Austurland


Austurland - 06.09.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 06.09.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstad, 6. september I9S4. Auglýsingasími AUSTURLANDS er7756 INNLANSVIÐSKIPTIí ER LEIÐIN TIL ' LÁN S VIÐSKIPT A Sparisjóður Norðfjarðar t Austfjarðaleið kaupir nýjan snjóbíl Fyrir nokkru festi Austfjarða- lcið kaup á nýjum snjóbíl frá Italíu, og cr hann nú fyrir stuttu kominn til landsins og cr á Reyðarfirði. Bíllinn kom mcð litlu stjórnhúsi, en cr að öðru lcyti óyfirbyggður. Ætlar Aust- fjarðaleið að byggja yfir hann í Neskaupstað. Snjóbíllinn er ítalskur, eins og áður sagði, af gerðinni Leitner H400D Turbo og er með 250 ha Fiat dieselvél. Knattspyrna Austurlandsmótum í knatt- spyrnu er nú lokið. Sl. fimmtu- dag var leikið í 4. aldursflokki hér í Neskaupstað. Fimm lið mættu til leiks og lék hvert lið fjóra leiki. Liðin sem léku voru frá Þrótti, Hetti, Leikni, Austra og Val. Mótið fór vel fram, en leiðindaveður var því miður þennan dag, og völlurinn orðinn eitt forarsvað í lokin. Leikar fóru svo, að Höttur varð sigur- vegari, eftir hörkubaráttu við Leikni. Höttur varð því sigur- vegari í þremur flokkum, 3., 4. og 5. flokki. Austurlandsmótið í meistara- flokki karla var haldið á Breið- dalsvík um síðustu helgi. Mæt- ing var með besta móti, m. a. mættu nú lið frá Þrótti og Austra til leiks eftir nokkuð langt hlé. Alls mættu sjö lið til leiks, eða frá Hrafnkeli Freysgoða, Val, Leikni (b. lið), Neista, Hetti og svo Austra og Þrótti sem áður var getið. Mótið fór hið besta fram, enda allar aðstæður í Breiðdaln- um eins og best verður á kosið. Þarna er mjög góður grasvöllur og er þetta langbesti knatt- spyrnuvöllurinn á Austurlandi, a. m. k. sem stendur. Leikar fóru svo, að Austri varð Austurlandsmeistari, sigr- aði Þrótt í úrslitaleik með tveim- ur mörkum gegn einu. Þetta var fjórða viðureign þessara liða á árinu og hefur Austri unnið í öll skiptin. Austri er með mjög gott lið um þessar mundir og á vel skilið heitið „Besta knattspyrnulið Austurlands 1984“. Mótshaldið var í höndum Hrafnkels Freysgoða og var þeim til sóma. Leiknir frá Fáskrúðsfirði gat ekki sent sitt sterkasta lið á mótið, því fclagiö var á laugar- daginn að leika í úrslitum 4. deildar, lék þá við Tjörnesinga á Fáskrúðsfirði ogsigraði 5:1. Þ. J. Að sögn Hlífars Þorsteins- sonar hjá Austfjarðalcið cr hér um mjög kraftmikinn bíl að ræða, scm á að geta verið fljótur í förum. Bíllinn cr einnig mjög stöðugur, beltin eru óvenju breið, hvort um sig 1.70 m á breidd og mesta breidd bílsins er 4.30 m. Svona breiö belti eru ekki á öðrum snjóbílum hér. á landi, aðeins á snjótroðurum. Vélin knýr 3 glussadælur, eina fyrir hvort belti og eina fyr- ir snjótönn og troðarabúnað. Troðarabúnaðurinn er aftan á bílnum og getur þjappað snjó, hvernig sem hann er. Hann get- ur brotið niður harðan snjó og náð lofti úr lausum snjó. Er þetta fullkomnasti búnaður á snjóbíl héraustanlands. Unnt er að fá ýmsa aukahluti á bílinn svo sem spil og búnað til að frysta brautir. Ekki er ennþá Ijóst, hversu mörg farþegasæti verða í bílnum, því að enn er ekki byrj- að á yfirbyggingunni og eitt- hvert farangursrými þarf einnig að vera, en trúlega getur hann flutt 15 - 20 farþega. Austfjarðaleið keypti snjóbíl- inn án nokkurrar lánafyrir- greiðslu innanlands, en í fyrra- dag veitti bæjarstjórn Neskaup- staðar fyrirtækinu bæjarábyrgð fyrir erlendum lánum. Snjóbíllinn verður fyrst og fremst notaður á leiðinni milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. B. S. Leitner snjóbíll eins og Austfjarðaleið keypti. Endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli í sumar hafa sjálfboðaliðar unnið að endurbótum á göngu- stígum í þjóðgarðinum í Skafta- felli. Þar hafa verið að verki hópar enskra sjálfboðaliða, alls um 50 manns frá samtökum um- hverfisverndarmanna. Greiða þeir allan kostnað af ferðum sín- um og dvöl og er hér því í senn 12.000 farþegar með Norröna um afar óeigingjamt og mikil- vægt framlag að ræða. Með Bret- unum eru kunnáttumenn í lagn- ingu göngustíga, en sérstakar að- stæður í Skaftafelli, einkum mik- ið úrfelli á stundum, hafa valdið úrrennsli og öðmm spjöllum á stígunum. Þá hafa um 20 íslend- ingar unnið sem sjálfboðaliðar með útlendingunum um lengri eða skemmri tfma. Það er leiðin frá tjaldsvæði að Svartafossi, sem mest hefur ver- ið unnið að, en framundan er mikið verk á öðrum göngu- leiðum. Stefnt mun að fram- haldi á sjálfboðaliðastarfinu í Skaftafelli á næsta ári og von- andi verða íslendingar burðar- ásinn í þessum verkum í fram- tíðinni. H. G. í dag er síðasti komudagur ferjuskipsins Norröna til Seyðis- fjarðar í sumar, en þetta er tí- unda árið, sem slíkt skip gengur frá Seyðisfirði til Færeyja, Skotlands, Danmerkur og Noregs. Fyrsti komudagur skipsins til Seyðisfjarðar í vor var 31. maí. Farþegar til og frá landinu eru u. þ. b. 12.000 á þessu sumri, sem er töluvert meira en sl. sumar. Bílar, sem fluttir voru til og frá landinu, eru hálft annað þúsund og er þar um ca. 30% aukningu að ræða frá í fyrra. Umboðsmaður skipsins á Seyðisfirði er Jónas Hallgríms- son, fyrrverandi bæjarstjóri og hefur nýlega verið byggt sér- stakt hús fyrir starfsemina við nýju höfnina. Auk Jónasar er einn fastur starfsmaður við af- greiðslu skipsins. Á komudögum skipsins munu um 50 manns vinna hin ýmsu störf við afgreiðslu þess, en eins og flestum er kunnugt, stansar skipið aðeins í þrjár klukku- stundir, svo að allt þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Þar sem komutíminn var í sumar kl. 9 árdegis á fimmtu- dögum, hefur tjaldstæðið á Seyðisfirði verið miklu meira notað en áður og sömu sögu má segja um nýtingu annars gisti- rýmis í bænum. enda hefur það aukist frá fyrra ári með endur- byggingu gamla hótelsins. Öruggt mun vera, að ferðir Norröna verði með svipuðu fyrirkomulagi á næsta sumri og segir umboðsmaðurinn. að út- gerð skipsins sé mjög ánægð með gang ntála og mikill áhugi ríki unt framhaldið. Skipið mun verða leigt til vetrarferða á sama hátt og í fyrra. J. J. I S. G. Fáskrúðsfjörður: Fréttamolar Iðrunarfullir framsóknarmenn Það vakti nokkra athygli á aðalfundi SSA nýverið, að eftir að hafa hlýtt á ádrepur ntargra ræðumanna um stöðu sjávarút- vegsfyrirtækja og ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gefa vexti frjálsa gaf Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra um það yfirlýsingu, að vexfir verði lækkaöir fljótlega. Sverrir Her- mannsson sat undir rnáli hans hljóður, en bliknaði nokkuð. Áður höfðu menn lesið ítrekað- ar hughreystingar Nýja Tímans um, að vaxtahækkunin væri aðeins tímabundin og frelsið verði tekið af bönkunum aftur. Menn bíða þess nú, að Stein- grímur forsætisráðherra reki vaxtahækkunina ofan í kokið á Þorsteini Pálssyni í viðræðum þeirra um Nýja sáttmála ríkis- stjórnarinnar. Gatnagerð í sumar var lögð olíumöl á Skólabrekku og Álfabrekku. Vegagerðin vinnur að uppbygg- ingu vegarins innan við þorpið og fyrir fjarðarbotninn. og hefur lokið uppbyggingu inn eftir leir- unni. Áætlað er að ljúka verk- inu í haust og leggja klæðningu á veginn næsta sumar. Byggingaframkvæmdir Lokið er framkvæmdum utandyra við Dvalarheimili aldraðra og ráðgert að vinna innanhúss í vetur. Vonast er til að heimilið verði tilbúið undir tréverk að vori. í nýju hverfi, Holtahverfi innst í þorpinu er eitt hús risið. Húsið er fyrri áfangi að verka- mannabústað. í þessunt áfanga eru þrjár íbúðir. tvær tveggja herbergja og ein þriggja her- bergja. Unnið er af fullum krafti við nýbyggingu kaupfélagsins sem er þriggja hæða. í kjallara var opnuð verslun fyrir nokkrum árum en nú eru efri hæðirnar tvær að verða tilbúnar undir tréverk. Á Fáskrúðsfirði byggja fleiri félög en kaupfélagið. Nú er Verkalýðs- og sjómannafélagið að byggja tveggja hæða hús und- ir starfsemi sína. Húsið er 120 rrr að grunnfleti og áætlað að félagið flytji starfsemi sína á efri hæðina í vetur. Síðan kaupfélagið hætti rekstri hótels fyrir u. þ. b. 5 árum hefur ekkert hótel verið á Búðum. úr þessu rætist fljótlcga því verið er að byggja hótcl og veitingastað. Athafnamaðurinn Ingi Helgason stendur fyrir þessum framkvæmdum í gilinu milli Snekkjunnar og félags- heimilisins. Flugsamgöngur I apríl sl. hætti Arnarflug reglubundnu lciguflugi milli Reykjavíkur og Fáskrúðsfjarð- ar. Upp á þetta leiguflug var boðið í tilraunaskyni í eitt ár. Tilraunin tókst mjög vel m. a. var sætanýting rúml. 70% og aðeins þurfti að fella niður l'lug vegna veðurs 11 sinnunt þetta ár. Heintamenn telja tilrauninu hafa sýnt að góður grundvöllur sé fyrir rcglulegt flug á þcssuri flugleið og er nú unnið að því að hafið verði reglubundið áætl- unartlug milli Fáskrúðsfjarðar og Reykjavíkur. /.. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.