Austurland


Austurland - 16.08.1984, Qupperneq 1

Austurland - 16.08.1984, Qupperneq 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 16. ágúst 1984. 29. tölublað. Skíðaskálinn við Oddsskarð risinn í fyrradag, þriðjudaginn 14. ágúst blöktu fánar við hún á ný- reistum skíðaskála Skíðamið- stöðvarinnar við Oddsskarð. Þar var saman kominn nokkur hóður manna: byggingarnefnd skálans, framkvæmdastjórn skíðamiðstöðvarinnar, bygg- ingarmenn skálans, forsvars- menn sveitarfélaganna, sem eiga hann og nokkrir fleiri til að fagna þessum áfanga. í þann mund, er menn gengu í skálann, gerði eina af snarpari regn- dembum sumarsins, þó að hún stæði stutt, og var reyndar ekki laust við, að hún væri haglkennd. Gunnar Ólafsson, formaður stjórnar skíðamiðstöðvarinnar og jafnframt byggingarnefndar- innar bauð gesti velkomna og lýsti aðdraganda byggingarinri- ar og framkvæmdum. Það er alllangt síðan sú hug- mynd vaknaði að byggja skíða- miðstöð sunnan við Oddsskarð. Það tók hins vegar nokkur ár að koma á samstarfi sveitarfé- laganna þriggja, sem að skíða- miðstöðinni standa, og hefja framkvæmdir á svæðinu. Þessi sveitarfélög eru Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður, og skipar hvert þeirra einn mann í framkvæmdastjórn og einn í byggingarnefnd skálans. Stór skíðalyfta var tekin í notkun í janúar 1980, og fram- kvæmdir við skálabygginguna hófust í fyrra, en þá voru steypt- ir sökklar. Framkvæmdir í sum- ar hófust svo 2. júlí og hefir verkið gengið mjög vel. Búið er að reisa húsið, klæða veggi og stafna og ganga frá festingum. Áætlað er, að húsið verði fok- helt fyrir haustið. Húsið er á tveimur hæðum, timburhús á steyptum grunni. Á neðri hæðinni, sem er um 100 m2, er stór salur, eldhús, snyrt- ingar og rúmgott anddyri og stór verönd fyrir utan. Stigi verður svo upp á loftið, sem er um 70 m2 og er ætlað sem svefnloft. Arkitekt hússins er Magnús Skíðaskálinn við Oddsskarð. Ljósm. B. S. Talið frá vinstri: Gunnar Ólafsson, Hjördís Káradóttir, Guðjón Björnsson og Bogi Nílsson. Gunnaj;sson, en burðarþolsút- reikningar voru gerðir af Verk- fræðistofu Sigurðar Thor- oddsen. Byggingameistari er Róbert Jörgensen, rafvirkja- meistari Tómas R. Zoéga og pípulagningameistari Sigurþór Valdimarsson, allir í Neskaup- stað. Matráðskona vinnuflokksins er Marin Sigurgeirsdóttir á Eskifirði. Yfirumsjón með framkvæmdum hefir Gunnar Ólafsson haft. Að máli Gunnars loknu gæddu viðstaddir sér á góm- sætum veitingum, sem Marin hafði komið með og borið á borð í skálanum. Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri á Reyðarfirði þakkaði fyr- ir hönd eigenda skálans öllum þeim. sem unnið hafa að fram- kvæmdunum og Gunnari Ólafs- syni alveg sérstaklega fyrir hans Ljósm. B. S. mikla og óeigingjarna starf í þágu skíðamiðstöðvarinnar. Undir þau orð tók Logi Krist- jánsson, bæjarstjóri í Neskaup- stað. Framkvæmdastjórn skíða- miðstöðvarinnar við Oddsskarð skipa: Gunnar Ólafsson, Nes- kaupstað, Bogi Nílsson, Eski- firði og Borgþór Guðjónsson, Reyðarfirði. Byggingarnefnd skíðaskálans skipa: Gunnar Ólafsson, Nes- kaupstað, Guðjón Björnsson, Eskifirði og Hjördís Káradóttir, Reyðarfirði. Áður en athöfninni í skíða- skálanum lauk, hafði stytt upp og sól skein í heiði á ný og fán- arnir blöktu fyrir hægum vindi í sólskininu. B. S. Djúpivogur: Hafin bygging fímm íbúða í sumar Talsverðar framkvæmdir á vegum Búlandshrepps Tíðindamaður AUSTUR- LANDS hafði fyrir skömmu samband við Óla Björgvinsson sveitarsjtóra Búlandshrepps og spurðist fyrir um helstu fram- kvæmdir á vegum sveitarfélags- ins að undanförnu. Óli sagði að nú í haust yrði tekið í notkun nýtt 250 fermetra hús sem hreppurinn hefði rcist. I húsinu er slökkviliðinu ætluð aðstaða, en auk þess erætlunin að nota hluta þess sem félagsað- stöðu til bráðabirgða. Spaug- samir nefna húsið gjarnan „slökkviheimilið". Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmdir í haust við byggingu skólahúsnæðis með íþróttasal, sem jafnframt yrði framtíðarfé- lagsaðstaða í hreppnum. í þessu húsi er gert ráð fyrir fullkomnu eldhúsi, sem myndi í framtíð- inni verða mötuneyti aðkomu- nemcnda í grunnskólanum á Djúpavogi. í sumar hefur gatnagerð nokkuð veriö sinnt á Djúpa- vogi, en þar þurfti að ganga frá götum og lögnum vegna ný- bygginga. Hafin hefur verið bygging fimm íbúða í sumar. íþróttavöllurinn á Djúpavogi var tekinn í notkun í vor, en ungmennafélagið Neisti tekur nú í fyrsta sinn þátt í íslands- mótinu í knattspyrnu. Enn vant- ar harpað yfirlag á íþróttavöll- inn. í lokin er rétt að geta um framkvæmd sem er þó ekki á vegum sveitarfélagsins, en flug- völlurinn á Djúpavogi var lengdur í 800 metra úr 600 nú í sumar. Þessi lenging hefur í för með sér meira öryggi auk þess sem hún gerir áætlunarflug með minni vélunt mögulegt. 5. G. Djúpivogur: Ný heimavistarbygging Haustið 1983 hófust fram- kvæmdir við byggingu heima- vistar við grunnskólann á Djúpavogi, en skólanum er ætlað að taka við nentendum úr Beruneshreppi og Geit- hellnahreppi. Nú er lokið við að steypa kjallara hússins og er fyrir- hugað að vinna hefjist við uppslátt hæðarinnar á næstu dögum. Heimavistin á að rúma 16 nemendur fulbúin, en auk þess verður íbúð fyrir gæslu- fólk í húsinu. Ingimar Sveinsson skólastjóri á Djúpavogi tjáði AUSTUR- LANDI að það væri ótvírætt mikil bót að fá þetta nýja heimavistarhúsnæði, en til þessa hefur íbúðarhúsnæði veriö leigt fyrir aðkomunem- endur. Óli Björgvinsson sveitar- stjóri sagði tíðindamanni blaðsins að vonir stæðu til að hægt yrði að taka hcimavist- ina í notkun haustið 1985. .V. G.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.