Austurland


Austurland - 23.08.1984, Qupperneq 1

Austurland - 23.08.1984, Qupperneq 1
34. árgangur. Neskaupstað, 23. ágúst 1984. 30. tölublað. Uggvænlegt atvinnuleysi á Seyðisfirði - ólöglegar uppsagnir verkafólks Á Seyðisfirði ríkir nú hrikalegt atvinnuleysi. Par eru nú um 100 manns atvinnulausir og líkur á, að tala atvinnulausra hœkki um allt að 50% á nœstu dögum vegna aðgerða stjórnvalda. Ann- ars er þetta mikla atvinnuleysi á Seyðisfirði skólabókardœmi um það, hvernig einkarekstur í undirstöðuatvinnuvegunum getur reynst byggðarlögunum, þegar á móti blœs í rekstrinum. AUSTURLAND hafði samband við Hallstein Friðþjófsson, formann verkalýðsfélagsins á Seyðisfirði og spurðist fyrir um ástandið. □ Hversu margir eru i raun at- vinnulausir hjá ykkur? ■ Það eru um 100 manns at- vinnulausir nú. Á atvinnuleysis- skrá eru 70, en þó nokkrir eiga eftir að láta skrá sig og aðrir eiga ekki rétt á bótum. Þegar trill- urnar stoppa svo í 10 daga, má búast við, að kannski 40 manns bætist við á atvinnuleysisskrá. □ Og það er nœr eingöngu fisk- vinnslufólk, sem eratvinnulaust, er það ekki? ■ Jú, bæði konur og karlar í fiskvinnslu, þó fleiri konur. □ Er þetta atvinnuleysi eins- dœmi hjá ykkur? Smábátar stöðvaðir vegna kvóta Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið með reglugerð að stöðva útgerð smábáta undir 10 brúttólestum um 7 daga skeið 25. ágúst til 1. september. Er þetta gert á grundvelli kvótalag- anna frá síðasta vetri, en sam- kvæmt þeim var settur heildar- kvóti á smábáta yfir allt landið. Alþýðubandalagið og aðrir í stjórnarandstöðu mótmæltu þessari stefnu sérstaklega og töldu fráleitt að fella smábáta- veiðar undir kvóta. Á grundvelli kvótalaganna gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð, þar sem veiðitíma smábáta er skipt í 4 tímabil með ákveðnu aflamarki fyrir hvert. Það er þriðja tímabilið, sem tekur yfir júlí - ágúst, sem nú á að skerða með umræddri stöðvun. Ráðuneytið staðhæfir, að afli smábáta í júlí hafi orðið mun meiri en við var búist og því sé samkvæmt reglunum óhjákvæmilegt að stöðva nú. Víst er, að afli handfærabáta hér eystra hefur ekki verið mik- ill í sumar, og það eru því aðrir landshlutar, einkum Vestfirðir og Norðurland, sem fyllt hafa landskvótann. Auk þess ber að hafa í huga, að bátar eru nú skyldaðir til að flytja undirmáls- fisk að landi og eykur hann við aflann frá því, sem verið hefur undanfarin ár. Smábátaeigendur á Austur- landi telja sig að vonum fara illa út úr þessari stöðvun ráðuneyt- isins. í samþykkt, sem trillueig- endur á Norðfirði sendu ráðu- neytinu sl. vor, mótmæltu þeir kvótanum og ekki síst þeirri til- högun að setja landskvóta á smábátana. Af ráðuneytisins hálfu var þá talið ólíklegt, að til stöðvunar kæmi, en reyndin hefur nú orðið önnur. Kvóta- setning á smábáta var fáránleg ráðstöfun frá byrjun og alveg sérstaklega sú tilhögun að hafa þar allt í sama potti. Þau byggðarlög, sem verst fara út úr þessari stöðvun hér eystra, eru Bakkafjörður og Borgarfjörður, en fjöldi smá- báta er mestur á Norðfirði eða yfir 40. Þessi stöðvun yfir há- veiðitímann kemur sér þannig illa fyrir marga. H. G. Eftir 2 daga verða trillurnar bundnar við bryggjur. Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. ■ Nei, hér var mikið atvinnu- leysi í vetur um tveggja mánaða skeið, en það hefir bara gerst einu sinni áður, að jafn margt fólk sé atvinnulaust og nú. □ Er það eingöngu starfsfólk Fiskvinnslunnar hf., sem er at- vinnulaust? ■ Já, hitt húsið er starfandi, en hjá Fiskvinnslunni vinna langt- um fleiri. Og það má benda á það, að uppsagnir starfsfólksins eru ólöglegar af fyrirtækisins hálfu. Það er enginn hráefnis- skortur, heldur eru togararnir látnir sigla með aflann og starfs- fólkinu sagt upp. Nákvæmlega það sama gerðist 1977 eða 1978, og þeir báru því sama við - erf- iðleikum í útgerðinni. Þá stefndi verkalýðsfélagið fyrirtækinu fyrir ólöglegar uppsagnir. Við unnum það mál í undirrétti. Það fór fyrir Hæstarétt og verður dæmt í því þar í vetur. □ Hvenœr eru líkur á, að úr rœtist? ■ Það eru líkur á, að þetta at- vinnuleysi standi lengi. Togar- arnir verða látnir halda áfram að sigla, og svo stendur fyrir dyrum klössun á þeim. Útlitið er því ekki gott, sagði Hall- steinn Friðþjófsson að lokum. B. S. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar krefst úrbóta í atvinnumálum Ár 1984 fimmtudaginn 16. ágúst kom bæjar- stjórn saman til fundar í fundarsal Herðubreiðar ki. 16«>. Samþykkt var eftirfarandi ályktun með 9 at- kvæðum samhljóða. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar lýsir áhyggjum sín- um með atvinnuástand í kaupstaðnum, en nú eru yfir hásuinarið hátt í 100 manns atvinnulausir vegna rekstrarerfiðleika í sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Það lýsir sér í því, að skipin sigla með afla í stað þess að landa honum heima til vinnslu. Á meðan þenslan á suðvesturhorninu er í há- marki, og fólksflóttinn af landsbyggðinni er haf- inn er ljóst, að heilu byggðarlögin úti á landi eru í stórhættu og því verður ekki unað. Bæjarstjórn Seyðisfjaðrar krefst þess, að höf- uðatvinnuvegi þjóðarinnar verði búin viðunandi rekstrarskilyrði ogminnir á, aðu. þ. b. 75% gjald- eyristekna koma frá sjávarútvegi. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar varpar fram þeirri spurningu til ráðamanna þjóðarinnar, hve lengi það þjóðfélag fái staðist, sem bregst skyldum sínum við undir- stöðu þjóðlífsins.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.