Austurland


Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 20. SEPTEMBER 1984. ----------Austurland--------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ætlar ríkisstjórnin ad banna verkföll? Allar líkur eru á því, að í hönd fari heitt haust í kjarabaráttu launafólks á íslandi. Langflest félög hafa sagt upp kjarasamningum miðað við 1. sept. sl. Mörg félög hafa heimilað stjórnum sínum verkfallsboðun og sum eru þegar komin í verkfall. Víðtækasta verkfallið, sem þegar er hafið, er verkfall bókagerðarmanna. Þar stóðu atvinnurekendur flestir sem klettur gegn kjarabót- um, og því liggur útgáfa bóka og blaða nú niðri í landinu, nema hvað nokkur vikublöð geta komið út svo sem AUSTURLAND, vegna þess að eigendur lítilla prent- smiðja mega vinna. Ekki er þó víst, hversu lengi það verður, því að frjálshyggjumennirnir í Vinnuveitenda- sambandinu hóta verkbönnum á báða bóga. Alþýðusamband Austurlands hefir hvatt aðildarfélög sín til að afla sér verkfallsheimildar og innan skamms má búast við, að velflest félög innan ASÍ verði komin með heimildir til boðunar verkfalla. Ríkisstarfsmenn og flestir bæjarstarfsmenn innan BSRB hafa þegar boðað verkfall. í þeirri vinnudeilu er komin fram sáttatillaga, sem kosið verður um í næstu viku. Flest félög innan BSRB og þar á meðal Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar svo og stjórn og samn- inganefnd BSRB hafa skorað á opinbera starfsmenn að fella sáttatillöguna. Það verður því að telja líklegt, hún verði felld og hefst þá verkfall 4. okt. Launafólk í landinu býr sig þannig undir það á öllum vígstöðvum að ná a. m. k. einhverju aftur af þeim kaup- mætti, sem það hefir verið rænt. Allir eru sammála um, að aukinn kaupmáttur sé aðalatriði í kjarabaráttunni, en einnig það, að veruleg kauphækkun þurfi að verða til að kaupmáttur aukist að því marki, sem unnt er að sætta sig við. Önnur kjarabótaratriði geta svo komið til viðbótar, ef þau á annað borð eru í boði í raun. Atvinnurekendur kyrja sama sönginn og jafnan áður: atvinnuvegirnir bera engar kauphækkanir, við getum ekki borgað meira, ríkisvaldið verður að hjálpa okkur. Og fjármálaráðherrann segir ríkisstarfsmönnum að taka á sig launalækkun í stað þess að vera að heimta laun, sem þeir geti lifað af. Hver eru svo viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem setti sér það mark hæst að láta aðila vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör án íhlutunar ríkisvaldsins? Ráðherrar og vonbiðlar um ráðherrastóla tala ýmist í hótunartón eða véfréttastíl um kjaramálin og þátt ríkisstjórnarinnar í lausn þeirra. Yfirlýsingar talsmanna stjórnarflokkanna síðustu daga og ósæmileg íhlutun í meðferð sáttatillögunnar í deilu BSRB og ríkisins gefa óneitanlega til kynna, að ríkisstjórnin hafi fullan hug á því að beita valdi í yfirstandandi og komandi kjaradeil- um. Forystumenn BSRB og ASÍ brugðu skjótt við og neituðu að mæta á fund með stjórnarherrunum við því- líkar aðstæður og hrundu þannig þessari hótanalotu. En launafólk er ýmsu vant af hálfu þessarar ríkis- stjórnar og spyr því með ugg í brjósti, hvort hún ætli nú að banna verkföll með lögum. B. S. Guðjón Sveinsson: Hugleiðingar um haustmót UIA í knattspyrnu 1984 Dagana 1. og 2. sept. sl. var haustmót UÍA í knattspyrnu haldið á Staðarborgarvelli. Veður var fremur hagstætt til keppni, norðaustan gola en fremur kalt en þurrt. Sjö lið mættu til leiks og var skipt í tvo riðla A og B. í A-riðli voru: Þróttur, Leiknir b og Neisti. (Huginn hætti við þátttöku). í B-riðli voru: Austri, Höttur, Hrafnkell Fr. og Valur. Ég horfði á alla þessa leiki, reyndi að sjá helstu einkenni hvers liðs, reyndi að meta leik- ina út frá hinum ýmsu sjónar- hornum knattspyrnunnar - og reyndi að gera mér í hugarlund, hvaða gildi mótið hefði. Áhorf- endur voru fáir, kannski kuld- anum um að kenna og svo ekki ýkja fjölmennt í heimabyggð- inni. Án efa er Staðarborgar- völlur heppilegastur í dag fyrir mót sem þetta. Völlurinn er mjög góður grasvöllur, harður og þurr og vel sléttur, enda tal- inn af fróðum mönnum með bestu völlum á landinu. Er því hægt að sýna þar góða knatt- spyrnu, ef veður og annað leyfir svo sem mórall liðanna. Það sem mér fannst einkenna þetta mót helst, var ótímabær og oft látlaus talandi og gargandi leikmanna og hef ég raunar minnst á þess háttar í annarri grein um knattspyrnu fyrr í sum- ar - en nóg um það. Þó held ég, að dómarar verði að fara að taka meira í taumana, áhorfendur, sem borga sig inn, eiga fullan rétt á því. Þetta setur leiðinda stemningu á leikina. Ég ætla nú í sem stystu máli að gera grein fyrir hverjum ein- stökum leik, reyna að draga það eftirminnilegasta fram svo og úrslit þeirra, einnig að minnast á frammistöðu dómara. Hún vegur alls ekki svo lítið á meta- skálunum, þegar allt kemur heim og saman. Laugardagur 1. sept. A-riðill Leiknir b - Þróttur Leiknismenn sendu gamlar kempur fram á völlinn - og reyndar ekki svo gamlar sumar hverjar, léku í liðinu í fyrra t. d. Þeir bjuggust örugglega ekki við sigrum í þessu móti, vildu vera með ánægjunnar vegna. Frammistaða Leiknis var þokkaleg og ætluðu Þróttarar örugglega að velgja þeim betur undir uggum en raun varð á. Of mikið málþóf var því hjá Þrótti. Dómari var Sigurður Elísson (Hrafnk. Fr.) og dæmdi þolan- lega, enda leikurinn vandræða- laus. Úrslit: Þróttur4, LeiknirbO. Þróttur - Neisti Fjörugur og jafn leikur og einn með þeim skemmtilegri. Neisti kom á óvart og átti ekki minna í síðari hálfleik. Þróttar- ar full harðir og hefði nr. 8 mátt sjá gula spjaldið. (Raunar voru dómararnir allt of sparir á þau allt mótið). T. d. áttu Neista- menn vítaspyrnu á 10. mín. f. h., sem var sleppt. Jafntefli sanngjörn úrslit. Dómari Bjarni Kristjánsson (Austra). Hann var ekki nægilega sannfærandi og Neista heldur í óhag. Úrslit: Þróttur 2, Neisti 0. B-riðiIl Hrafnkell Fr. - Höttur. Fyrri hálfleikur á valdi Hrafn- kels og hefðu þeir átt að skora ein tvö mörk. Síðari hálfleikur jafn, en á síðustu 10 mín. rúllaði boltinn þrisvar yfir marklínu Hrafnkels. Áttu þeir ekki betra skilið. Botninn virðist alltaf detta úr í síðari hálfleik hjá þeim. Talandi Hattarmanna vel í meðallagi og markvörðurinn langdrýgstur. Dómari Guðm. Ingvarsson (Þrótti) og dæmdi vel. Úrslit: Höttur 3, Hrafnkell Fr. 0. Austri - Valur Fyrra mark Austra var falleg- asta mark mótsins. Bjarki Unn- arsson skaut viðstöðulaust af 20 m færi í blávinkilinn hjá Val. Ekki á hverjum degi, sem slík mörk sjást og er þá sama, um hvaða deild er að ræða. Síðari hálfleikur markalaus. Lá tals- vert meira á Val, án þess þó að hætta skapaðist. Valur reyndi að berjast of mikið upp miðj- una, án árangurs (sem vonlegt er). Dómari Erlingur Garðars- son (Hrafnk. Fr.) tókst vel, ,enda leikurinn prúðmannlegur og orðavaðall í lágmarki. ’ Úrslit: Austri 2, Valur 0. Hrafnkell Fr. - Valur Leiðinlegasti leikur mótsins. Voru bæði liðin fegin, er honum lauk. Fátt um fína drætti og Hrafnkelsmenn eins og ein- trjáningar á vellinum. Einn var þó ljós punktur. Næstfallegasta mark mótsins var gert í þessum leik. Það gerði Kristján Þrastar- son með skalla í vinkilinn hjá Val eftir fyrirgjöf frá Hilmari Garðarssyni. Dómgæsla Þor- valdar Hreinssonar (Neista) var í meðallagi. Kannski ekki hægt að dæma jafn leiðinlegan leik vel. Úrslit: Valur 7, Hrafnkell 1. Austri - Höttur Síðasti leikur laugardagsins. Austri óð í tækifærum en nýtti þau illa, einnig var markvarsla góð. Síðasta markið gullfallegt upp undir þverslána (Sjonni). Dómari Sigurður Elísson (Hrafnk. Fr.) og fórst það þokkalega. Úrslit: Austri 4, Höttur 0. Sunnudagur 2. sept. A-riðiIl Leiknir b - Neisti Skemmtilegasti leikur mótsins. Einkenndist af leik- gleði og kappi - drengilegu kappi (með örfáum undantekn- ingum). Leiknismenn komu Neista á óvart með skemmti- legum stemningum. Neisti þó fyrri til að skora snemma í f. h. eftir langsendingu fram, þar sem nr. 14 hljóp alla af sér og renndi knettinum laglega í netið. í úpphafi s. h. jafnaði Leiknir eftir sjálfsmark Neista. Síðan máttu þeir prísa sig sæla að fá ekki á sig annað mark eftir hörku þversláarskot Leiknis- manna. Undir lok leiksins unnu Neistamenn á úthaldinu. Dóm- ari Sigurður Elísson, dæmdi all vel. Úrslit: Neisti 3, Leiknir b 1. B-riðill Hrafnkell Fr. - Austri Fyrri hálfleikur jafn og skoruðu Austramenn eitt ódýrt mark. Hrafnkell hélt þeim tím- unum saman á þeirra eigin vall- arhelmingi, og kunnu Austra- menn því miður vel. Síðari hálf- leikur fór nokkuð úr böndunum hjá Hrafnkeli, en mörkin voru ódýr og flest hægt að skrifa á reikning markvarðar. Austra- menn fóru að hressast og vildu sýna, hverjir væru meistararnir. Hljóp markvörður þeirra út á miðjan völl í leikslok. Átti það trúlega að vera „djók“. Það tókst þó ekki betur en svo, að þeir fengu á sig mark, sem þeir höfðu ekki reiknað með. Setti það svolítið strik í „djókið". Dómari Ólafur Nikulásson (Valur). Var hann heldur dauf- ur og undir áhrifum nágrann- anna. Einhvern veginn fannst mér Austri ekki sýna sannan íþróttaanda í þessum leik, voru Framh. á 4. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.