Austurland


Austurland - 16.08.1984, Qupperneq 2

Austurland - 16.08.1984, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR, 16. ÁGÚST 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Góðæri á ekki að auka vanda landbúnaðarins Því verður ekki á móti mælt, að það sem af er þessu ári, hefir ríkt góðæri í landbúnaði á íslandi og þá ekki hvað síst hér á Austurlandi. Einmunatíð var mestallan síðastliðinn vetur, gróður lifnaði snemma í vor og varð ekki fyrir neinum áföllum. Sumarið hefir verið sérstaklega hlýtt og sólríkt fram til þessa hér austanlands. Heyskapur byrjaði óvenju snemma og honum mun víðast hvar lokið, sums staðar fyrir allnokkru. Það hlýtur að teljast til nokkurra tíðinda, að unnt var að byrja slátt fyrir hvítasunnu, en það gerði Þorsteinn bóndi á Reyðará í Lóni. Það er einnig frásagnarvert, að margir bændur höfðu lokið heyskap fyrir júlílok. Annar jarðargróður en gras á túnum og engjum hefir einnig dafnað vel. Trjávöxtur er með besta móti og berjaspretta er mikil og var snemma á ferðinni. í Neskaupstað voru börn farin að tína ber í síðustu viku júní. En þó að veðráttan hafi leikið við Austfirðinga í sumar, er ekki svo gott, að svo hafi verið alls staðar á landinu. Það eru Austfirðingar og Norðlendingar, sem hafa verið sólarmegin í sumar, en sunnanlands og vestan hefir verið mjög úrkomusamt. Það hefir löngum verið svo á íslandi, að veðráttunni hefir verið misskipt, og við það verðum við íslendingar að sætta okkur. Öllum ætti líka að vera ljóst, að gott tíðarfar, hvar sem það ríkir um lengri eða skemmri tíma er ekki frá neinum öðrum tekið. Því er hins vegar ekki að neita, að stundum virðist mega ráða það af skrifum sumra Reykjavíkurblaðanna, að svo sé. Slík skrif eru auðvitað aðeins dæmi um raunveruleikafirringu og dómgreindarleysi. Það mega Reykvíkingar vita, að við Austfirðingar getum svo sannarlega unnt þeim sólríkara sumars, ef það væri á okkar valdi. Annað er það, sem góðæri sumarsins virðist ætla að valda mönnum til hrellingar, ef dæma má af um- fjöllum ýmissa fjölmiðla upp á síðkastið, en það er enn á ný aukin offramleiðsla á landbúnaðarvörum. Einhver offramleiðsla er þar vissulega til staðar, en í þessum atvinnuvegi verður aldrei framleitt upp á gramm, eins og neyslan innanlands er í svipinn. Góðæri til landsins hlýtur að auka þessa offram- leiðslu, á sama hátt og slæmt árferði getur leitt til skorts á landbúnaðarvörum. Því skulu menn ekki gleyma í öllu offramleiðslutalinu. Við þessum vanda á ekki að bregðast með því að hrópa á enn frekari niðurskurð búpenings eða fækk- un bænda, heldur með því að gera enn frekara átak í úrvinnslu landbúnaðarafurða og raunverulegrar markaðsleitar erlendis fyrir fullunnar landbúnaðar- vörur. B. S. Ný aðveitustöð tengir Austur- Skaftafellssýslu við landskerfíð Nýja aðveitustöðin við Hóla í Hornafirði - hús og tengivirki. Ný aðveitustöð við Hóla í Hornafirði, sem nú hefur verið tekin í notkun, tryggir að íbúar í Austur-Skaftafellssýslu njóta nú sama öryggis í raforkumálum og gerist annars staðar á byggðalínukerfinu. Nýja stöðin, sem tengist byggðalínukerfinu, sem gert er fyrir 132 kV spennu, leysir af hólmi bráðabirgðastöð frá 1981, þegar Austur-Skaftafellssýsla var tengd aðalorkukerfi lands- ins um byggðalínurnar. Þessi landshluti var síðasta meiri hátt- ar orkuveitusvæðið á landinu, sem tengt var landskerfinu svokallaða. Með þeim fram- kvæmdum var unnt að hætta að framleiða rafmagn með dísilvél- um, nema þegar bilanir verða eða vegna viðhalds. Stöðin við Hóla er ellefta stóra aðveitustöðin á byggðalín- um, sem Rafmagnsveitur ríkis- ins hafa reist á undanförnum áratug. Á því tímabili hafa Raf- magnsveitur ríkisins einnig byggt upp 132 kV byggðalínu- kerfið, sem nú er orðið um 827 kílómetrar á lengd. Fram til 1983 unnu Raf- magnsveitur ríkisins að fram- kvæmdum við byggðalínukerfið í umboði iðnaðarráðuneytisins, en frá upphafi árs 1983 tók Landsvirkjun við 132 kV byggðalínunum til eignar og reksturs. Aðveitustöðvar á byggðalínum eru á hinn bóginn að mestu sameign Landsvirkj- unar og Rafmagnsveitna ríkis- ins. Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun vinna nú að bygg- ingu Suðurlínu, sem verður 250 kílómetra löng og er lokaáfang- inn í hringtengingu raforkukerf- isins í landinu. Framkvæmdum við Suðurlínu á samkvæmt áætl- un að ljúka í haust. Byggðalínukerfið hefur leitt til þess, að orkuvinnslu í olíuraf- stöðvum hefur verið hætt nema í bilana- og viðhaldstilvikum og jafnframt, að orkuveitusvæði landsins hafa verið tengd saman, sem stuðlar að betri samnýtingu virkjana en áður. Hringtenging byggðalínu- kerfisins með Suðurlínu gerir hins vegar hvorutveggja, að auka flutningsgetu kerfisins og auka afhendingaröryggi rafork- unnar um allt land. Aðveitustöðin við Hóla í Hornafirði tengir Suðurlínu, sem nú er unnið að og liggur milli Hóla og Sigöldu, við Suð- austurlínu frá Hryggstekk í Skriðdal, auk þess sem Austur- Skaftafellssýsla tengist með henni við 132 kV byggðalínu- kerfið í heild sinni. Það er gert með því að spenna raforkuna niður í 11 kV og Leiðrétting í síðasta tbl. AUSTUR- LANDS kvarta ég yfir, að fólk fleygi heyi í bæði „Lúðvíksgil og Nesgil.“ Þetta er tómt rugl, reyndar óviljandi, því að þetta eru tvö nöfn á sama gilinu, en ætlunin var að segja „Bakkagil og Nesgil.“ Upphaflega nafnið er Nesgil, sbr. Nes og Neslækur. Fram undan gilinu byggði svo Lúðvík útgerðarmaður Sigurðsson hús og frá honum og húsum hans er áreiðanlega seinna nafnið, Lúð- víksgil, komið. Fólk hringdi strax í mig og benti mér á þetta, og ég þakka kærlega fyrir það. Krjóh. leggja síðan 11 k V línur að Höfn og út um nærliggjandi sveitir. Þá verður Smyrlabjargaárvirkj- un tengd við aðveitustöðina með 33 kV línu. Aðveitustöðin við Hóla er sameign Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins, en starfsmenn Rafmagnsveitnanna sáu um undirbúning og útboð, og settu upp og tengdu rafbún- að. Áætlað er, að heildarkostn- aður við þessa nýju aðveitustöð verði um 47 milljónir króna á núverandi verðlagi. Verktakar á Höfn í Horna- firði og í Reykjavík unnu einnig að verkinu. Trésmiðja Horna- fjarðar á Höfn annaðist smíð: stöðvarhússins, Vélval sf. á Höfn sá um jarðvinnu og undir- stöður í útivirki og rafbúnaður er frá Tryggva Þórhallssyni í Reykjavík. Fréttatilkynning frá RARIK. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Syntu 200 m daglega

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.