Austurland


Austurland - 30.08.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 30.08.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 30. ágúst 1984. 31. tölublað. Aðalfundur SSA á Höfn: Atvinnu- skóla- göngumál efst á Tímamótandi samþykkt í Á aðalfundi SSA, sem hald- inn var á Höfn í Hornafirði um síðastliðna helgi voru ofan- greindir málaflokkar efst á baugi. Atvinnumálin fengu mesta umræðu enda liggja þau þyngst á sveitarstjórnar- mönnum þessa dagana vegna hins slæma ástands í sjávarút- vegi. Framsögumenn um at- vinnumálin voru Ólafur Gunn- arsson framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Gunnlaugur Ingvarsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. Fram kom í máli allra framsögumanna að útlitið í sjávarútvegsmálum er dökkt þessa stundina og mikið þarf að breytast þannig að birti til í þess- ari atvinnugrein. Miklar um- ræður urðu um atvinnumálin og í þeirri umræðu var mjög áber- andi hversu vaxtastefna ríkis- stjórnarinnar var mjög gagn- rýnd af öllum þeim sem til máls tóku (utan ráðherra). Smári Geirsson skólameistari í Neskaupstað og Einar Már Sigurðarson skólafulltrúi í Nes- kaupstað höfðu framsögu um stöðu verk- og tæknimenntunar á Austurlandi, en þessir tveir menn ásamt fulltrúum frá SSA hafa ferðast um öll þjónustu- svæði SSA í sumar og kynnt þessi mál. í máli þeirra Smára og Einars kom fram að mjög brýnt er að Austfirðingar sameinist um rekstur höfuðskóla verk- og tæknimenntunar - Framhalds- skólans í Neskaupstað. Pað kom líka í ljós að fundarmenn voru sammála því að það bæri að gera en að sjálfsögðu hafa menn mismunandi áherslur á því hvernig að því skuli staðið. Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu gerði grein fyrir skýrslu nefndar sem skipuð var til að gera úttekt og tillögur um samgöngukerfi, skipulag sam- gangna og flutningaþjónustu á Austurlandi. Sýndist mönnum sitthvað um þessa skýrslu en hún er upp á 111 síður. Verður fjallað nánar um hana hér í blaðinu síðar. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir SSA og hana skipa: Reynir Gunnarsson, Bú- Framhaldsnám áHöfn berst í bökkum Nú nýverið veitti mennta- málaráðuneytið loks heimild fyrir framhaldsnámi á fyrsta ári við gagnfræðaskólann á Höfn í Hornafirði, en hafnaði beiðni heimamanna um annað ár. Þessi afgreiðsla ráðuneytisins hefur valdið miklum vonbrigð- um og erfiðleikum. Góðar líkur voru á sl. vor, að um 50 nemend- ur yrðu í framhaldsnámi á Höfn næsta vetur, en nemendur hafa að sjálfsögðu leitað annað eftir skólavist vegna ríkjandi óvissu. Þó eru líkur á, að um 25 nem- endur stundi nám á 1. ári næsta vetur og að auki er fyrirhugað nám fyrir vélstjóra eftir áramót. Óvissan um stöðu framhalds- námsins á Höfn er óþolandi fyrir alla hlutaðeigandi. Þykir mönnum að vonum hlutur menntamálaráðuneytisins með endemum í þessu máli, en því miður er afgreiðsla þess ekki einsdæmi. Þar við bætist, að þrengt er að kennslukvóta skól- anna, þannig að þeim er gert ill- mögulegt að starfa. H. G. og sam- baugi skólamálum landshreppi, Tryggvi Árnason, Nesjahreppi, Sigurður Gunn- arsson, Fáskrúðsfirði, Kristinn V. Jóhannsson, Neskaupstað, Þorvaldur Jóhannsson, Seyðis- firði, Helgi Halldórsson, Egils- stöðum, Svala Eggertsdóttir, Fellahreppi, Alexander Árna- son, Vopnafirði, Sigfús Guð- laugsson, Reyðarfirði. Nýkjörin stjórn kom saman til fundar strax að loknum aðal- fundinum og var Þorvaldur Jó- hannsson einróma kjörinn formaður sambandsins. Hér á eftir fara ályktanir, sem samþykktar voru í atvinnu- og skólamálum á fundinum. Ann- arra ályktana verður getið síðar, eftir því sem ástæður þykja til. G. B. Aðalfundur SSA: Ályktun um atvinnumál Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði 24. - 25. ágúst 1984 vekur athygli stjórnvalda og landsmanna allra á þeim vanda sem við er að glíma í sjávarútvegi á Austurlandi. Nú er svo komið að rekstrarstöðvun blasir við í mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi með ógnvænlegum afleiðingum fyr- ir landshlutann. Sveitarfélögin eru í miklum greiðsluerfiðleikum því burðar- ásar atvinnulífs þeirra, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin geta ekki greitt til sveitarsjóðanna. Verði ekki brugðist hart við og þessum undirstöðuatvinnu- greinum sköpuð lífvænleg rekstrarskilyrði er stutt í frekari samdrátt á landsbyggðinni. í sjávarbyggðum Austurlands búa 9.000 manns eða um 70% íbúa landshlutans. SSA hefur áður bent á að hafin er fólksflótti af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins. Takist ekki að bægja frá að- steðjandi vá mun sá flótti magnast. Aðalfundurinn vill minna á mikilvægi síldveiða og vinnslu fyrir fjórðunginn. Undanfarin ár hafa milii 40% og 50% síldaraflans komið á land og verið unnin í austfirskum sjávarplássum, og um 60% -70% síldarsöltunarinnar hafa farið fram á Austurlandi. Þessi atvinnurekstur er hins vegar í mikilli hættu vegna mikils framboðs síldar frá öðrum þjóðum og verulegrar verð- samkeppni. Fundurinn vill því leggja áherslu á mikilvægi sovéska mark- aðarins fyrir saltsíld og skorar á stjórnvöld að vinna ötullega að því með hagsmunaaðilum að auka og treysta þessi viðskipti. Aðalfundur SSA: Samstarf um kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi A aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördœmi, sem haldinn var á Höfn í Hornafirði 24. og 25. ágúst sl., var samhljóða samþykkt tillaga þar sem lýst er yfir stuðningi við þœr hugmyndir, sem kynntar hafa verið að undanförnu, um samstarf sveitarfélaga ífjórðungnum um rekstur og uppbygg- ingu Framhaldsskólans í Neskaupstað, sem er kjarnaskóli iðn- og tœknimenntunar á Austurlandi. Samstarf sveitarfélaga um skóla af þessu tagi hefur þegar tekist á Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi vestra og nú er unnið að samstarfssamningi á Vesturlandi. Ljóst eraðá fundi SSA náðist með samþykkt þessarar tillögu merkur áfangi í uppbyggingu framhalds- náms áAusturlandi, en stjórn SSA varfalið aðskipa nefnd til að vinna aðfrekari framgangiþessa máls. Tillagan, sem samþykkt var á aðalfundinum, hljóðar svo í heild: Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði 24.-25. ág- úst 1984 lýsir yfir stuðningi við þær hugmyndir sem kynntar hafa verið að undanförnu um samstarf sveitarfélaga í fjórð- ungnum um rekstur og upp- byggingu kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar á Austur- landi, Framhaldsskólans í Neskaupstað. í ljósi þeirrar jákvæðu um- fjöllunar, sem málið hefur hlotið á kynningarfundum á þjónustusvæðum SSA felur fundurinn stjórn SSA í sam- ráði við sveitarstjórnir að skipa nefnd, sem í eigi sæti einn fulltrúi frá hverju þjón- ustusvæði. Einnig tilnefni stjórnin einn mann úr sínum hópi, sem jafnframt verði for- maður nefndarinnar. Skóla- fulltrúi Neskaupstaðar og skólameistari Framhaldsskól- ans í Neskausptað starfi með nefndinni. Viðfangsefni nefndarinnar verði: 1. Undirbúningur samstarfs sveitarfélaga á Austurlandi um kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar í fjórð- ungnum. 2. Frágangur samnings í sam- ráði við menntamálaráðu- neytið. 3. Umsjón með þeirri um- fjöllun sem samningurinn fær hér eystra í sveitar- stjórnum. 4. Ákvörðun um gildistöku samningsins. 5. Ákvörðun um heiti skólans. 6. Umfjöllun um framkvæmd einstakra greina samnings- ins (fjármálastjórn, inn- heimtufyrirkomulag, kjör skólanefndarmanna). 7. Undirbúningur starfs vænt- anlegrar skólanefndar, sér- staklega varðandi fram- kvæmdir við skólann s. s. byggingu heimavistar og verknámshúss. Nefndin ljúki störfum eigi síðar en fyrir aðalfund SSA 1985.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.