Austurland


Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 9. ágúst 1984. 28. tölublað. Samkoman »AtIavík ’84« tókst mjög vel söluna og fengu helming ágóð- ans á móti UÍ A. Fólk úr hinum ýmsu aðildarfélögum annaðist gæslu á svæðinu sem sjálfboða- liðar fyrir sín félög, en félögin fengu greiðslu fyrir. Pað má geta þess, að á milli 700 og 800 manns unnu að samkomunni á einn eða annan hátt, án þess að fá annað fyrir en frían aðgang. Einnig fengu allir 13 ára og yngri ókeypis aðgang. □ Pið fenguð bítilinn Ringo Starr á hátíðina. Var það ekki dýrt fyrirtœki? ■ Hann tók ekkert fyrir þetta sjálfur, en það þurfti að kaupa Um síðustu helgi, verslunarmannahelgina, stóð UÍA fyrir samkomuhaldi í Atlavík. Nefndist sam- koman Atlavík ’84, og er þetta fjórða árið í röð, sem UÍA stendur fyrir samkomuhaldi í Atlavík. Samkoman hófst á föstudag og lauk aðfararnótt mánudags. Dansleikir voru öll kvöldin. Á laugardag og sunnudag voru sérstakar skemmtidagskrár, en auk þess var margt fleira til skemmtunar svo sem sérstök íþróttadagskrá, hljómsveitakeppni, rat- leikur, fjöllistasýning, varðeldur, flugeldasýning og margt fleira. Heiðursgestur hátíðarinnar var Jón Hjartarson, leikari, og annar enn frægari gestur kom einnig á hátíðina, bítillinn Ringo Starr. Hann afhenti verð- laun í hljómsveitakeppninni, þar sem hljómsveitin Fásinna af Fljótsdalshéraði bar sigur úr býtum, og barði hann einnig trommur með Stuðmönnum og Gunnari Þórðarsyni. Nýr framkvæmdastjóri SVN AUSTURLAND hafði sam- band við skrifstofu UÍA, þar sem einn af forvígismönnum Atlavíkur ’84, Magnús Stefáns- son, kennari á Fáskrúðsfirði varð fyrir svörum. □ Hvernig tókst samkoman? ■ Hún tókst mjög vel, og veðr- Aðalfundur NAUST Aðalfundur Náttúruverndar- samtaka Austurlands verður að þessu sinni í Stafafelli í Lóni dagana 18. og 19. ágúst. Sæta- ferðir verða frá Egilsstöðum - söluskála KHB - kl. 19 föstu- daginn 17. Laugardeginum verður varið til skoðunarferða um Lón, en um kvöldið kl. 21 hefst kvöld- vaka í Stafafelli. Aðalfundarstörf á sunnudag hefjast með frekari kynningu á Lónsöræfum og umfjöllun um þjóðgarða og friðlýst svæði á íslandi. Eftir hádegi verða venjuleg aðalfundarstörf. Núverandi stjórn samtak- anna, sem öll er af nyrsta hluta svæðisins, lætur af störfum, en ný stjórn verður kosin af syðsta hluta félagssvæðisins. Fyrirhuguð er eins dags gönguferð í sambandi við fund- inn á föstudag, ef veður og að- stæður leyfa, frá Geldingafelli suður á Illakamb. Þeir sem áhuga hafa á þeirri ferð, hafi samband við Jón Júlíusson í síma 1790 eða Eddu Björnsdótt- ur í síma 1365. V. I. I. / B. S. ið var eins gott allan tímann og hægt er að hugsa sér. Það er samdóma álit lögreglu, skóg- ræktarmanna og forráðamanna UÍA, að samkoman hafi farið vel fram og umgengni hafi verið góð. □ Hvað kom margt fólk? ■ Við teljum, að þegar flest fólk var, á fjölskyldudagskránni seinni hluta sunnudags, hafi ver- ið um 6.500 manns á svæðinu. □ Hvað um fjárhagshliðina? ■ Það er nú verið að gera þetta upp. En það er verulegur hagn- aður. □ Fœr UÍA hann allan eða skiptist hann eitthvað? ■ Hann skiptist milli UÍA og einstakra aðildarfélaga þess. Höttur á Egilsstöðum sá um að- göngumiðasölu og fékk ákveðið hlutfall af sölunni sem þókknun. Austri á Eskifirði og Golfklúbb- ur Eskifjaðrar sáu um veitinga- undir hann litla þotu til Reykja- víkur að utan og einkaflugvél austur í Egilsstaði, og á sama hátt fór hann heim. Jú, þetta kostaði nokkuð mikið. □ NúerþettafjölmennastaAtla- víkurhátíð UÍA til þessa. Hverju er það helst að þakka: snjöllum skemmtiatriðum, góða veðrinu eða Ringo Starr? ■ Sjálfsagt þessu öllu. Skemmtiatriðin voru góð og góða veðrið brást ekki. Yngra fólkið hefir vafalaust komið vegna þessara atriða. En seinni hluta sunnudags kom áberandi margt fullorðið fólk, og kannski hefir Ringo Starr átt einhvern þátt í því, sagði Magnús að lokum. B. S. Guðjón Smári Agnarsson. Ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri hjá Síldarvinnsl- unni hf. í Neskaupstað frá 1. sept. nk., en þá lætur Ólafur Gunnarsson af störfum, eftir að hafa gegnt framkvæmdastjóra- starfi í 15 ár. Hinn nýi framkvæmdastjóri heitir Guðjón Smári Agnars- son. Hann er fæddur í Hafnar- firði 1948, en upp alinn á Akra- nesi. Hann lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1974. Frá þeim tíma starfaði hann í sjávarútvegsráðuneytinu til ársloka 1976. í ársbyrjun 1977 réðist hann framkvæmda- stjóri hjá Hraðfrytstihúsi Stöðv- arfjarðar hf., og því starfi hefir hann gegnt síðan. Eiginkona Guðjóns Smára heitir Sigríður Thoroddsen og er úr Hafnarfirði. Þau hjón eiga þrjú börn. AUSTURLAND óskar Guð- jóni Smára farsældar í hinu nýja starfi. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.