Austurland


Austurland - 23.08.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 23.08.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 23. ágúst 1984. Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 /^EFLUM HEIMABYGGÐINjAígí, 'S' SKIPTUM VIÐ ' SPARISJÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar Knýjandi úrbætur á Norðfjarðarvegi Nýr framkvæmdastj óri Egilsbúðar Þaö er mál manna, sem vel þekkja til þjóövega landsins, að hvergi sé að finna annað eins torleiði og í brekkunum ofan Eskifjarðar á leiðinni til Norð- fjarðar. Þar fer saman mikill bratti, beygjur og afar slæmt ástand vegarins með „þvotta- bretti“, gróti og skorningum. Hér er um að ræða eins konar bráðabirgðaslóð frá því Odds- skarðsvegur var tengdur þjóð- vegakerfinu fyrir 35 árum og lít- ið sem ekkert gert í viðhaldi á undanförnum árum. Nú lofar Vegagerðin endur- bótum í haust, sem raunar var gefinn ádráttur um strax í fyrra í framhaldi af lagfæringum á efri hluta leiðarinnar upp að jarð- göngum sumarið 1982. Er gert ráð fyrir viðgerð og styrkingu á kaflanum frá Sand- skeiði niður í Eskifjarðar- kaupstað, en ekki eru neinar Nú um helgina og í næstu viku verða haldin Austurlandsmót í knattspyrnu í öllum flokkum. Keppt verður á þremur stöðum, í Neskaupstað, á Eskifirði og í Breiðdal. í Neskaupstað verður keppt í 6. flokki laugardaginn 24. ágúst og hefst keppnin klukkan 10. 9 lið keppa í tveimur riðlum og er Ieikið þvert á völlinn og notuð lítil mörk. Á Eskifirði veðrur keppt í 5. og 3. flokki. 6 lið eru skráð til leiks í 5. flokki og 3 í 3. flokki. Keppnin fer fram sunnudaginn 25. ágúst og hefst klukkan 11. Fimmtudaginn 30. ágúst Alþýðubandalagið í Nes- kaupstað kýs ritnefnd AUST- URLANDS ár hvert til eins árs í senn. Á félagsfundi 15. ágúst sl. var kosin ný ritnefnd. í henni eiga sæti: Einar Már Sigurðar- son, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Þórhallur Jónas- son. Er það sama fólkið og sat í ritnefndinni síðasta ár, nema Einar Már Sigurðarson, sem kemur inn í ritnefndina í stað breytingar á veglínunni þessu samfara. Þá er í athugun nýtt vegar- stæði á Norðfjarðarvegi upp úr Eskifirði og hyggst Vegagerðin ljúka á næsta vetri útfærslu á mismunandi leiðum, sem þar koma til álita, þannig að ákvörðun megi taka við endur- skoðun vegaáætlunar. Þeir sem um Norðfjarðarveg aka, eru að vonum langþreyttir á því ófremdarástandi, sem ríkt hefur. Þær úrbætur, sem ráð- gerðar eru í haust, hefðu þurft að koma fyrr, en verða vel þegnar. Jafnframt þarf að þrýsta á um uppbyggingu framtíðarvegar milli Eskifjarðar og Norðfjarð- ar. Fátt skiptir íbúa byggðarlag- anna meira en greiðar sam- göngur, því að öll samskipti efl- ast í kjölfarið. veður keppt í 4. flokki og fer keppnin fram í Neskaupstað. 6 lið eru skráð til leiks og hefst keppnin klukkan 14. Helgina 1. og 2. september verður keppt í Breiðdal í meist- araflokki karla og kvenna. í karlaflokki keppa 8 lið en aðeins tvö í meistaraflokki kvenna. Keppnin í Breiðdal hefst klukk- an 12 báða dagana. Það verður því nóg um að vera í knattspyrnunni á næst- unni og í framhjáhlaupi má geta þess að á morgun klukkan 19 keppa Austri og Þróttur í Nes- kaupstað í íslandsmóti 3. deild- ar. G. B. Kristins V. Jóhannssonar, sem baðst undan endurkosningu. Um leið og AUSTURLAND óskar nýrri ritnefnd alls góðs í starfi, vill blaðið þakka Kristni V. Jóhannssyni störf hans í rit- nefnd í harntær 20 ár, þar sem hann hefir alla tíð verið sérstak- lega góður liðsmaður. Væntir AUSTURLAND þess, að það fái að njóta skrifa hans og eigi hann áfram að, þó að hann hverfi úr ritnefndinni nú. Ritstj. Iðunn Haraldsdóttir. Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað var hald- Allt síðan haustið 1982 hefur verið starfrækt öldungadeild við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hefur starfsemi þessi mælst vel fyrir bæði hjá nemendum og kennurum og vinsældir deildar- innar farið vaxandi. Nú á haust- önn 1984 verður ýtt úr vör í fimmta skipti og boðið upp á kennslu í sex greinum. Þeir áfangar, sem kenndir verða nú í haust eru: Enska (ENS 103), rekstrarhagfræði (HAG 103), félagsfræði eða sagnfræði (FÉL 103 eða SAG 103) og lögfræði (LÖG 113). Allir þessir áfangar eru byrjunaráfangar og öllum opnir. Auk þess verða kenndir famhaldsáfangar í vélritun og tölvuritvinnslu. Skráning nemenda stendur nú yfir og fer hún fram á skrif- stofu skólans, sem opin er alla virka daga frá 8 til 12. Einnig er Efnt verður til námskeiðs í trjá- og skógrækt í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað dag- ana 1. -7. sept nk. Námskeiðið er samsvarandi þriggja eininga áfanga framhaldsskóla en ann- ars eru allir, sem áhuga hafa á velkomnir meðan húsrúm leyf- ir, en nokkur sæti eru nú laus. Námskeiðið samanstendur af verklegum æfingum, fyrirlestr- um og myndasýningum. Meðal námsþátta eru: kynning á skóg- ræktarstarfi, bygging, starfsemi og flokkun plantna, plöntu- greining og plöntusöfnun, líf- verur í trjám og runnum, vist- fræði skógarins og framvinda, plöntuuppeldi, gróðurnýting og Þann 15. ágúst urðu fram- kvæmdastjóraskipti við félags- heimilið Egilsbúð í Neskaup- stað. Þá lét Elma Guðmunds- dóttir af starfi framkvæmda- stjóra eftir að hafa gegnt því í inn fyrir skömmu og þar m. a. fjallað um ýmis félagsleg og hægt að skrá sig hjá áfangastjóra í síma 1684. Miðað er við, að kennsla hefjist mánudaginn 10. september og skráningu verður að ljúka í seinasta lagi föstudag- inn 7. september. Gjald fyrir fullt nám á hustönn 1984 er 1800 krónur og greiðist við skrán- ingu. Fullt nám er það nám, sem telur 9 einingar (t. d. 3 byrjun- aráfangar) eða meira. Stundi nemandi nám í minna en 9 ein- ingum minnkar gjaldið í sam- ræmi við það. Heimilt er að endurgreiða námsgjaldið hverfi nemandi frá námi í upphafi annar. Allir þeir sem áhuga hafa á starfi öldungadeildar Mennta- skólans á Egilsstöðum á haust- önn 1984 eru hvattir til að hafa samband við skólann sem fyrst. flokkun plantna, umhirða skóga og nýting. Auk þessa er veitt fræðsla með myndasýningum um: starf skógræktarfélaganna, umhverf- isvernd og náttúrusamtök, land- nýtingu - landeyðingu o. fl. Leiðbeinendur á námskeið- inu verða: Jón Loftsson, skógar- vörður, Hallormsstað, Skarp- héðinn Þórisson, líffræðingur, Þórður Júlíusson, líffræðingur. Kostnaður: gisting, kennsla og fullt fæði er kr. 3000.-. Tekið er á móti umsóknum í Menntaskólanum á Egils- stöðum í síma 1684, milli kl. 9 og 12 virka daga. Fréttatilkynning tæp þrjú ár. Við framkvæmda- stjórastarfinu tók Iðunn Har- aldsdóttir. Síðastliðin fimm ár hefir hún unnið á skrifstofu Líf- eyrissjóðs Austurlands í Nes- kaupstað. flokksleg málefni. Starf félags- ins var þróttmikið á síðasta starfsári. Töluverð mannaskipti urðu nú í stjórn félagsins og m. a. formannsskipti. Fráfarandi for- maður félagsins, Bergþóra Ara- dóttir, er flutt úr bænum. Stjórn ABN fyrir næsta starfs- ár skipa: Viggó Sigfinnsson, formaður, Kristín Lundberg, varaformaður, Ragnar Guð- mundsson, ritari, Valur Þórar- insson, gjaldkeri og Kristinn ívarsson, meðstjórnandi. Vara- stjóm skipa Einar Þórarinsson og Klara ívarsdóttir. B. S. Virkjunarvegur í Fljótsdal í tíð fyrri ríkisstjórnar var mótuð um það stefna um leið og lög voru sett um Fljótsdals- virkjun, að framkvæmdaundir- búningi og framkvæmdum við virkjunina yrði dreift á nokkurt árabil, m. a. til að auðvelda heimamönnum hlutdeild í verk- efnum. í samræmi við þetta var uppbygging virkjunarvegar í byggð inn Fell og Fljótsdal hafin á árinu 1982, en verulega var dregið úr því verki á síðasta ári. Nú er vinna að hefjast á ný við virkjunarveginn og ráðgert að verja til hans 8 millj. kr. í ár. Verður endurbyggður kaflinn frá Arnheiðarstöðum inn fyrir Geitagerði í Fljótsdal og auk þess lagfært með sprengingum í klettahafti og beygjum innan við Ekkjufell í Fellum. Fjármagn til þessa kemur af framkvæmdafé Landsvirkjunar. H. G. H. G. Austurlandsmót í knattspyrnu Ný ritnefnd AUSTURLANDS Yiggó Sigfínnsson formaður ABN Oldungadeild ME Fréttatilkynning Skógræktarnámskeið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.