Austurland


Austurland - 06.09.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 06.09.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson ®7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ®7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Til varnar fötluðum Á stjórnartímabili síðustu ríkisstjórnar var lagður grunnur að nýrri og betri framtíð fatlaðra hér á landi. Þá var varið meiri fjármunum en nokkru sinni fyrr til fram- kvæmda í þeirra þágu og til margvíslegra málefna, sem snerta hag þessa stóra en löngum vanrækta hóps. Verkefn- in eru vissulega mörg og fjárfrek, málefni þeirra um margt svo erfið enn, að átaka er þörf enn frekar en nú er. Samhjálparstefna þarf hins vegar að ríkja, svo að áfram megi þoka því brýnasta. Vistun verst staddra öryrkja er í dag hrikalegt vandamál. Atvinnumál og húsnæðismál fatl- aðra eiga enn langt í það að vera viðunandi þrátt fyrir áfangasigra síðustu ára. En nú syrtir verulega að og ástæðurnar eru augljósar. Samhjálparstefnan er á undanhaldi, og hin kalda krumla auðhyggjunnar læsir sig hvarvetna um þjóðlífið með bless- un stjórnvalda. Sú krumla kreppir harðast að þeim, sem erfiðast eiga uppdráttar í þjóðfélaginu. Atlagan að sjúkum og öryrkjum í vor var harkalegri en menn áttu von á, þó að stefnan sé augljós í þá átt að færa fjármagn miskunnarlaust til í þjóðfélaginu, frá fólkinu til fyrirtækja einkagróðans. Sú atlaga snertir marga, en fatl- aða og aldraða þó fyrst og síðast. Alvarlegra er þó, hve almenn kjör fatlaðra og um leið aldraðra hafa verið skert stórlega, svo að kaupmáttarstig þeirra er nú álíka hraklegt og var fyrir stjórnartíð Magn- úsar Kjartanssonar, þegar byltingin stóra varð á aðstöðu og kjörum þessa fólks. Síðustu fjárlög endurspegluðu rækilega vilja stjórn- valda, þar sem framkvæmdasjóður fatlaðra náði vart helm- ingi þess fjármagns, sem þó var lögboðið, að hann fengi. Engar nýjar framkvæmdir eru því á döfinni, en ótæm- andi verkefni bíða. Tæpast verður nokkuð nýtt á næsta ári heldur og hægt mun miða því, sem þegar er í gangi. Sömu menn og töldu hvergi nærri nóg að gert áður, nýttu nú hnífinn svo ótæpilega, að fá dæmi slíks eru um aðra framkvæmdaliði. En aðaláhyggjuefnið er, að þetta er ekki tilviljun, ekki mistök, heldur samræmd, ákveðin stefna þeirra, sem vilja afnema alla aðstoð, alla jöfnun, vilja það eitt, að arðsemi augnabliksins ráði, að hver verði að bjarga sér sem hann best getur og þeir verði undir, sem lakari hafa aðstöðuna. Gegn þessu þarf að spyrna, þessari villimennsku hinnar ísköldu auðhyggju þarf að hafna. Ekki síst eigum við Austfirðingar að taka hér myndar- lega á móti, m. a. vegna þess, að framkvæmdir í þágu fatlaðra eru og hafa verið hér í lágmarki. Vonarland og sambýlið á Egilsstöðum eru vissulega góð- ir minnisvarðar og verðugir áfangar, en einungis ötul bar- átta og vilji heimamanna og aðstoð góðra afla gerðu það kleift. Allir kunnugir vita þó, hversu ótalmargt er ógert, og á það jafnt við um þroskahefta og aðra öryrkja. Skyldan er ótvíræð okkar allra að aðstoða og hjálpa til aukinnar sjálfs- bjargar - aukinnar lífshamingju þessa fólks. En til þess þarf að hrekja gróðaöfl frjálshyggjunnar út í ystu myrkur. Helgi Seljan. s Austurlandsmót UIA í sundi Meistaramót UÍA í sundi var haldið í sundlauginni í Nes- kaupstað um síðustu helgi. Mót- ið var sett á laugardeginum og lauk því ekki fyrr en á sunnu- degi. Mótið fór hið besta fram og voru áhorfendur með flesta móti. Keppendur voru frá 3 fé- lögum, Þrótti, Samvirkjafélagi Eiðaþinghár og Val, Reyðar- firði. Keppt var í fjölmörgum greinum eins og þessi listi ber með sér: 1. grein 100 m skríðsund telpna 13 - 14 ára. 1. Guðrún Jónína Sveinsdóttir, Þrótti. 2. Elfur Logadóttir, Þrótti. 3. Guðrún Júlía Jóhannsdóttir. Þrótti. 2. grein 100 m bringusund pilta 15 ára og eldri. 1. Einar Örn Jónsson. S. E. 2. Einar Ríkharðsson, Val. 3. grein 50 m baksund meyja 12 ára og yngri. 1. Thelma Ríkharðsdóttir. Val. 2. Elva Rut Helgadóttir, Þrótti. 3. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti. 4. grein 50 m flugsund sveina 12 ára og yngri. 1. Theódór Alfreðsson. Þrótti. 2. Páll Jónsson, Þrótti. 3. Dagfinnur Ómarsson, Þrótti. 5. grein 100 m fjórsund stúlkna 13 ára og eldri. 1. Guðrún Jónína Sveinsdóttir, Þrótti. 2. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti. 3. Elfur Logadóttir, Þrótti. 6. grein 100 m fjórsund pilta 13 ára og eldri. > 1. Einar Örn Jónsson, S. E. 2. Einar Ríkharðsson, Val. 3. Ásgeir Ásgeirsson, Val. 7. grein 50 m skriðsund tneyja 10 ára og yngri. 1. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti. 2. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þrótti. 3. Anna Jónsdóttir, Þrótti. 8. grein 50 m bringusund sveina 11 -12 ára. 1. Páll Jónsson, Þrótti. 2. Theódór Alfreðsson, Þrótti. 3. Sigurjón Rúnarsson, Val. 9. grein 50 m bringus. sveina 10 ára og yngri. 1. Daníel Borgþórsson. Val. 2. Emil Gunnarsson, Þrótti. 3. Heimir Steindórsson, Þrótti. 15. grein 50 m skriðsund sveina 11 - 12 ára. 1. Theódór Alfreðsson, Þrótti. 2. Páll Jónsson, Þrótti. 3. Dagfinnur Ómarsson, Þrótti. 16. grein 50 m bringus. meyja 10 ára og yngri. 1. Sigrún Haraldsdóttir, Þrótti. 2. Elva Jónsdóttir. Þrótti. 3. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti. 17. grein 50 m baksund pilta 13 ára og eldri. 1. Einar Ríkharðsson, Val. 2. Ásgeir Ásgeirsson, Val. 3. Eyþór Stefánsson. Val. 18. grein 50 m flugsund stúlkna 13 ára og eldri. 1. Guðrún Júlía Jóhannsdóttir, Þrótti. 2. Guðrún Jónína Sveinsdóttir, Þrótti. 3. Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Val. 19. grein 100 m fjórs. sveina 12 ára ogyngri. 1. Theódór Alfreðsson, Þrótti. 2. Páll Jónsson, Þrótti. 3. Dagfinnur Ómarsson, Þrótti. 20. grein 100 m fjórs. meyja 12 ára og yngri. 1. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti. 2. Elva Rut Helgadóttir, Þrótti. 3. Thelma Ríkharðsdóttir, Vai. 21. grein 100 m skriðsund drengja 13 -14 ára. 1. Asgeir Ásgeirsson, Val. 2. Kristján Öm Kristjánsson, Þrótti. 3. Þórarinn Stefánsson, Val. Eftirsóttir Orðstír ríkisstjórnarinnar berst nú víða, eftir að tíunduð hafa verið afrek hennar í verð- bólgumálum, m. a. í ríkisfjöl- miðlunum vel og rækilega. Það þykir t. d. vel af sér vikið að halda reiknaðri verðbólgu á bilinu 10 - 20% á sama tíma og dýrtíð er a. m. k. helmingi meiri á mælikvarða framfærslukostn- aðar heimilanna og tilkostnaðar atvinnurekstrar í landinu. Að vfsu er eitthvert hökt í gangverki atvinnulífsins og æmt í forráðamönnum heimilanna, en ráðherrarnir taka ekki mark 22. grein 100 m bringus. stúlkna 15 ára og eldri. 1. Hanna Guðmundsdóttir . Þrótti. 2. María Elíasdóttir Long, Þrótti. 23. grein 100 m skriðsund pilta 15 ára og eldri. 1. Einar Örn Jónsson, S. E. 2. Einar Ríkharðsson, Val. 3. Níels Hermansson, S. E. 24. grein 100 m bringusund telpna 13-14 ára. 1. Guðrún Jónína Svcinsdóttir, Þrótti. 2. Jóna Harpa Viggósdóttir. Þrótti. 3. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti. 25. grein 50 m skriðs. sveina lOára og yngri. 1. Daníel Borgþórsson, Val. 2. Heimir Steindórsson, Þrótti. 3. Karl Ragnarsson, Þrótti. 26. grein 50 m bringusund meyja 11 -12 ára. 1. Elva Rut Helgadóttir, Þrótti. 2. Thelma Ríkharðsdóttir, Val. 3. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti. 27. grein 50 m flugsund pilta 13 ára og eldri. 1. Einar Örn Jónsson, S. E. 2. Ásgeir Ásgeirsson, Val. 3. Þórarinn Stefánsson, Val. 28. grein 50 m baksund stúlkna 13 ára og eldri. 1. fris Alfreðsdóttir, Þrótti. 2. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti. 3. Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Val. Þ. J. snillingar á slíkum smátruflunum. Jafnvel fjöldaatvinnuleysi í heilum byggðarlögum eins og á Seyðis- firði hefur ekki dregið teljandi úr orðstír ríkisstjórnarinnar, a. m. k. ekki erlendis, þar sem atvinnuleysi er viðurkennt hag- stjórnartæki. Það þótti mörgum réttmæt ábending hjá Ólafi Gunnars- syni, framkvæmdastjóra á aðai- fundi SSA um daginn, að þótt illa gangi í togaraútgerð, sé kannski von til að hafa megi upp í tapreksturinn með því að selja snilligáfu ráðherra ríkisstjórn- arinnar á alþjóðlegum markaði. 10. grein 50 m skriðsund meyja 11-12 ára. 1. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti. 2. Eva Rut Helgadóttir, Þrótti. 3. Kristín Ágústsdóttir, Þrótti. 11. grein 100 m skriðs. stúlkna 15 ára og eldri. 1. Guðrún Smáradóttir, Þrótti. 2. íris Alfreðsdóttir, Þrótti. 12. grein 100 m bingusund drengja 13 -14 ára. 1. Þórarinn Stefánsson, Val. 2. Ásgeir Ásgeirsson, Val. 3. Eyþór Stefánsson, Val. 13. grein 50 m baksund sveina 12 ára og yngri. 1. Theódór Alfreðsson, Þrótti. 2. Páll Jónsson, Þrótti. 3. Daníel Borgþórsson, Val. 14. grein 50 m flugsund meyja 12 ára og yngri. 1. Elva Rut Helgadóttir, Þrótti. 2. Thelma Ríkharðsdóttir, Val. 3. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Valgerður Ólafsdóttir, hús- móðir, Hlíðargötu 23, Nes- kaupstað, er 65 ára í dag, 6. september. Hún er fædd í Nes- kaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Valgerður er að heiman. Framhaldsskólinn í Neskaupstað Skólasetning Skólinn verður settur í félagsheimilinu Egilsbúð mánudaginn 10. september kl. 1400 Bæði grunnskólanemendur og nemendur í framhaldsnámi mæti á setninguna Sama dag verður heimavist skólans opnuð Skólameistari Til sölu er efri hæð íbúðarhússins að Hafnarbraut 54 Neskaupstað Hæðin er 100 m2 ásamt herbergi í risi, geymslu og sameign á þvottahúsi á neðri hæð Allar nánari upplýsingar gefa Ragnar Sigurðsson S 7259 og Herbert Jónsson S 7329

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.