanga að synda 100 sinnum 200 metra mega menn kaupa gullmerkið. Öll merkin eru seld á kr. 60.00 stk. Sölulaun eru 25%. Staðakeppni UÍA í sundi í tilefni af Norrænu sundkeppninni efnir sundráð UÍA til keppni milli sundstaða. Sá sundstaður sigrar þar sem þátttaka verður hlutfallslega mest í Norrænu sund- keppninni miðað við íbúafjölda. Sigurvegarinn fær skrautletrað heiðurs- skjal, sem hengt verður upp á sundstað. Með keppninni gerir sundráð UÍA sér vonir um að fleiri syndi 200 metrana og stuðli þannig að því að: Hlutur heimastaða verði sem mestur. Hlutur UÍA verði sem mestur. Hlutur íslands verði sem mestur. Sem flestir stundi bestu líkamsrækt sem völ er á. Sundráð UÍA ISi&vjí Nýkomið! Dömu-skór Dömu-smekkbuxur Dömu- og herrajakkar Sundgleraugu Strigaskór á alla fjölskylduna NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Sund er heilsubót Viðskiptavinir athugið Höfum vinnufatnað og hlífðarfatnað af ýmsum gerðum Ennfremur höfum við ýmsar gerðir af skyrtum Hagstætt verð Verslun SÚN Neskaupstað Ný varahlutaverslun í Neskaupstað Fyrir nokkru keypti Brynjar Júlíusson, kaupmaður í Nes- kaupstað húsnæði það, sem Bókabúð Höskuldar Stefáns- sonar var áður í, en það er gamla verslunarhúsið Vík. Þetta húsnæði er 100 m2 að stærð, og þar opnaði Brynjar nýja varahlutaverslun fyrir bíla hinn 15. maí sl. Verslunarstjóri er Sigurður Guðmundsson. Verslunin er hin smekkleg- asta og þar fást reyndar margs konar vörur. Þar er hægt að fá alla algengustu varahluti í flest- ar gerðir bíla, og auk þess sér verslunin um pöntun á vara- hlutum. Auk þess fást þar ýmiss konar aðrar vörur svo sem sláttuvélar, margs konar sumar- vörur og það sem þarf í útilegur. Þessi verslun er góð og nauð- synleg viðbót við aðrar verslanir í bænum. B. S. Steypusalan auglýsir Seljum heimkeyrðar túnþökur, mold, möl og sand Steypusalan Vf © 7165 og 7315 Neskaupstað GARDENA - vörur fyrir garðvinnuna Verslun SÚN Neskaupstað Auglýsið w 1 Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.