Austurland


Austurland - 13.09.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 13.09.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 13. september 1984. 33. tölublað. Frá miðstjórn Alþýðubandalagsins: Hvatning til launafólks Á fundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins sem haldinn var á Akureyri 31. ágúst til 2. septem- ber voru rædd viðhorf í efna- hags- og atvinnumálum, ekki síst á landsbyggðinni og staðan í launamálum í ljósi stjórnar- stefnunnar. Samþykkt var ein- róma á fundinum eftirfarandi hvatning til launafólks: „Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hvetur til órofa samstöðu launafólks í baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og gegn afleiðingum stjórnarstefnunnar. Kaupmáttur launa er nú lægri en nokkru sinni í 30 ár. Stór- felldir fjármunir hafa verið flutt- ir frá launafólki til milliliða. Undirstöðuatvinnugreinum er nú boðið að greiða okurvexti. Með ákvörðun um vaxtahækk- un hækkaði ríkisstjórnin til- kostnað atvinnuveganna - og vert er að benda á að töluverð launahækkun hefði ekki aukið kostnað fyrirtækjanna meira en vaxtahækkunin gerði. Ríkis- stjórnin valdi vaxtahækkun í stað þess að gefa aukið svigrúm til launahækkana. Þannigundir- strikar ríkisstjórnin þá stefnu sína að meta fjármagnið meira en hagsmuni vinnandi fólks. Það er unnt að hækka kaupið. Það sýna tölur um gróða stórfyr- irtækja á síðasta ári svo nemur hundruðum milljóna króna. Fjöldi atvinnurekenda hefur viðurkennt nauðsyn kauphækk- ana með yfirborgunum sem færst hafa í vöxt að undanförnu. Reynt er að nota vanda sjávar- útvegsins til að halda laununum niðri, en vitaskuld er unnt að hækka laun þar eins og annars staðar með því að létta af sjáv- arútveginum okurgjöldum banka og skipafélaga, svo dæmi séu nefnd. Barátta launafólksins beinist ekki einasta að kauphækkun- um. Barátta þess beinist nú einnig í vaxandi mæli gegn þeim afleiðingum stjórnarstefnunnar sem koma fram á öðrum sviðum, meðal annars þar sem þrengt er að skólum landsins með margvíslegum og tillits- Iausum niðurskurði á útgjöldum til skólamála. Aldraðir, öryrkj- ar og barnafjölskyldur hafa orð- ið fyrir þungum búsifjum af völdum stjórnarstefnunnar um- fram aðra. Þetta kemur fram í því að lyf og læknishjálp hafa hækkað í verði um 140 - 200%. Húsnæðis- og orkukostnaður er víða að sliga heimilin. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur á skömmum tíma gjörbreytt þjóð- félagsaðstæðum hér á landi. Við þetta ástand má ekki lengur una. Samhliða nýsköpun í atvinnulífinu, sparnaði og skipulagsbreytingum gerum við kröfu til þess að skilað verði til baka fjármagni til launafólks og undirstöðuatvinnugreinanna og hlutur verkafólks, sjómanna og bænda leiðréttur. Miðstjórnarfundur AB á Akureyri Ljósm. Kr. Arngr. Við skorum á launafólk að taka virkan þátt í baráttunni á komandi mánuðum, ella verður haldið áfram að þrengja að kjörum ykkar. Það er skylda okkar allra að tryggja víðtæka samstöðu um bætt kjör og mannúðlegt þjóðfélag, en að- eins með þátttöku fjöldans er unnt að ná árangri. Fjármunirnir eru til í þjóðfé- laginu og verðmætasköpunin er mikil. það er unnt með sam- stöðu að knýja fram breytingu á þjóðfélaginu launafólki í vil; það þarf pólitískt afl og einbeitt- an vilja til þess að koma þeim breytingum í framkvæmd þann- ig að á íslandi skapist forsendur fyrir þjóðfélag mannúðar, jafn- réttis og lýðræðis í stað sundr- ungar, sérhyggju og valdboðs." Samningsdrög við Alusuisse á borði ríkisstjórnar: 14.8 millidalir þegar framleiðslukostnaður er 20! Könnun Sakaruppgjöf vegna skatt- svikanna og eftír að senija um skattareglur. Stækkun álversins ófrágengin. Síðastliðinn föstudag þann 5. september kom viðræðunefnd íslensku ríkisstjórnarinnar við Alusuisse heim frá Amsterdam með drög að nýjum raforku- samningi vegna álversins í Straumsvík. Er þá komið hálft ár fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að lokið yrði við endurskoðun allra samnings- þátta, en mörgu er enn slegið á frest. Samkvæmt drögunum sem liggja nú á borði ríkisstjórnar- innar mun viðmiðunarverð á kflóvattstund vera 14.8 millidal- ir, en sveiflast til lækkunar eða hækkunar frá 12.5 í 18.5 milli- dali í hlutfalli við markaðsverð á áli. Framleiðslukostnaðarverð á raforku hjá Landsvirkjun var á síðasta ári að meðaltali um 20 mllidalir og Landsvirkjun áætlar að kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum eins og í Blöndu, Fljótsdal og við Sultar- tanga verði á bilinu 18 - 22 milli- dalir. Ljóst er því, að samningur eins og hér um ræðir, sem gæfi 14.8 millidali sem meðalverð, er langt undir framleiðslukostn- aði. Hér er þvf verið að semja um áframhaldandi undirverð á raforku til álversins, þótt vissu- lega sé um verulega leiðréttingu að ræða frá hinum gamla samn- ingi. Meðalraforkuverð sem Alu- suisse hefur greitt i álbræðslum í eigu auðhringsins nam á árinu 1981 20 millidölum, og nýlega ákvarðaði gerðadómur í Sviss 20.5 millidali til Grikkja í deilu þeirra við franskan álhring sem rekiir álbræðslu í Grikklandi. Hér er því augljóslega um lé- legan samning að ræða, hvernig sem á málið er litið, og verið er að semja til 20 ára, þó með endurskoðunarheimild á 5 ára fresti. Margir bögglar fylgja síðan þessu skammrifi, ef marka má blaðafréttir, en samningsdrögin hafa enn ekki verið birt. Mikil leynd hefur hvflt yfir allri máls- meðferð í tíð núverandi ríkis- stjómar og ekki hið minnsta samráð verið haft við stjórnar- andstöðuna. Tvennt ber auk þessa sérstak- lega að hafa í huga, er mat er lagt á þessi samningsdrög: 0 Ríkisstjórnin hyggst falla frá dómsúrskurði í skattsvika- málinu mikla gegn Alusuisse, og sú „sakaruppgjöf" er tengd nýja raforkusamningnum, sem verður enn lakari í ljósi þessa. Auðhringurinn mun hins vegar kaupa sig undan dómsorði með um 100 milljón króna greiðslu í ríkissjóð og þannig í raun viðurkenna sekt sína vegna hækkunar í hafi á aðföngum til álversins. í) Endurskoðun á skattareglum varðandi ísal er skotið á frest, og hér er því aðeins verið að semja um hluta af málinu, sem reynst getur afdrifaríkt. Skattareglurnar skipta ís- lenska ríkið miklu máli, ekki síður en raforkuverðið, og það enn frekar þar sem álver- ið er nú senn afskrifað eftir 15 ára rekstur. Alusuisse mun eflaust reyna að ná fram endurskoðun á skattareglum sér í hag, svipað og gerðist 1975, en þá var í reynd skipt á sléttu, þ. e. skatt- greiðslur voru lækkaðar í svip- uðum mæli og raforkuverðið hækkaði, þannig að tekjur í hlut íslendinga af álverinu stóðu í stað. Formaður samninga- nefndar íslands var þá eins og nú Jóhannes Nordal, en með honum var í nefndinni Stein- grímur Hermannsson nú for- sætisráðherra. Krafan um endurskoðun ál- samninganna var sett fram af ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen í desember 1980. Fram að þeim tíma voru það aðeins talsmenn Alþýðubandalagsins sem töldu raforkuverðið sem ál- verið greiddi alltof lágt. Sjálf- stæðismenn og kratar héldu þá enn miklar varnarræður um ál- samninginn og töldu raforku- verðið sem þá var greitt sann- gjarnt og í mesta lagi þurfa að hækka í 7.9 millidali! Það hefur því mikil breyting á orðið vegna þeirrar baráttu sem Alþýðu- bandalagið hafði forystu um varðandi endurskoðun álsamn- inganna. Hins vegar reynist það afdrifaríkt, hvernig á málinu hefur verið haldið af núverandi ríkisstjórn, og ekki eru öll kurl komin til grafar í því efni. H. G. meðal AB-kvenna Á síðasta aðalfundi kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi sem haldinn var á Eskifirði, var kos- in nefnd, sem ætlað var það hlutverk að kanna pólitíska stöðu alþýðubandalagskvenna á Austurlandi innan flokksins og pólitísk áhugamál þeirra. Nefndin sendi fyrir nokkru út bréf með spurningum til alþýðu- bandalagskvenna varðandi þessi mál. Var bréfið sent til eins tengils í hverju byggðarlagi og mælst til þess, að boðað yrði til funda alþýðubandalagskvenna á hverjum stað, málin rædd og spurningum nefndarinnar svar- að sameiginlega. Óskað var svara fyrir 15. september, en málið verður á dagskrá aðal- fundar kjördæmisráðsins, sem haldinn verður 6. og 7. október nk. Ástæða er til að hvetja allar alþýðubandalagskonur til að senda nefndinni svör sem fyrst. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.