Austurland


Austurland - 06.09.1984, Síða 1

Austurland - 06.09.1984, Síða 1
Austurland 34. árf’anf’ur. Neskaupstað, 6. september 1984. 32. tölublað. Fundarmenn á aðalfundi SSA á Höfn 24. - 25. ágúst sl. Ályktanir aðalfundar SSA Hér birtast nokkrar þeirra ályktana, sem samþykktar voru á aðalfundi SSA á Höfn dagana 24. og 25. ágúst sl. Jöfnun orkukostnaðar og átak í orkusparnaði Aðalfundur SSA haldinn á Höfn 24. -25. ágúst 1984 skorar á ríkisstjórn og Alþingi íslend- inga: 1. Að jafna nú þegar hinn óbærilega orkukostnað og þar með draga úr þeim mismun, sem er á milli staða Á aðalfundi SSA lögðu Hrafnkell A. Jónsson, Guðjón Björnsson, Árni Ragnarsson, Aðalsteinn Valdimarsson og Hafþór Guðmundsson fram svofellda tillögu: „Aðalfundur SSA haldinn á Höfn 24. til 25. ágúst skorar á ríkisstjórn og Alþingi að standa gegn hvers konar áformum um byggingu mannvirkja til hernað- arnota svo sem radarstöðva. Ef nauðsynlegt verður talið að byggja upp radarstöðvar til og sogað hefur öðru fremur fólk frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. 2. Að gera þegar raunhæft átak til orkusparnaðar. Stjórn SSA er falið að leita samstarfs við önnur landshluta- samtök til að ná þessum mark- miðum. Dreifing á olíu til Austurlands Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði 24. -25. ágúst 1984 gerir eftirfarandi ályktun. að sinna öryggisþjónustu fyrir flugvélar og skip, leggur fundur- inn áherslu á, að slík starfsemi verði alfarið byggð upp af ís- lendingum sjálfum og það tryggt, að rekstrinum verði á engan hátt blandað inn í hern- aðarbrölt stórveldanna á Norður-Atlantshafi.“ Á aðalfundinum í fyrra flutti Hrafnkell efnislega svipaða til- lögu, en fundarstjórar neituðu þá að leyfa um hana umræður og að hún gengi til atkvæða. í ljós hefur komið, að sá hátt- ur sem hafður hefur verið á varðandi dreifingu á olíu til Austurlands frá Reykjavík sl. 3 ár, er þjóðhagslega óhag- kvæmur og óöruggur, eins og reyndar Austfirðingar hafa margsinnis bent á. Pað er því krafa aðalfundar SSA til viðskiptaráðherra og þingmanna kjördæmisins, að fyrir veturinn verði tryggðar nægar olíubirgðir á Austurlandi með því að nýta birgðatank þann, sem er á Seyðisfirði. Nú fékk tillagan þinglega málsmeðferð og við afgreiðslu hennar var mjótt á mununum. 19 fulltúar greiddu tillögunni at- kvæði, en 21 á móti, eftir að at- kvæðagreiðsla hafði verið endurtekin tvívegis. Nokkrir þingfulltrúar sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Ekki gat verið mjórra á mun- unum og er ljóst, að mikil and- staða er hér eystra við ráðagerð- ir stjórnvalda um radarstöðvar í þágu bandaríska hersins. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. Endurgreiðsla söluskatts af kostnaði við snjómokstur Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði 24. -25. ágúst 1984 fer fram á það við fj ármála- ráðherra og fjármálaráðuneyt- ið, að nú þegar verði framfylgt heimild í lögum um endur- greiðslu söluskatts á snjó- mokstri sveitarfélaga með setn- ingu reglugerðar þar um. Um Fljótsdalsvirkjun Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði 24.-25. ágúst ítrekar fyrri samþykktir sínar varðandi Fljótsdalsvirkjun. Fundurinn skorar á Alþingi að halda fast við röð næstu stór- virkjana, þar sem Fljótsdals- virkjun kemur næst á eftir virkj- un í Blöndu. Fundurinn leggur áherslu á, að undirbúningsframkvæmdum verði haldið áfram, þannig að virkjunarframkvæmdir tefjist ekki vegna þeirra. Á morgun, föstudaginn 7. september gengst Lionsklúbbur Norðfjarðar fyrir nokkurri nýj- ung í bæjarlífinu, en það er úti- markaður - grænmetismarkað- ur - sem verður haldinn á plan- inu fyrir neðan kaupfélagið. Markaðurinn hefst eftir há- Ríkisstarfsmenn boða verkfall Stjórn og samninganefnd BSRB hefir boðað verkfall ríkisstarfsmanna frá 19. sept. nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma, sem telja verð- ur nær engar líkur á. Ríkissáttasemjara ber að leggja fram sáttatillögu og um hana á að fara fram allsherjarat- kvæðagreiðsla meðal ríkis- starfsmanna. Ef hún verður samþykkt eða kosningaþátttaka verður innan við 50%, gildir sáttatillagan sem kjarasamning- ur. En verði hún felld, hefst verkfall ríkisstarfsmanna 4. okt. nk., en þá á kosning um sátta- tillöguna að vera afstaðin. Fjár- málaráðherra getur svo hafnað sáttatillögu einnig, og hefst verkfall þá engu að síður4. okt., þó að ríkisstarfsmenn samþykki tillögu sáttasemjara. Allur þorri ríkisstarfsmanna er á smánarlega lágum launum, og er greinilegur sóknarhugur í þeim í kjarabaráttunni. Gerðar hafa verið kröfur um 30% launahækkanir frá 1. sept. og 5% frá 1. jan. nk. í stað 3% 1. sept. og 3% 1. jan., eins og kjarasamningurinn, sem sagt hefir verið upp, sagði til um. Eru þessar kröfur síst of háar. Aðeins skal bent á það, að lægstu útborguðu laun hjá rík- inu voru í ágúst kr. 12.913 og myndu hækka í kr. 16.787 ef gengið yrði að 30% hækkun. Launin væru alltof lág, þó að þessi hækkun fengist öll, það ætti öllum að vera ljóst. Hafa ber einnig kaupmáttarrýrnun- ina í huga, en sl. 15 mánuði hafa laun hækkað um ca. 20%, en vara og þjónusta um ca. 41% til jafnaðar, sumar vörur svo sem mjólk hafa reyndar hækkað um allt að 80%. Auk kröfunnar um launa- hækkanir gerir BSRB kröfu um, að vaktaálag miðist við 16. launaflokk og að fullur samn- ings- og verkfallsréttur félag- anna verði um öll atriði samn- inga. B. S. degi og stendur fram á kvöld eða eins lengi og eitthvað er óselt. Selt verður alls konar græn- meti, kartötlur, rófur, tómatar, agúrkur, kál o. m. fl. Ágóðanum ver Lionsklúbb- urinn til líknar- og menningar- mála í byggðarlaginu. B. S. Mjótt á mununum um mannvirki til hernaðarnota Tillaga fulltrúa úr þremur stjórnmálaflokkum felld með 21 atkvæði gegn 19 Grænmetismarkaður í Neskaupstað

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.