Austurland


Austurland - 16.08.1984, Síða 3

Austurland - 16.08.1984, Síða 3
FIMMTUDAGUR, 16. ÁGÚST 1984. 3 Verulegur aflasamdráttur Frá 1. janúar til 31. júlí á þessu ári hafa borist á land í Neskaupstað 5.100 lestir af fiski (loðna undanskilin). Á sama tíma í fyrra höfðu borist hingað tæpar 8.200 lestir þannig að afla- samdrátturinn milli ára er um 38%. Hclsta ástæðan fyrir þess- um mikla aflasamdrætti er sú að togararnir hafa verið mikið frá veiðum. Bjartur var frá í um tvo mánuði á árinu vegna vélaskipta og Birtingur í rúma fjóra af sömu ástæðu. Þá var Beitir í fullum rekstri á síðasta ári en á þessu ári var Beitir einungis gerður út í tvo og hálfan mánuð til togveiða, enda fékk hann sáralítinn kvóta. Eins og áður sagði eru 5.100 lestir komnar hér á land, þar af hafa togararnirlandað 4.331 lest eða um 85%. Smærri bátar og trillur hafa landað 769 lestum eða um 15%. Af þeim 8.200 lestum sem bárust hér á land í fyrra höfðu togarar fengið 7.547 tonn og trillur 630 tonn. Annars skýrist þetta best á meðfylgjandi töflu: Heildarafli Afli togara Afli smærri báta Ár Lestir Lestir Lestir 1984 .... 5.100 4.311(85%) 769(15%) 1983 .... 8.200 7.547(92%) 630 ( 8%) Afli togaranna á þessu ári miðað við 31. júlí er sem hér segir: Lestir Barði NK-120 . . . . 1.470 Beitir NK-123 . . . . 690 Birtingur NK-119 . . 690 Bjartur NK-121 . . . 1.620 Heildarkvóti Norðfjarðar- togaranna í ár er um 8.200 lestir þannig að óveidd af honum um síðustu mánaðamót eru 3.730 tonn. Ættu menn því ekki að þurfa að kvíða atvinnuleysi í fiskvinnslunni hér í Neskaup- stað það sem eftir er af þessu ári, nema til rekstrarstöðvunar flotans komi af öðrum orsökum. Þegar þetta er skrifað hefur nótaskipið Börkur selt þrívegis í Grimsby alls um 435 lestir og hefur skipið fengið allgott verð fyrir aflann. Verður framhald á siglingum Barkar fram eftir hausti. G. B. Frá sundráði Þróttar Sundæfingar hjá sunddeild Þróttar hafa staðið yfir af miklum krafti í sumar undir leiðsögn Auð- uns Eiríkssonar, sundþjálfara. Á landsmót UMFl fóru 3 sund- menn á vegum UÍA, þar af 2 frá Þrótti og á aldursflokkameistara- mót SSÍ, sem haldið var í Vest- mannaeyjum dagana 20.-22. júlí, fóru 14 sundmenn á vegum UÍA, þar af 9 frá Þrótti. Stóð sundfólkið sig allvel á þessum mótum. Dagana 12. og 13. ágúst stóð sundráð Þróttar fyrir maraþon- sundi í sólarhring, og hóf bæjar- stjórinn, Logi Kristjánsson, sundið kl. 18 á sunnudag. Bæjarbúar höfðu verið hvattir til að taka þátt í sundinu, og voru þó nokkrir, sem sýndu þessu máli áhuga, og syntu með. Um 60 manns á aldrinum 9 - 50 ára tóku þátt í sundinu, og var um helmingur þeirra utan sunddeildarinnar. Synt- ir voru 62.9 km. Maraþonsundið var fjáröflunarleið fýrir sunddeild- ina. Gengið var í hús og safnað áheitum á hvem syntan km og var tekið vel í það hjá bæjarbúum. Þann 20. ágúst nk. er ætlunin að fara í æfingabúðir til Bolunga- víkur og verða Siglfirðingar þar einnig. Eru þama að myndast sterk vinabæjatengsl milli þessara þriggja bæja. Siglfirðingar buðu Bolvíkingum og Norðfirðingum í æfingabúðir í fyrra, sem Bolvík- ingar em nú að endurgjalda, og Norðfirðingar munu endurgjalda næsta sumar. Áætlað er, að ferðin standi yfir í viku og verður farið með flugvél beint til ísafjarðar. Sunddeildin þakkar bæjarbúum fyrir góðar undirtektir við fjár- öflun þessa og einnig Neskaup- staðarbæ fyrir ökeypis afnot af sundlauginni. meðan á maraþon- sundinu stóð. Sitndrád Þróttar. Við Suncllaug Neskaupstaðar á sjómannadag 1983. Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. TOPPMYNDIR! OPIÐ ALLA DAGA 1-9 VERSLUN — VIDEÓ 07707 1 1 VERKAFOLK - VERKAFOLK Okkur vantar nú þegar fólk til snyrtingar og pökkunar í frystihúsi voru Vinsamlegast hafið samband við verkstjóra í síma 7505 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Til sölu er Mazda 929 árgerð 1978 Ekinn 20.000 á vél Upplýsingar 0 7556 ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Þorvaldur Einarsson, útgerð- armaður, Hlíðargötu 5A, Nes- kaupstað er 65 ára í dag, 16. ágúst. Hann er fæddur á Orms- staðastekk íNorðfjarðarhreppi, en hefir átt heima í Neskaupstað í um 40 ár. -n, □□□□□□ □□□□□ULJDUL □□□□□□□□□C EGILSBÚÐ @7322 — Neskaupstað Fimmtudagur 16. ágúst kl. 2100 „FANNY HILL“ Djörf og spennandi mynd eftir samnefndri skáldsögu Sunnudagur 19. ágúst kl. 1500 „VINUR INDÍÁNANNA" Sunnudagur 19. ágúst kl. 2100 „ BRÆÐRAGENGIÐ „ Einn besti vestri sem sýndur hefur verið NESVlDEÓ Eitthvað nýtt yfir helgina 0 7780 Ökuleikni Ökuleikni Bindindisfélags ökumanna verður haldin á planinu fyrir neðan Egilsbúð þann 20. ágúst kl. 1800 Keppt verður bæði í karla- og kvennariðli Þátttaka tilkynnist til Sveins Ásgeirssonar 0 7256 Allir er hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl geta verið með Bindindisfélag ökumanna Auglýsið r 1 Austurlandi Heimilistölvur Eigum til í versluninni: Sinclair Spectrum SHARP MZ731 m/prentara og segulbandi Lynx og Acorn electron Lítið inn og fáið nánari upplýsingar GMMCOSf Frystikistur 300 lítra frystikistur á aðeins kr. 16.200,- ermc® sf

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.