Austurland


Austurland - 13.09.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 13.09.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 13. september 1984. Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 m SPARISJÓÐURINN SÉR UM SÍNA Sparisjóður Norðfjarðar „Á misjöfnu þrífast börnin best“ Frá blaðinu Um leið og AUSTURLAND þakkar öllum þeim, sem greitt hafa árgjöld sín til blaðsins, vill blaðið minna þá, sem enn eiga eftir að greiða, á að gera það sem fyrst. Flestir áskrifendur eiga að hafa fengið sendan gíróseðil, en þeir, sem þar hafa orðið útundan eða hafa týnt seðlinum, eru minntir á, að árgjaldið 1984 er kr. 400,- Ritnefnd Aðalfundur KSA: Baráttuhugur í kennurum „Ó hve margur yrði sœll og elska myndi landið heitt. Mœtti hann vera í mánuð þrœll og moka skít fyrir ekki neitt. “ Allir hafa sér til ágætis nokkuð Atvinnurekendur á Austur- landi (raunar víðar) sýndu tölu- verðan skilning á kjörum fólks, einkum þeirra láglaunuðu, sem fleyta þjóðarskútunni, eftir samningana frægu í febr. sl. t>á námu þeir brott kjaraskerðing- arblett þeirra ASÍ- og VSÍ- manna, þann er tilreiddur var ungmennum 16 - 18 ára. Ég var einn hinna fjölmörgu, er fögnuðu þessu hressilega frumkvæði atvinnurekenda, þótt útreikningamir á ev,- og nv.- kaupi lægju eftir jafn fráleitir og þeir eru. Þeir eru fyrst og fremst verkalýðshreyfingunni að kenna - en nóg um þá raunasögu að sinni. En viðbrögð atvinnurek- enda voru að mínu áliti þeim til mikils sóma. Allir verða að njóta sannmælis, of lítið af því gert. „En ekki var Adam lengi í Paradís“ Þessi texti er gamall orðskvið- ur - og furðu oft má í hann vitna. Þess vegna var það, að fyrir nokkrum dögum þá ég leit launaumslag sonar míns, sem er á sextánda ár, sá ég þar, að hann fékk kr. 52.89 í dv. Nú, nú, ein- hvern veginn vissi ég, að lág- markskaup í dv. hjá fullorðnum (og þar með ungmennum 16 - 18 ára skv. framanrituðu) er kr. 74.50. Til öryggis fletti ég upp í samningum Alþýðusambands Austurlands. Mikið rétt. Þar stóð svart á grænu á kápusíðu: Dagvinnutrygging Á mánuði . . kr. 12.913,00 Á viku .... kr. 2.980,00 Á klst.........kr. 74,50 (Leturbreyting mín á síðasta lið). Þessi kauptaxti tók gildi þann 1. júní sl. Fyrir liðlega 10 árum var ég að dútla í verkalýðshreyfing- unni og fylgdist því svo sem kostur var með samningum. í þeim stóð svart á hvítu, svo að ekkert varð um villst, að kaup unglinga 15 ára skyldi vera 85% af kaupi fullorðinna og kaup 14 ára 75%. Þetta var í heiðri haft og ég veit ekki betur en það sé í gildandi samningum enn í dag. Um prósentureikning Þó ég sé ekki mikill reikni- meistari, virtist mér í fljótu bragði kr. 52.89 væri lægra en 85% afkr. 74.50. Égleitaði uppi gamla reikningsbók eftir Gissur TÖmasson og reyndi, án þess konan yrði vör við, að liðka mig örlítið í prósentureikningi. Ég komst fljótt að raun um, að það er hann, sem blívur, það er sú reiknikúnst, sem allt byggist á, skrúfar allt áfram. Af henni ræðst verðbólga og verðbreyt- ingarstuðull, fiskverð og fast- eignamat, útsvör og aðstöðu- gjöld og hvort þú getir keypt þér milljónalóðir út á „vinnukonu- kaupið", sem skattstofurnar samþykkja kinnroðalaust. Á prósentureikningnum byggist raunar rekstrargrundvöllur þjóðaróðalsins og afkoma hinna ýmsu stétta, allt í réttri röð eftir verðleikum og lítillæti. Það þyrfti því að auka fræðslu fólks á þessu nytsama apparati og dettur mér helst í hug að koma á fót prósentunefnd innan kerf- isins - en nú er ég víst að komast út fyrir efnið. Eftir nokkrar æfingar í þessari göfgu íþrótt, prósentureikningi, dembdi ég mér út í dæmið. Viti menn! Ég fékk töluna kr. 63.33 sem 85% af 74.50 og kr. 55.88 sem 75%. Ég fór yfir niðurstöð- una þó nokkrum sinnum, en, nei, hún breyttist ekki hætis hót. Ég gat því ekki betur séð en 15 ára unglingar ættu að fá sextíuog- þrjárkrónurþrjátíuogþrjáaura í dv. og 14 ára unglingar fimmtíu- ogfimmkrónuráttatiuogáttaaura fyrir það sama. Ekki fannst mér þetta nógu gott. í geitahús í ullarleit Ég færði þetta því í tal við for- ystumenn í atvinnumálum og verkalýðsleiðtoga. Verkalýðsfor- ingjamir sögðust hafa fært þetta í tal við atvinnurekendur, en daufur hefði verið í þeim tónninn. Þegar ég færði þetta í tal við atvinnurekendur, bentu þeir ágætu menn mér á, að þetta mál væri mér óviðkomandi, ég væri að seilast inn á svið verkalýðshreyf- ingarinnar. Þá bentu þeir einnig á, að á bls. 3 í samningum ASA frá 1. júní sl. stæði: „kaup unglinga 14 ára kr. 46.67 og kaup 15 ára kr. 52.89. (9. flokkur A)“. Ég benti þá aftur á þá staðreynd, að lágmarkskaupið, sem þeir hefðu sjálfir ákveðið að greiða, væri eftir sem áður kr. 74.50 og af því ætti prósenta að reiknast skv. samning- um. „Þetta kemur svona frá ASA“, var svarið. Ekki er ég viss um, að svo sé, en merkilegt er, að ekki skuli hafa heyrst neitt í þeim góðu mönnum um þessa „svika- myllu“ vil ég meina - og nær raunar engri átt. Ég sendi svo stjórn HBB hf. bréf, þar sem ég fór fram á, að kaup unglinga skyldi reiknað eftir lágmarkslaununum. Þeir ætluðu að athuga, hvað væri greitt hér í kring. Þeir sögðust ekki vilja veita slæmt fordæmi (eftir því er slæmt að halda lög og reglur) og byrja á því að vera með „yfirborganir" eins og komist var að orði. Auðvitað gat það verið stórháskalégt. Allt gæti fyllst af æpandi utansveitar- unglingum og engin næðisstund gæfist til innhverfrar íhugunar. Ég lét mér þetta að kenningu verða og hringdi á fjóra staði á Austurlandi til að kynna mér málin. Á Djúpavogi greiddu þeir 15 ára unglingum kr. 51.85 í dv. Þeir eru greinilega enn í 21. feb. taxtanum. Á Fáskrúðsfirði var greitt eins og hér kr. 52.89. Stöð- firðingar voru sýnu brattari og greiddu 60.41 kr. Vinninginn höfðu svo Norðfirðingar og greiddu kr. 60.70 - en af hverju ekki 63.33?! Það lá ekki á hreinu, en þó skildu blessaðir mennimir alla málavöxtu. Já, alltaf er heim- urinn að koma manni á óvart. Ég held, að enginn megi vera að því að hugsa eða standa við það, sem menn hafa sagt í ræðu og riti. En ef menn gæfu sér bara agnar- ponsulítinn tíma, þá hljóta menn að sjá, hvað rétt er í þessu máli. Ég hvet því atvinnurekendur og verkalýðsforingja að koma þessu á hreint, þvo þennan smánarblett af sér. Ef þetta á að bjarga útgerð á Austurlandi, þá var ástæðulaust að sigla flotanum í land hér á dögunum. Útgerðin er jafnt á hausnum fyrir þessari hækkun, ég bið forláts, auðvitað á að segja leiðréttingu, en skólafólk munar um þetta. Og eru ekki þeir, sem eiga að erfa landið? Á þá að kenna þeim á mótunarskeiði að brjóta samninga - brjóta lög? Á að kenna þeim að virða ekki að verðleikum vinnuframlag þeirra, sem skapa gjaldeyrinn handa þessari þjóð? Ef verkalýðshreyfingin lætur þetta líðast, eru hennar dagar taldir. Það er hart og kald- hæðnislegt að klípa um 2.000 kr. af mánaðarkaupi unglinga, þeg- ar höfuðpaurarnir á þrotabúun- um eru með um 100.000 kr. mánaðarlaun. Lengra nærórétt- lætið varla. Austfirðingar allir sem einn. Leiðréttum kaup unglinganna strax og greiðum þeim kaupmismuninn upp í topp allar götur frá 2L feb. 1984. Guðjón Sveinsson Breiðdalsvík. Aðalfundur Kennarasam- bands Austurlands var haldinn á Eiðum 6. sept. sl. Helstu mál fundarins voru kjaramál kennara og opinberra starfs- manna. Framsögumenn voru Kristján Thorlacius form. BSRB, Valgeir Gestsson form. Kennarasambands íslands og Valgerður Eiríksdóttir stjórn- armaður í KÍ. , í ræðu sinni fjallaði Kristján Thorlacius m. a. um þá miklu kjaraskerðingu sem orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hann taldi næsta öruggt að til verkfalls komi 4. olct. nk., því viðbrögð fjármálaráðherra væru með slíkum endemum að furðu sætti. Kristján hvattiopin- bera starfsmenn til samstöðu, því framundan væri harðvítug barátta þar sem jafnvel yrði tek- ist á um framtíð verkalýðshreyf- ingarinnar. Valgerður Eiríksdóttir gerði fundarmönnum grein fyrir áróð- ursherferð, sem kennarasam- bandið stendur fyrir í tengslum við kjarabaráttu opinberra starfsmanna og væntanlegar fjöldauppsagnir kennara. Valgeir Gestsson kynnti m. a. fyrirkomulag þeirra fjöldaupp- sagna sem kennarafélögin skipuleggja. Trúnaðarmenn félaganna í skólunum safna nú yfirlýsingum þar sem kennarar lýsa því yfir að þeir séu reiðubúnir til upp- sagna. Söfnun yfirlýsinga er lok- ið í nokkrum skólum á Reykja- víkursvæðinu, og var árangur þar nær 100%. Ef til uppsagna kemur mun skólahald stöðvast í janúar eða febrúar á næsta ári. Að loknum framsöguræðum urðu miklar umræður um kjara- málin, væntanlegt verkfall og fjöldauppsagnir. í ræðum fundarmanna kom fram að mikill baráttuhugur er í austfirskum kennurum og ein- hugur um stefnu samtaka þeirra um boðun verkfalls og skipu- lagningu fjöldauppsagna. Á fundinum voru eftirfarandi samþykktir gerðar um kjara- mál: „Aðalfundur Kennarasam- bands Austurlands, haldinn á Eiðum 6. september 1984, lýsir yfir fyllsta stuðningi við kröfu- gerð BSRB í yfirstandandi kjarasamningum. Launafólk hefur sýnt meiri linkind í skiptum við stjórnvöld en hægt er að ætlast til. Eftir tilhliðrunarsemi undangeng- inna missera hafa launþegar sterka siðferðilega stöðu til að knýja fram þá fjármagnstil- færslu sem nauðsynleg er til að halda uppi mannsæmandi launum í landinu. Fundurinn skorar á alla fé- lagsmenn BSRB að standa ein- huga saman gegn óbilgjörnu ríkisvaldi og hvika hvergi frá settum markmiðum. Auk leið- réttingar á launum er afar brýnt, að krafan um samnings- og verkfallsrétt aðildarfélaga BSRB nái fram að ganga.“ „Aðalfundur Kennarasam- bands Austurlands, haldinn á Eiðum 6. september 1984, varar við óhjákvæmilegum afleiðing- um þeirrar stefnu stjórnvalda, að halda kennurum á smánar- launum sem í engu samræmast kröfum sem til þeirra eru gerðar, hvorki hvað varðar menntun né í starfi. Fundurinn skorar á stjórn Kennarasambands íslands, að beita sér af alefli fyrir lögvernd- un starfsheitis kennara og mót- mælir harðlega því virðingar- leysi sem kennaramenntun er sýnt á sama tíma og síauknar kröfur eru gerðar til skólanna á flestum sviðum." Nýja stjórn Kennarasam- bands Austurlands skipa: Hilm- ar Hilmarsson formaður Eski- firði, Halldóra Baldursdóttir Reyðarfirði og Stefán Jóhanns- son Eiðum. Varamenn eru Magnús Stefánsson Fáskrúðs- firði. og Ólöf Guðmundsdóttir Egilsstöðum. E. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.