Austurland


Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 1
Austurland ""%v #*3 . * - . ; ';¦' -'liiÉSiÍiHSiÍij BJiÍJBhiM 't-: 34. árgangur. Neskaupstað, 20. september 1984. 34. tölublað. Helgi Seljan: s I glatkistu Alexanders Mörg gullin loforð voru gefin við myndun núverandi ríkis- stjórnar. Fá voru glæstari en fyrirheitin til húsbyggjenda um hærri lán, lægri lánstíma, betri kjör, skjót- virkari afgreiðslu. Pað var hvergi í kot vísað hjá félagsmálaráðherranum Alex- ander, sem raunar mun einn lagtækastur loforðasmiður á landi hér. Ný lög um húsnæðismál voru afgreidd á síðasta þingi, og í þeim falin mörg fyrirheit um betri tíð með blóm í haga - ein- hvern tímann. Það áþreifan- lega, sem í lögunum fólst, var niðurskurður félagslegra íbúða- bygginga, lækkun lánshlutfalls úr 90 í 80% til verkamannabú- staða, og svo hin fræga frávísun á húsnæðissamvinnufélögun- um, sem seld voru á torgi frjáls- hyggjunnar fyrir mangósopann margþekkta. Ofurlítil vísbend- ing um frammistöðu hins lag- tæka loforðasmiðs eru G-lánin - lán til kaupa á eldri íbúðum. Þar fór þegar í vor fram veruleg lækkun þeirrar lágmarksupp- hæðar, sem lofað hafði verið og til viðbótar hefur afgreiðslan dregist von úr viti. Nú fyrst er fólk, sem keypti íbúðir í október í fyrra, að fá láninsín, nærþremur mánuðum seinna en venjan hefur verið mörg undanfarin ár. Þeir sem keyptu íbúðir í janúar á þessu ári, hefðu átt samkvæmt reglum, sem gilt hafa meira en áratug, að fá lán núna 1. október. Húsnæðisstofnun Alexanders veitir mönnum þau huggunarríku svör, að lánin komi öðru hvoru megin við ára- mótin, þeir sem best vita á þeim bæ, segja janúar, febrúar, nema eitthvað sérstakt komi til. Samhliða þessari huggun kemur önnur ekki síðri frá bönkunum, sem tilkynna nú, að erfitt eða ómögulegt verði að semja um framlengingu lána, m. a. til þeirra, sem tekið hafa lán til að brúa bilið fram að láni Húsnæðisstofnunar. Seinagangur á afgreiðslu hef- ur líka verið tilfinnanlegur gagnvart nýbyggingum og versnar að mun næstu mánuði að sögn húsnæðisstjórnar- manna. Fádœma seinagangur er á afgreiðslu húsnæðislána. Að sjálfsögðu máttu þeir Steingrímur og Þorsteinn ekki SpVf^J^fínVÍ^Ut" vp.ra að hví að hnpsa íim svnna • JJ Hótel Snæfell vera að því að hugsa um svona smámuni í frelsisáætluninni miklu. Húsbyggjendur og hús- kaupendur eru ekki hátt skrif- aðir á þeim bæjum utan Stiga- hlíðarmenn og aðrir slíkir bón- bjargaraðilar. Eftir stendur lof- orðasmiðurinn lagtæki með glatkistu sinna gullnu loforða. Það er margur mangósopinn, en beiskur mun hann reynast þeim, sem vantar þak yfir höfuðið. endurbyggt Um 480 nemendur í framhaldsnámi á Austurlandi Sífellt fjölgar nemendum í framhaldsnámi hér í fjórðungn- um, en eins og lesendum blaðs- ins er kunnugt, hafa þeir skólar, sem bjóða upp á framhaldsnám Börkur seldi í Grimsby í gær f gær seldi Börkur NK-122 tæpar 200 lestir af blönduðum afla í Grimsby og fékk kr. 26.80 fyrir hvert kg til jafnaðar, sem er allgott verð. Verð á ferskum fiski á Bret- landsmarkaði hefir verið mjög breytilegt í sumar, fór um tíma allneðarlega, en virðist vera á uppleið aftur. Spáð er háu verði á Bretlandsmarkaði í haust. Börkur er búinn að fara all- margar söluferðir til Bretlands í sumar. Hann er væntanlegur heim til Neskaupstaðar aðfarar- nótt sunnudags eða á sunnu- dagsmorgun. á Austurlandi, mikið og gott samstarf sín á milli. Nú er haustönn nýhafin í skólunum og samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér munu alls um 480 nem- endur stunda nám á henni. í Menntaskólanum á Egils- stöðum eru nú 230 - 240 nem- endur og hafa aldrei fleiri nem- endur lagt stund á nám við skólann. I Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað eru 115 nemendur í framhaldsnámi, en á sama tíma í fyrra voru þeir 70 talsins. Við Alþýðuskólann á Eiðum eru um 80 nemendur í fram- haldsnámi, rúmlega 15 í Seyðis- fjarðarskóla og rúmlega 30 í Heppuskóla á Höfn í Horna- firði. Hússtjórnarskólinn á Hall- ormsstað býður ekki upp á nám á framhaldsskólastigi á þessari önn. S. G. Hótel Snæfell á Seyðisfirði hefur verið endurbyggt af Pétri Jónssyni húsasmíðameistara og hóf hannreksturþess31. maísl. í húsinu eru 10 gistiherbergi, en gistirými fyrir 20 - 25 manns. Sturtubað og klósett er í hverju herbergi og aðstaða öll hin ágæt- asta. Áformað er, að hótelið verði rekið allt árið og er ráðgert, að þar verði alhliða greiðasala. Verðlag á hótelinu er hið sama og á Edduhótelum. Aðsókn að hótelinu í sumar hefur verið góð, en það hefur ekki verið starfrækt um nokk- urra ára skeið. Reynsla sumars- ins sýnir hiklaust, að þörf fyrir starfsemi sem þessa er ótvíræð á Seyðisfirði. J. J. I S. G. Um 190 nemendur í Seyðisfjarðarskóla Seyðisfjarðarskóli tók til starfa í byrjun september. Nem- endur í vetur eru um 190, þar af 30 í forskóla. Er það nokkur fækkun frá sl. skólaári. Fram- haldsdeild starfar við skólann eins og verið hefur undanfarin ár. Þorvaldur Jóhannsson, sem verið hefur skólastjóri sl. 10 ár, lét af störfum og hefur tekið við starfi bæjarstjóra. Nýi skóla- stjórinn heitir Albert Ó. Geirs- son og er hann Austfirðingur að ætt, fæddur á Djúpavogi. Undanfarin ár hefur Albert kennt við Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Fjórir nýir kennarar komu til starfa við skólann í haust, allt aðkomumenn. J. J. I S. G. Knattspyrnufréttir: Leiknir Islandsmeistari íslandsmótinu í knattspyrnu lauk um síð- ustu helgi og er óþarfi að tíunda úrslitin hér. Heldur lítið fór þó fyrir fréttum í útvarpinu um það hverjir höfðu orðið sigurvegarar í 4. deild. Eins og áður hefur verið getið hér í blað- inu, lék Leiknir í úrslitakeppni 4. deildar um það að fá að leika í 3. deild að ári. Leiknir vann úrslitakeppnina í norð-austur- liðakeppninni. Þeir léku svo sl. laugardag við Ármenninga, sigurvegarana í suð-vest- urliðakeppninni um meistaratitil 4. deildar. Leiknir sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Til hamingju Leiknismenn! Þ. J.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.